Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 14
Dodge Ramcharger og Plymouth Trail Duster. Hann er óneitanlega áiitlegur sá yngsti I Dodgefjölskyldunni. 14 VIKAN 5.TBL. Þetta er í fyrsta skiptið, sem Plymouth kemur fram með fjór- hjóladrifsbfl, en þeir hjá Dodge eru þegar þekktir fyrir sina fram- leiðslu á slikum bilum, og ber þar hæst weaponinn gamla, sem allir þekkja. Nú er kominn á markaðinn nýr bíll, sem fram- leiddur er samtimishjá Dodge og Plymouth. Munurinn á þessum bilum mun vera nánast enginn. Þessir bilar eru I stæröarflokki með Blazer, en eru þó heldur nettari aö sjá, þó flest mál séu hin sömu. Húsið á þessum bil er úr tvöföldu stáli, en ekki fiber, eins og á Blazernum, og þau eru fáan- leg I sama lit og billinn, þannig að hann getur verið einlitur. Hægt er að panta körfusæti með kassa á milli, sem inniheldur laust Isbox til kælingar á gosdrykkjum o.fl., sem er þó e.t.v. ekki nauösynlegt á tslandi. Hægt er að fá þá meö veltigrind og hliföarplötum undir vél og glrkassa og jafnvel undir stýrisgangi. Einnig er I þeim hreyfilhitari, og fagna þvl eflaust margir. Standardvél verður 318 cubica v-8 meö 2 hólfa blöndungi, en ekki veröur möguleiki á neinni 6 cyl vél I þessa bila. Þá er hægt að fá 361 cubica v-8 meö 4 hólfa blöndungi, og fyrir þá, sem kom- ast vilja úr sporunum, 400 cubic með 2 hólfa blöndung eða 440 cubic með 4 hólfa blöndung. Skiptingin er þrenns konar: Þriggja gira skipting I stýri, fjögurra glra skipting I gólfi og sjálfsskipting meö stöng I stýri. Millikassinn veröur „quatra track”, sem okkur er góðkunnur úr Range-Rover og Blazer. Það er að vlsu leitt, aö ekki skuli vera möguleiki á gamla góöa milli- kassanum fyrir þá, sem hann vilja, en hvað um það. Bíllinn er útbúinn diskahemlum að framan, en skálabremsum að aftan, og fjöðrunin er öll á blaöf jöðrum, og auk þess er „ballansstöng” aö framan. Undrabarniö Quatratrack milli kassinn, sem allt slær út. E.t.v. kannast einhverjir við byggingarlagið á þessarí hásingu frá gamalli tið. _____ Alfa Romeo Alfetta, jafn þungi á öll hjól. Þeir lofa góöu Ramchargerinn og Trail Dusterinn, en a.m.k. annar þeirra mun vera kominn til lands- ins þó ekki hafi maður séö þá á götunni enn sem komið er. ALFA-ROMEO ALFETTA Margar nýjar hugmyndir hafa komið fram I bflaiðnaðinum á slðasta ári, og einhver sú besta er af ítölsku bergi brotin. Til þessa hafa vél og glrkassi ávallt verið föst saman, hvort heldur vélin er aftan eöa framan i bllnum. A slðastliðnu ári komu hönnuð- irnir hjá Itölsku Alfa-Romeo verksmiðjunum með nýja hug- mynd. Þeir hafa brotið vanann og sent á markaðinn nýjan bil Alfa- Romeo Alfétta, en hann er á þann hátt nýstárlegur, að vélin er staðsett á milli framhjólanna, en gírkassinn er áfastur mismuna- drifi viö afturás bilsins. Kasthjól og tengsli (coopling) eru einnig staösett i afturenda bllsins. Meö þessu fyrirkomulagi dre i fist þungi bilsins mjög jafnt á öll hjól hans, og er hann þvi frá- bærlega stööugur á vegi, jafnt þó hann sé bæði holóttur og hlykkj- óttur. Eina spurningin er sú, hvort drifskaftið frá vél til gir- kassa þoli þaö álag, sem á það er lagt, til dæmis með feykilegum snúningshraða. Áöur hefur verið gerö tilraun meö aö jafna þunga bifreiða niður, svo aö hann komi jafnt á öll hjól. Hún var sú aö staðsetja vélina I miöjum bilnum. En þegar það hefur verið gert, kemur oft- ast I ljós, að ekkert rúm reynist afgangs fyrir farþega .og far- angur. Flestir slikir bilar eru þvi kappakstursbilar eða litlir sport- bflar, og hugmyndin oftast talin ónothæf i hinn venjulega fjöl- skyldubil. Alfa-Romeo Alfetta er alger nýjung, og ekki er gott að spá um það, hvort aftur veröi framleiddir sllkir bílar, en ef hugmyndin reynist Itölunum vel er ábyggi- legt, aö fleiri framleiöendur eiga eftir aö feta I fórspor þeirra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.