Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 37

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 37
— Þau hafa alls ekki veriö neitt hér, sagöi hann. — Robbie vill alltaf fá aö sjá hestana, hann fer aldrei fram hjá, sagöi hann, þeg- ar hann sá hve Sara var á- hyggjufull og Mary Ann gráti nær. Sara hljóp alla leiö út i ávaxta- garöinn, en þó aö hún hlypi um allt og kallaöi á þau, var þaö allt tilgangslaust. Þá kallaöi hún á Floru til aö hjálpa til viö leitina og þegar hún var búin aö athuga hvort hliöiö bar viö húsiö væri vandlega læst og Joe og Mary Ann voru búin aö fara gegnum öll útihúsin, þau skriöu jafnvel upp í skorsteininn á þvottahúsinu, en árangurslaust, stóö Sara á miöju hlaöinu, fórnaöi höndum og gat ekki lengur haldiö aftur af tárunum. Börnin voru gjörsamlega horf- in, fundust hvergi, hvorki I húsinu eöa i göröunum. — Það er hvergi nein rauf i giröingunni, þau geta ekki hafa fariö þar út, sagöi Joe Tupper og baröi meö öörum hnefanum i lófa sinn, en ég ætla samt aö fara út á götu og gá i kringum mig, til að róa yöur, frú Garrett. Sara kinkaði kolli, en henni fannst kokið herpást saman, eins og hún ætlaöi að kafna. Beth og Agnes voru búnar að fara gegn- um allt húsiö aftur og komu nú niöur, hristu höfuöin og vissu ekki hvaö þær áttu að gera. — Ég er hrædd, sagði Flora og greip hönd Söru. — Ef viö finnum nú aldrei Jenny og Robbie? — Þau geta varla veriö langt undan, sagöi Sara ósjálfrátt, vissi varla hve oft hún hafði endurtekiö þessa setningu. Hún beygöi sig niöur, tók um axlirnar á Floru og horföi fast i augu hennar. — Er enginn felustaöur, sem þú getur hugsaö þér, Flora? Hefur þú gert leikhús einhvers staðar eöa fund- iö tré, sem er holt aö innan? ~ 24. sept. — 23. okt. Misskilningur veldur þér miklum erfiðleik- um á vinnustaö, en meö svolitilli þolin- mæöi er hægt að greiöa úr flækjunni. Vertu þess vegna ekki of bráðlátur. Það borgar sig illa. 24. okt. — 23. nóv. Vertu varkár. Vinir þinir geta ekki tekið öllu meiru meö still- ingu. Öllu gamni fylg- ir nokkur alvara. Það ættir þú að hafa hug- fast oftar en þú gerir. Happalitur er grænn og heillatala þrir. 23. nóv. — 21. des. Reyndu að venja þig af þvi að vera alltaf sammála siðasta ræðumanni og mynd- aðu þér skoðanir eftir þvi, hvernig þú litur sjálfur á málin. Ann- ars veistu aldrei, hvar þú stendur. 22. des. — 20. jan. Brátt kemur að þvi, að þú ferð ekki i neinar grafgötur um, hvers framtiöin krefst af þér. Þú ættir að verja meiri tima til lestrar, einkum fræðibóka. 21. jan. — 19. febr. Þú lokar augunum of oft fyrir staðreynd- um. Og þegar sann- leikurinn kemur i ljós verður hann miklu sárari en hann þyrfti aö vera. Svo skaltu venja þig af þvi að krefjast svona mikils af öðrum. 20. febr. — 20. marz Skyldan leggur þér meiri byröar á herðar en þú hafðir búist við, en láttu ekki bugast. Þú ert vel maður til þess að mæta erfið- leikunum og það þótt þeir væru meiri. 4. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.