Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 27

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 27
NICOLETTE , • litla, sem er þriðja frá vinstri á myndinni, vó ekki nema eitt kíló, þegar hún fæddist, Hún var ellefu mánaða, þegar þessi mynd var tekin af henni ásamt bræðrum sinum og systrum var ekki annað að sjá en hún væri eins frísk og spræk og hvert annað 11 mánaða barn. Börnin 6 í vagninum eru sex- burarnir, sem fæddust í Höfðaborg í S-Afríku i fyrra, en þetta eru einu sexburarnir, sem vitað er til, að hafi allir lifað. Foreldrarnir, Colin og Susan Rosenkowitz, urðu að fá sér nýtt og stærra hús, þegar sex- burarnir fæddust, en þau áttu tvö börn fyrir, 7 og 8 ára. Neðri hæðin er öll undirlögð af barnadóti, og þótt Susan hafi komið góðri reglu á svefn- og matmálstíma barnanna, segist hún hafa orðið að fá sér til að- stoðar heilsdags barnf óstru^ og þykir vist engum það undarlegt. SUE LYON kvikmyndaleikkonan, sem - varð fræg fyrir leik sinn i kvikmyndinni Lolita, giftist í fyrra manni að nafni Gary Adamson. Hjónavigslan fór fram i fangelsi, þar sem Gary situr og afplánar 4o ára dóm fyrir vopnaða árás. Sue lýsti þvi yfir eftir brúðkaupið, að hún hefði gifst eina manninum, sem hún hefði nokkurn tíma virt. En hvað sem eftir kann að vera af virðingunni, hefur hún nú gefist upp á að biða og ætlar að skilja við Gary sinn. ANNE SCHAUFUSS 1j ósmyndafyrirsætan danska, sem i fyrra ákvað að snúa baki við veraldarauði og helga sig guðinum Krishna, hefur nú gengið i hjónaband. Eiginmaðurinn er kanadiskur og heitir Lucien Depuy, og hann játar sömu trú. Klæðist hann samkvæmt venjum trúarinnar og rakar hár sitt að undanskildum hnaklcatoppi. Á meðfylgjandi mynd eru brúðhjónin og foreldrar brúðarinnar, en heitasta ósk Ann nú er að færa foreldrum sínum fjölda barnabarna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.