Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 12
Smásaga eftir Diana Cooper HANDAN VIÐ VEGGINN Eitthvað var handan við vegginn... eitt- hvað, sem var að reyna að komast inn. Þetta var eitthvað hræðilegt, áreiðanlega annars heims, og kjökrið og krafsið i giuggann var óhugnaniegra en orð fá lýst. Ég var alein i kotinu, fjærri manna- byggðum..... Ég var aö skoöa skó i litilli búö rétt hjá Bond-stræti, þegar ég kom auga á Rosemary. Rose- mary og ég höföum veriö saman i skóla, og ég haföi jafnan reynt aö halda yfir henni hlifiskildi, þegar kennararnir, sem ekki tóku minnsta tillit til feimni hennar og heimþrár, voru aö ergja hana og skamma. Hún var ein af þessum taugaóstyrku, horuöu krökkum, sem alltaf viröast full örvænt- ingar og hræöslu. Hún haföi átt erfitt meö aö læra, en auövelt meö aö gráta. Samband okkar rofnaöi, þegar skólanum lauk, en hér var hún komin aftur, fimm árum siöar, ósköp lik sjálfri sér — þó ekki al- veg eins horuö og ekki alveg eins taugaóstyrk. Lófi hennar var heitur og þvalur, þegar ég heils- aöi henni meö handabandi. Viö fórum inn á kaffihús, feng- um okkur tesopa og töluöum margt. Tveimur vikum siöar hringdi hún i mig og spuröi, hvort ég vildi ekki koma og dveljast nokkra daga hjá henni i sveitinni. Ég haföi sagt henni frá þvi aö unnusti minn heföi farist i flug- slysi, og ég væri hætt aö vinna og væri eiröarlaus og illa haldin. Ég held, aö hún hafi séö þarna tæki- færi til aö endurgjalda, hve vel ég haföi reynst henni á skólaárun- um. Ég fór noröur eftir meö lest. Kannski var þaö vegna þess, hve illa mér leiö, aö ég fann til kviöa og óróleika, og löngu áöur en ég var komin á áfangastaö var ég farin aö óska þess, aö ég heföi ekki fariö. Hún bjó i Austur-Angliu-héraöi, langt úti i mýri. Hún haföi sagt mér frá skyndilegum dauöa móö- ur sinnar þremur árum áöur, og aö faöir hennar heföi þá fariö aö heiman og neitaö aö koma aftur. Rosemary haföi búiö þar áfram og haldiö áfram hundaræktinni, sem hún haföi stundaö i tóm- stundum meö móöur sinni. Ég sá hana um leiö og lestin kom inn á stööina. Hún var meö bilinn fullan af hundum, en járn- grind var milli þeirra og fram- sætisins. Þegar hún heilsaði mér sá ég, aö hún haföi auösjáanlega lagt mikiö á sig til aö hún og hundarnir litu sem best út. Billinn haföi lika veriö tekinn rækilega I gegn. Ég var bæöi hrærö og þakklát. Enginn haföi lagt annaö eins á sig min vegna, siöan Jón dó. Þaö tók okkur hálftima aö kom- ast aö kotinu. Þrjár milur frá litlu þorpi, inni á miöju svæöi, sem enginn virtist hiröa um. Þaö stóö á óræktaöri flatneskju, sem teygöi sig fram aö ósnum og út á opiö haf. Vindurinn var rakur og ömur- legur, og þaö virtist litiö geta þrifist i grunnum jaröveginum i garöinum. En inni I kotinu var ööruvisi um aö litast. Þar var næstum þvi ein- um of notalegt. Ellefu litlir hundar bjuggu þarna, og hver átti sitt rúm og sinn krók. Þeir voru ákaflega hógværir, og fyrsta klukkutimann tók ég varla eftir þvi aö þeir væru þarna. Viö drukkum te I stóru, hlýju eldhúsinu, þar sem gljáandi kop- ar- og látúnspottar prýddu veggi. Rökkrið var aö falla yfir mýrarn- ar. Þær teygöu sig I allar áttir, ömurlegar og næstum óbærilega eyöilegar. Viö sátum þarna i hlýjunni, drukkum sterkt te og boröuöum kanilbollur, sem Rosemary hafði bakaö — en samt fór um mig hrollur viö aö sjá þokuna breiðast yfir og skugga næturinnar nálg- ast. Þeir voru eins og vofur, sem mættust og tóku höndum saman, afskræmdum höndum, þegar þeir nálguöust eyöikotiö. — 0 — Þrátt fyrir þetta svaf ég vel um nóttina, og um morguninn var glampandi sólskin og ógnir mýr- anna horfnar. Þær voru I rauninni undarlega fallegar og hrlfandi, þegar viö gengum niöur i þorpiö meö þrjá af hundunum. Þaö var talsvert átak fyrir mig aö ganga þessar milur niður i þorpiö og heim aftur, en Rose- mary þurfti aö kaupa matvörur, og hún var vön þessu. Þegar við komum aftur heim um hádegisbiliö voru óveöursský aö leggjast yfir óshólmana, og þaö var kominn blástur. Þaö var snjór i skýjunum, og loftiö var oröiö rakt og kalt og nisti gegnum merg og bein. Þegar viö vorum komnar inn i hlýjuna og höföum lokaö útidyrunum hringdi siminn. Þaö var faöir Rosemary. Þegar hún kom aftur inn I eldhúsið var hún áhyggjufull á svip. „Er eitthvaö aö?” spuröi ég. ,Ne-ei...” hún hikaöi og hélt svo áfram: „Pabbi var aö hringja frá Ipswich. Hann flutti þangað eftir aö mamma dó. Hann gat ekki hugsað sér að vera hér áfram. Þaö var svo kært meö þeim.” „Upp á siökastiö hefur þaö ver- iö aö renna upp fyrir mér, að þaö hefur liklega verið hiö nána sam- band þeirra, sem geröi mig svo einmana og viðkvæma sem barn. Mér fannst ég alltaf vera útundan — eins og mér væri ofaukiö hjá þeim. Þetta er nú kannski ekki sanngjarnt hjá mér, þvi ég held aö þau hafi ekki gert sér grein fyrir þessu.” „En foreldrar ættu kannski ekki aö láta i ljós of mikla gagn- kvæma ást i augsýn einkabarns. Þetfa geröi þaö aö verkum, aö mér fannst ég svo einmana, og ó- velkomin” — hún var næstum farin aö snökta, en þá tók hún sig á og hélt áfram: „En hvað um þaö. í dag er dagurinn, sem mamma dó. Hann vill aö ég komi og veröi hjá honum i kvöld og nótt.” Ég sá i hendi mér, aö eigingirni foreldranna haföi veriö ástæöan fyrir vanliöan Rosemary i skól- anum, og ég sá, aö eigingirnin var enn fyrir hendi. „Finnst þér þú ættir aö fara?” spuröi ég. „Hann veit, aö ég get ekki skiliö hundana eftir..” „Ég get hugsaö um þá”, sagöi ég strax. Þaö var þaö minnsta, sem ég gat gert. „En ég get ekki stungið af og skilið þig eina eftir”. Þaö var éins og hún væri I vandræðum meö aö velja milli fööur slns og min, svo ég sagöi: „Auövitaö geturöu þaö. Sjáöu til Rosie. Ef þér finnst þú ættir aö fara þarftu ekki aö hafa áhyggjur af mér. Ég fer snemma að hátta, fær mér góöa bók aö lesa og veit, aö þú kemur eins fljótt og þú getur.” Mig langaði svo sannarlega til að létta henni þetta, alveg eins og ég haföi reynt aö létta henni lifiö i skólanum foröum. Rosie kom meö fléiri mótbárur, en smám saman lét hún undan. „Ef þú heldur aö þetta veröi allt i lagi.... ég veit hvernig hann getur nöldraö endalaust. Þetta var sama sagan i fyrra og lika i hitt- eöfyrra”. Viö fengum okkur tesopa, og siöan setti hún eitthvaö smávegis niöur i tösku, fór með það út i bil, kom inn aftur og benti uþþ i loft: „Það er aö skella á óveöur. Þaö er uggur I mér. Ég vildi aö ég þyrfti ekki að fara. Þú ert heppin aö geta veriö hér I hlýjunni”. Sið- ar minntist ég þess (eöa var þaö imyndun?), aö öfundin I rödd hennar hljómaöi ekki mjög sann- færandi. Hún bætti viö: „Slmanúmer pabba er þarna á miöa, ef þú skyldir lenda i vandræöum með hundana. Ég kem aftur eins fljótt og ég slepp frá honum”, var þaö siöasta sem hún sagði. Ég horföi á eftir bilnum, þar til hann hvarf úr augsýn. Þá fór ég inn aftur, og birtan, sem stafaöi frá skýjunum, var gulleit. Ég hellti aftur upp á teketilinn, sat nokkra stund og fletti morgun- blaöinu og velti fyrir mér sam- bandi okkar Rosemary. Þaö var eitthvað undariegt og ókunnugt i fari hennar. Þótt mér heföi fundist þaö skylda min aö vernda hana i skóla, haföi ég aldrei boriö til hennar þá hlýju vináttu, sem maður ber til sannra vina. 1 rauninni átti ég ekki skilið aö koma hingaö og njóta gestrisni hennar. Til aö komast burt frá þessum neikvæöu hugsunum ákvaö ég aö gefa hundunum. Rosemary haföi skiliö fyrirmæli þar aö lútandi eftir á miöa undir eggjabikar á diskaskápnum. Allt i einu virtust hundanir orönir miklu fleiri en ég haföi haldiö, og þeir virtust órólegri en venjulega. Aöur en ég kveikti ljósin leit ég út um gluggann. Svört skýin og gulleitar rákirnar á himninum yfir óshólmunum virtust ógna öllu niöri á flatneskj- unni. Kyrröin og þögnin voru fyrir-, boöi stormsins, og þegar hann skall á beljaöi áin yfir bakkana, og trén og runnarnir virtust vera að reyna aö flýja mig og kotiö litla. Ég skalf. Ég skalf þó ekki af kulda. Þaö var hlýtt i húsinu, en þaö var eitthvaö I kringum mig, sem olli þessum skjálfta. Ég hélt mig i eldhúsinu, viö gluggann, og ég gat ekki haft augun af höfuð- skepnunum úti fyrir. Ég sá aö þetta gatekki gengið og reyndi aö heröa upp hugann. Ég dró tjöldin fyrir gluggann og 12 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.