Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 12
Guörún var nýkomin heim af skrifstofunni, haföi sparkaö af sér skónum, fariö i gegnum póstinn, sem ekki var annar en auglýsing frá fatahreinsuninni i næsta húsi, flett upp I sjónvarpsdagskránni I dagblaöinu og ákveöiö aö horfa á ameriska striösmynd, þegar sim- inn hringdi. Hún teygöi sig eftir tólinu. — Er þaö Guörún? spuröi ókunn karlmannsrödd. Hún sleppti dagblaöinu og svaraöi ját- andi. — Sæl, þetta er Marteinn Sten- berg. . . þú manst kannski ekki eftir mér. Viö hittumst I sumar á. — Jú, jú. Ég man eftir þér, flýtti hún sér aö segja og settist á stólinn hjá simanum. Hún þrýsti bakinu aö veggnum og reyndi aö hugsa skýrt. Hann spuröi hvort hann hringdi á óþægilegum tima og hún sagöi aö svo væri ekki. Hún heyröi rödd sina i fjárska, mjórri og hærri en venjulega. — Ég hringi úr slmaklefa, svo ég get ekki talaö lengi,en mér datt i hug, hvort viö gætum hist I kvöld, sagöi hann lágum rómi. Hún sat sem fjötruö — hertekin af rödd hans. — Hist? spuröi hún forviöa. — Já, sést, ef þú mátt vera aö.... og ef þig langar til. Bara tala svolitiö saman. Ég hef oft ætlaö aö hringja til þin, en. . . viltu? Þegar hún haföi lagt frá sér heyrnartóliö, sat Guörún góöa stund og staröi fram fyrir sig. Hún nerisaman þvölum lófunum. Var hún hrædd? Jú, auövitaö var hún hrædd. Marteinn haföi hringt svo óvænt. Þetta var ójafn leikur. Hún haföi reynt aö hugsa, en hann haföi talaö aliar hugsanir út úr kollinum á henni. Þegar hann spuröi hana haföi hún ætlaö aö segja nei, en svo heyröi hún sjálfa sig segja já. Og hvers vegna heföi hún átt aö segja nei? Hún var full- oröin og vissi, hvaö hún var aö gera, ekki satt? Én þaö var ein- mitt þess vegna, sem óttinn haföi gripiö hana. Hún fór I nýja, bláa kjólinn, bar lit á varirnar og púöraöi nefiö og opnaöi siöan gluggann til aö lofta út. Hún gleypti i sig nokkrar sneiöar af köldum fiskbúöingi, til aö seöja sárasta hungriö. . . eöa kannski hræösluna?. . . og hún var stööugt aö segja viö sjálfa sig, aö hún heföi átt aö segja nei. Jú, auövitaö mundi hún eftir Marteini Stenberg. Þau höföu bú- iö á sama gistihúsi fyrir sunnan i sumar. Eiginlega höföu þau ekki talaö mikiö saman. Aðeins kinkaö kolli og skipst á nokkrum oröum. Einu sinni höföu þau veriö í sól- baöi i sama sólskýli: Hann haföi veriö i hvitri sundskýlu. En þau voru bæði meö sólgleraugu svo hún haföi ekki vitaö hvort hann haföi horft á hana eöa hvort hann lá bara og mókti bak viö dökk gleraugun. Þegar þau fóru heim á gistihús- iö I mat haföi hún fariö siöust. Stigurinn var svo mjór. A undan hennigekk Marteinn... Marteinn og Hanna kona hans. Og þegar hann hringdi, hafði hún ekki fengið sig til aö spyrja, hvernigHannaheföi þaö. Þaö var kjarkleysi aö þegja I hel konuna, sem var eiginkona hans. Grönn, brosleit kona meö strák á ööru ári, sem alltaf hélt sig hjá henqi. Þau virtust eiginlega vera mjög hamingjusöm fjölskylda, haföi hún hugsaö meö sér. En Marteinn og Hanna þögöu yfirleitt, þegar þau voru saman. Þau léku viö strákinn, en aldrei hvort viö ann- aö. En gift fólk venst vist fljótt af þvi aö leika sér, haföi hún hugsaö meö sér. Nokkrum sinnum I sumar höföu augu Guörúnar mætt augnaráöi Marteins yfir höfuöið á Hönnu: ófeimiö og opiö augnaráö, sem fékk hana til aö brosa, áöur en hún ieit undan. Blygðunarlaust og kjánalegt sumardaöur, haföi hún hugsaö eftir á og skammast sin fyrir allt saman. En þaö geröist ekkert, sagöi hún sjálfri sér til varnar. Innst inni var hún þó von- svikin yfir aö ekkert skyldi hafa gerst. . . Og nú var hann á leiðinni til hennar. Hún stóö fyrir framan spegilinn og reyndi aö koma vit- inu fyrir sjálfa sig. Hún gæti hætt viö aö opna fyrir honum eöa fariö út og veriö aö heiman, þegar hann kæmi. En svo heyrði hún I lyftudyrun- um frammi á ganginum og hún heyröi fótatak i;álgast. Hún leit i kringum sig skelfd á svip. Hún vildi ekki. . en vildi þó. • Svo stóö hann fyrir framan hana. Hann var enn brúnn á hör- und. Opið, ófeimiö augnaráö hans haföi ekki breyst. HIý, sterk hönd tók utan um hönd hennar. Spenna, þögn. Hún dró aö sér höndina og steig skref aftur á bak. En þar varð veggurinn fyrir. Bara tala saman, haföi hann sagt, en hann var ekki kominn til aö tala. Þaö fann hún strax. Þaö haföi strax legiö I loftinu. — Komdu inn fyrir, sagöi hún og gekk á undan inn i stofuna. A boröinu stóöu tvö glös og flaska meö sherrilögg. Hann fór úr frakkanum frammi á ganginum og hún hugsaöi meö sér, að þegar hann kæm'i inn skyldi hún spyrja, hvernig Hanna og drengurinn heföu þaö. Þegar hann kom inn hellti hún i glösin og rétti honum annaö. Henni tókst þaö, án þess aö hend- ur þeirra snertust. Þú skalt ekki fá aö kyssa mig eöa snerta mig, hugsaöi hún, þeg- ar hann bragöaöi á vininu. Hann lagöi glasiö frá sér og tók pipu upp úr vasanum. Hún horföi á hann, meöan hann opnaöi tóbaks- punginn og byrjaöi aö troöa I pip- una. — Og hvernig llður þér annars? spuröi hann, án þess aö lita á hana. Annars? hugsaöi hún og settist 1 annan hægindastólinn. Hún haföi svo oft setiö hér og óskaö sér manns. Manns, sem kæmi og stæöi viö um stund, spjallaöi viö hana og hlustaöi á hana. Hún haföi svo oft staöiö bak viö gluggatjöldin og horft inn I húsin handan götunnar. Hún haföi séö konur sitja og fletta blööum, horfa á sjónvarp eöa tala, aö þvi er virtist enda- laust, I simann. Hún haföi séö mennina sitja I þessum sömu herbergjum og konurnar. Menn, sem lásu, reyktu og þögöu. Ef ég hefði mann hjá mér, hugsaöi hún oft meö sér. Ef ég heföi mann myndi ég veita honum alla þá bliðu, sem er aö gera út af viö mig. Maöurinn myndi ekki sitja uppgefinn, dottandi I hæg- indasól. Viö værum hamingjusöm saman. ööru hverju haföi einhver karl- maöur setiö i hægindastólnum, en ekki neinn, sem markaöi spor i lif hennar. Hún haföi venjulega veriö dauöfegin, þegar þeir fóru. — Um hvaö ertu aö hugsa? Spurningin rauf þanka hennar, og hún fann, aö henni hitnaöi i andliti. Hún var fegin, aö þaö skyldi vera rökkur. Hann stóö viö gluggann, og hún naut þess aö horfa á axlir hans og höfuö bera viö kvöldhimininn. — Ég er aö velta þvi fyrir mér, hvers vegna þú komst, sagöi hún. — Er eitthvaö erfitt aö skilja þaö? spuröi hann. Ö, Guð minn góöur. Allar þess- ar innantómu setningar, hugsaöi Guörún leiö. Hún vildi, aö hann stæöi þarna bara og þegði. Væri hjá henni, en þegöi. — Þú sagöist vilja lita inn og spjalla, sagöi hún, þvi hún fékk skyndilega löngun til aö koma honum i vanda. — Býröu ein? spurði hann, og röddin var komin nær henni i rökkrinu. — Já, sagöi hún. Or þessu þarf ég ekki aö svara ööru en já-i, hugsaöi hún. Hann vill, aö ég svari öllu, sem hann spyr mig, játandi. Og svari ég já veröur allt eins og ég hef óskaö mér svo lengi. Hann kyssir mig. Hann veröur hér nokkrar klukkustundir. En svo kemur aö þvi, aö hann veröur auövitaö aö fara, en hann kemur aftur... ef ég aöeins segi já. Hann veröur hluti af lifi mínu, hluti af mér. Ef ég segi já. Marteinn gekk þessi fáu skref til hennar, og ósjálfrátt lagöi hún glasiö frá sér á boröiö. Meö léttri hreyfingu snerti hann hár hennar, strauk þaö blitt, rétt eins og þaö heföi oröið á vegi hans. Siöan strauk hann vanga hennar. Hún leyföi honum aö gera þetta, þvi henni þótti þaö gott. Hún sat hreyfingarlaus fyrir framan hann meöhendur I skauti. Hendur, sem virtust þungar og liflausar. Ef hún stæöi upp myndi hann taka utan um hana og þrýsta henni aö sér. Hendur hans á likama hennar, munnur hans viö munn hennar og likami hans viö likama hennar. — Sestu I sófann, sagöi hún lágt. Hann hikaöi augnablik, en svo gekk hann aö sófanum og settist. Þaö var eins og hann hyrfi inn i rökkriö. Guörún haföi hugsaö út hvaö hún ætlaöi aö segja, en hann varö fyrri til. Auövitaö. — Ég er hrifinn af þér, sagöi hann meö röddu, sem var hlý eins og ástaratlot. Og ég er hrifin af þér, hugsaöi Guörún. Ég vil hafa þig. Ég vil vera þin. — Veit Hanna þaö? Heyröi hún sjálfa sig spyrja, og þaö var eins og hann kipptist til á sófanum. — Hanna? Veit hvaö?, spuröi hann undrandi. Guörúnu svimaöi sem snöggv- ast og hún hugsaöi: Kannski er engin Hanna til lengur. Kannski eru þaö bara hann og ég, úr þvl hann er svona undrandi. — Veit Hanna, aö þú ert hrifinn af mér? spuröi hún, og spurningin virtist lýsa sakleysi og einfeldni. 12 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.