Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 18
en til Chicago voru vön aö safnast saman á hinni gömlu og skugga- legu Union-járnbrautarstöö um klukkan sex eitthvert desember- kvöld, ásamt nokkrum vinum frá Chicago, sem þegar voru komnir i hátiöarskapiö og ætluöu aö kasta á þau kveöju. Ég man eftir stúlk- um i loökápum, sem voru á heim- leiö frá skólum, Miss þetta eöa miss hitt.og hvernig þaö myndaö- ist gufa i loftinu þegar maöur tal- aöi,og ég minnist handa,sem lyft- ust upp til kveöju, þegar komiö var auga á gamlan kunningja. Heimboö gengu á vixl: „Kemur þú til Ordways? Til Herseys? Til Schultses? Hanzkaklæddar hend- ur þrýstu langa græna farmiöa. Loks sé ég fyrir mér óhreina gula vagna frá Chicago, Milwaukee og St. Paul járnbrautarfélaginu, sem stóöu á sporinu handan viö hliöiö og sýndust stafa frá sér sömu gleöi og jólin sjálf. Þegar ekiö haföi veriö af staö út i vetrarnóttina og snjórinn, sá sannarlegi snjór, okkar snjór, breiddist yfir landiö á báöar hendur og sindraöi fyrir utan gluggana, og þegar daufar ljós- týrur á litilli Wisconsinjárn- brautarstöö bar hjá, gat loftiö umhverfis skyndilega fyllst af á- köfum og hressandi fögnuöi. Viö önduöum djúpt og fylltum okkur þessari tilfinningu á leiö um sval- an gang frá borösalnum, og eitt undarlegt andartak vorum viö okkur svo ósegjanlega vel meö- vitandi um skyldleika okkar viö þessar slóöir, — eitt undarlegt andartak, áöur en viö óafvitandi geröumst alveg samgróin þeim. Þannig minnist ég Miö-Vestur- rikjanna, — ekki hveitiakranna, steppunnar eöa auöra byggöa sænskra innflytjenda, heldur þessara spennandi heimferöa i járnbrautarlestinni á æskudögum minum, götuljósa og óms af sleöabjöllu i frostköldu myrkri og skugga.sem ber á snjóinn af jóla- þyrni i birtu frá uppljómuöum glugga. Ég tel mig sjálfan hluta þessa alls, og á til aö veröa grip- inn dálitlum söknuöi, þegar ég minnist hinna löngu vetra I þá daga og þó nokkuö stoltur af aö hafa alizt upp hjá Carrawayfólk- inu, I borg, þar sem húsin draga enn nafn af heiti fjölskyldunnar, svo sem tiökazt hefur eina kyn- slóö fram af annarri. Ég þykist nú sjá aö framansagt heyrir i raun- inni sögu Vestursins til, — Tom og Gatsby, Daisy, Jordan og ég, vor- um öll Vesturrikjafólk og hver veit nema okkur hafi veriö sam- eiginleg einhver ófullnægja, sem geröi okkur alls ófær um aö lifa aö hætti þeirra austur frá. Meira aö segja á þeim tima, þegar Austurrikin gagntóku mig hvaö mest, já, þegar yfirburöir þeirra fram yfir hvimleiöu, lötu og uppblásnu bæina úti I Ohio voru augljósastir, bæi þar sem hnýsnin um hagi grannans gaf engum griö nema börnum og gamalmennum, — já, jafnvel þá fannst mér sem eitthvaö væri bogiö viö þau. Einkum á þetta viö um Vestra Egg, sem stööugt á sér mynd furöukynjaös draums i huga mér. Myndin minnir á næturstemmningu eftir E1 Creco: Ég só hundruö húsa, hversdags- leg og afkáraleg i senn,.þar sem þau húka I höm undir úrgum og ógnvænlegum himni og bleiku tungli. Fremst á myndinni eru fjórir alvörugefnir menn i kvöld- klæönaöi á ferö meö börur, sem drukkin kona i hvitum kjól liggur á. Hönd hennar hangir út af börunum og' stafar frá sér köldublikiaf gimsteinum. Þungir á svip halda f jórmenningarnir inn i eitt húsanna, — inn I rangt hús. Enginn veit hvaö þessi kona heitir og allir kæra sig kollótta. Eftir dauöa Gatsby þótti mér Austurrikin höfuösetin af ein- hverju illu af þessu tagi: mér þótti þáu afvegaleiddari en svo aö ég teldi nokkra von um aö málum yrði skipað til betri vegar. Þvi var það, þegar bláan reyk frá brennslu á sölnuðu laufi fór að leggja um loftiö og vindurinn tók aö blása i þvottinn á snúrunum, svo hann hékk nær láréttur, að ég ákvað að halda heim. Einu átti ég þó ólokið, áður en ég héldi af stað, verkefni,sem bæöi var óskemmtilegt og sem ég hefði ef til vill aldrei átt að sinna. En mér var í mun að skilja við öll min mál i röð og reglu og vildi láta sem fæst ráðast af sjálfu sér. Ég mælti mér mót viö Jordan Baker og fór nokkrum oröum um þaö sem okkur hafi fariö I milli og þaö sem siöar haföi hent mig sjálfan, og hún sat grafkyr i djúp- um stól og hlustaöi. Hún var klædd golfbúningi og ég man aö mér þótti hún likust vel heppnaöri mynd I vikublaöi; hök- unni haföi hún skotiö dálitiö þóttalega fram, hárið haföi lit haustlaufanna og andlitið sama litog fingralausi glófinn, sem hún hafði lagt á kné sér. Þegar ég hafði sagt það sem ég ætlaöi mér, tilkynnti hún mér formálalaust að hún væri trúlofuð öðrum. Ég tor- tryggði þetta, þótt þeir væru ýms- ir, sem hún hefði getað gifst, bara meö að kinka kolli. En ég lét þó sem ég yrði hissa. Eitt andartak flögraöi það að mér að ég væri aö gera einhverja skyssu, svo ég hugleiddi allt saman að nýju, i skyndingu. Svo stóð ég upp til aö kveöja. — Samtsem áöur varst þaö þú, sem sagöir mér upp, sagöi Jordan skyndilega. — Þú sagöir mér upp, þegar viö töluöumst viö i simann. Mér stendur nákvæmlega á sama um þig nú, en þaö var mér ný reynsla, og ég var svolitiö niöur- dregin, fyrst á eftir. Viö tókumst I hendur. — Ö, manstu eftir þvi, bætti hún viö, — aö viö töluöum einu sinni saman um bifreiöaakstur? — Ha? Nei, ekki sérstaklega. — Þú sagöir aö slæmur öku- maður væri aöeins óhultur, þar til hann mætti ööum slæmum öku- manni, ekki satt? Jæja, og nú hef ég mætt öörum slæmum öku- manni. Ég álit aö það hafi veriö minu eigin kæruleysi að kenna að mér skyldi skeika svo sem raun varð á. Ég hélt nefnilega aö þú værir bara heiðarlegur og blátt áfram náungi. Ég hélt aö þaö væri stolt þitt, sem heföi valdiö þvi. — Ég er oröinn þritugur, sagði ég. — Ég er orðinn fimm árum of gamall til þess að ljúga að sjálf- um mér og kalla það heiður minn. Hún svaraöi engu. Reiöur og alls ekki laus viö ástarhug til hennar og i afar þungu skapi, sneri ég burtu. Kvöld eitt, seint i október, rakst ég á Tom Buchanan. Hann gekk á undan mér eftir Fimmta stræti, galvaskur og ögrandi i fasi, likt og vandi hans var. Höndunum hélt hann litiö eitt út til hliöanna, eins og til aö halda öörum i hæfi- legri f jarlægö og höfuöiö var á si- felldri hreyfingu, eftir þvi sem þaö fylgdi eftir flökti augnanna. Rétt I þann mund sem ég hægöi á mér, til aö foröast aö komast á hliö viö hann, hægði hann á sér og for aö rýna i glugga skartgripa- verzlunar einnar. Skyndilega kom hann auga á mig og gekk spölkorn til baka með framrétta hönd. — Hvaö er þetta, Nick? Ætl- arðu ekki að taka i höndina á mér? — Nei. Þú veizt hvaða álit ég hef á þér. — Þú ert orðinn ruglaður, Nick, flýtti hann sér að segja. — Kolruglaöur. Ég veit ekki hvað gengur aö þér. — Tom, spurði ég. — Hvað sagöir þú viö Wilson þarna um kvöldiö? Hann staröi á mig, án þess aö segja orö og ég vissi þegar aö ég haföi getiö mér rétt til um hvaö skeö haföi þær stundir, sem ekki haföi tekizt aö gera grein fyrir feröum Wilson. Ég lagöi af staö burtu, en hann stökk á eftir mér og greip i handlegginn á mér. — Ég sagöi honum eins og var, sagbi hann. — Hann kom aö dyr- unum, þegar viö vorum um þaö bil aö leggja af staö og þegar ég lét gera honum orö um að viö værum ekki heima, reyndi hann aö brjóta sér braut inn i húsiö. Hann var svo reiður, aö hann heföi drepið mig, hefði ég ekki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.