Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 8
þetta og vakti Oliver. Nú kemur eitthvaö hræöilegt fyrir, sagöi hann, þegar ég haföi sagt honum drauminn. Og um leiö sáum viö andliti önnu Kristinu bregöa fyrir. Morguninn eftir bárust okkur þær fregnir, aö Anna Kristina væri dáin. Hún varö ekki nema 37 ára. Friöur sé með henni.... Vesalings Nikolai. Hann stóð einn uppi meö sjö drengi. Sá elsti var 15 ára og sá yngsti ekki nema 18 mánaöa. Báðar fjölskyldur okkar voru eins og lamaöar. Viö höfðum oft áöur fengið andláts- fregn, en aldrei neina, sem kom eins illa viö okkur. Ég leit á Oliver, og hann leit á mig. Við sögum ekkert, en viö höfðum bæöi tekiö ákvöröun. Viö tökum að okkur fimm af börnum Önnu Kristinu og Nikolais. Þetta geröist i kringum 1930, og 10 árum slðar, þegar sigauna- drottningin var 48 ára, dó ein dætra hennar og lét eftir sig tveggja ára stúlku. Aftur varð Marie að taka að sér smábarn. Frida Marie ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91. og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaðar um víöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti m ■*. MsSs'í: 41 tM H /yXv íz/z/'éKfí 'h/ Z' /■ // ■ ' Z/ Z/yZZ' Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200 — Auövitað hef ég átt viö ýmis- legt að striöa, en þegar ég lit yfir farinn veg, finnst mér ég hafa átt góða ævi. En það hefur oftar en einu sinni verið erfitt aö vera si- gauni. Við sigaunarnir lærum snemma að vera þolinmóöir, þvi að það kom oft fyrir, og kemur fyrir enn, að viö uröum aö aka eftir þjóðveginum klukkustund eftir klukkustund, langt fram á nótt, áður en við rákumst á hlöðu,- þar sem við fengum að liggja yfir nóttina. Og á veturna var allt of kalt til þess að liggja i hlööum. Það er kjöt og blóð i okkur sígaununum eins og öðru fólki, og við hefðum frosið i hel i hlöðunum. Við uröum alltaf að vera á varðbergi, þvi að stöðugt var hætta á þvi, að ráðist yrði á okkur. Sigauni er aldrei öruggur. Við erum alltaf hrædd og alltaf á verði. Þetta ölumst við upp við frá blautu barnsbeini. Alltaf á verði... Liklega var það af ótta, að við sváfum mjög sjaldan i tjöldum. Við kusum fremur að sofa undir berum himni með greni breitt yfir okkur. Og við sváfum alltaf fullklædd, tilbúin að flýja. Ég býst við, aö allir sigaunar hafi sömu sögu að segja. Slgaunar hafa alltaf og ævinlega orðiö fyrir áreitni og hafa aldrei hætt flóttanum frá þvi þeir voru reknir út úr Indlandi fyrir mörg- hundruð árum. Það gerðu striðsmenn, sem komu ofan úr fjöllunum. Alla tið siðan hefur ættflokkurinn flakkaö um án þess að hafa fastan samastaö. Það kom meira að segja fyrir, að á ökkur var ráðist um hábjart- an dag. Þegar Johan Alexander var fá- einna mánaða, réðist á mig maður, þar sem ég var að elda mat utan við tjaldið okkar. Þessi maður reyndi að nauðga mér, en ég var liðug eins og köttur og tókst að losa mig. Svipan hans Olivers lá inni i tjaldinu. Ég náði til hennar og sló manninn með svipuskaftinu beint i andlitið, svo að blóðið fossaði úr nefinu á honum. Það kemur enn fyrir, að ég sef i öllum fötum. Og ég sofna aldrei fast. Ég vakna við minnsta hljóð og er dauðhrædd.... Þegar sigaunadrottningin var spurð um álit sitt á stöðu sigauna i norsku þjóðfélagi, svaraði hún: — Ég held, að sigaunar séu ekki verra fólk en gerist og gengur. En það er augljóst, að þó að hægt sé að refsa sigauna samkvæmt norskum lögum, þá hefur sigauni litla vernd af þessum sömu lögum. Það er svo auðvelt að slá til þeirra, sem liggja vel við höggi, og það hefur ætið verið auðvelt að niöast á sigaunum. Við sigaunarnir erum ekki fjölmennir i Noregi, ætli við séum fleiri en svona átta til tiu þúsund I allt. Og okkur vantar forsvarsmenn til þess að tala máli okkar á stórþinginu og i byggðastjórnunum. Við getum ekki leitað til neins, og enn þann dag i dag erum við rekin i burtu af tjaldstæðum, þó að við högum okkur á allan hátt eftir settum reglum og oft betur en aðrir. En það má ekki misskilja gamla sigaunakerlingu. Ég ber engan haturshug til samfélags- ins. Mér hefur alltaf liðið vel, og ég hef alltaf séð um mig eins og allir sigaunar. Ég hef aldrei tekið viö svo mikið sem túskildingi frá nokkrum einasta manni, og ég ætla að sjá um mig sjálf á meöan ég tóri, hver gömul sem ég kann aö verða. 8 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.