Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 10

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 10
Dósturinn 3m og fleira. Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga og vonast að sjálf- sögðu eftir svari. Þá er að snúa sér að spurningunum: 1. Þarf endilega að fara í 4. bekk gagnfræðaskóla til þess að komast í iðnnám? 2. Hvernig er auðveldast að komast að hjá gull- smiði? 3. Hvers vegna sleppið þið svona oft Músík með meiru úr blaðinu? Ef þið eruð í efnishraki, hef ég ágæta tillögu: Almennilega grein með myndum af ABBA. 4. Þetta venjulega: Hvað lestu úr skriftinni, hvernig er hún og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Með þakklæti fyrir svörin. Gagnfræðaprófs mun ekki krafist sem undirbún- ingsmenntunar fyrir allar iðngreinar, en enginn er nú verri þótt hann Ijúki gagnfræðaprófi, áður en hann hefur sérnám. Reyndu bara fyrir þér hjá gullsmiðum og athugaðu, hvort einhver þeirra vill ekki taka þig í læri. Við erum sjaldnast í efnishraki og þáttur- inn Músík með meiru hefur fallið út nokkrum sinnum vegna þess að blaðið hefur sprungið utan af efninu. Hver er annas ABBI? Er hann eitthvað skyldur öbbu- löbbu-lá? Skriftin er ómótuð og barnaleg og þess vegna er ógerningur að lesa nokkuð úr henni um skap- gerð þína. Þú ert á fimmtánda ári. Þýðingar. Kæri Póstur! Eins og allir aðrir aðdáendur þínir, byrja ég náttúr- lega á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Og þá er að snúa sér að erindinu. Ég virðist vera einn af þeim fáu lesendum Vikunnar, sem ekki á við einhver meiri háttar kynferðisleg vandamál að stríða, sem hef ur ekki áhuga á að troða aumingja Gylfa Ægissyni niður í svaðið óg hefur ekki áhuga á að fræðast um hina dulúðgu merkingu stjörnumerkis síns eða af- mælisdags. Aftur á móti langar mig til að fá upplýs- ingar um það hjá ykkur hvort Vikan tæki til birtingar þýddar smásögur, greinarflokka eða framhaldssög- ur, sem komið væri til hennar og ef svo væri, hversu mikiðhún greiddi fyrir slíktefni. Og eitt enn: Ef mað- ur hef ur í hyggju að þýða smásögu eða eitthvert annað efni úr einhverju erlendu tungumáli, þarf þá að af la sér heimildar frá höf undinum til þess að mega þýða? Ég vona, að þú getir svarað þessum spurningum fyrir mig. Einn afbrigðilegur. P.S. Til þess að vera nú ekki allt of af brigðilegur, þá er best að þetta fylgi með: Hvernig er skriftin? Enginn betur bannað þér að þýða hvað sem þú vilt úr hvaða máli sem er, svo framarlega sem þú skilur það, en hins vegar hefurðu ekki heimild til þess að birta þýðinguna opinberlega, nema hafa til þess leyfi handhafa útgáfuréttar á viðkomandi efni, hvort sem það er nú höfundurinn eða einhver annar. Vikan kaup- ir við og við þýðingar á ýmsu efni, en að öðru jöfnu er mest alltefni blaðsins unnið af ritstjórn. Það sakar þó ekki fyrir þig að senda sýnishorn af vinnubrögðum 10 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.