Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 3
A hersla lögö á gönguna Skiöafélag Reykjavlkur var stofnaB 26. febrúar 1914 og er elsta skiöafélag hér sunnan fjalla. Meðal helstu forvlgismanna um stofnun félagsins var L.H.Muller, og var hann formaður félagsins um margra ára skeið. Núverandi formaður félagsins er Leifur Muller, en hann er sonur L.H. Mullers. Leifur Muller sagöi okkur, að sklðafélagið hefði aðallega beitt sér fyrir þvi að auka áhuga al- mennings á skiöaiökunum, en minna sinnt skiðaiþróttinni sem keppnisiþrótt fyrr en á slðustu ár- um, að félagiö hefur lagt áherslu á skiöagöngu sem keppnisiþrótt. — Við höfum einnig beitt okkur fyrir svigmótum fyrir unglinga, þvi að okkur fannst hin félögin tæpast sinna þvi sem skyldi. Þátt- taka i þessum mótum fyrir yngri flokkana hefur verið mjög góð og almenn ánægja verið með þau. Félagar I Skfðafélagi Reykja- vikur eru I kringum 150, en lltill hópur þeirra æfir reglulega meö keppni I huga, þó að flestir félags- menn iðki skiðaiþróttina mjög mikið. Göngumenn félagsins æfa tvisvar til þrisvar sinnum i,.viku undir leiðsögn Páls Guðbjörns- sonar. Enn sem komið er hefur Skiða- félag Reykjavikur ekki haft á aö skipa keppnisliði i svigi, en Leifur sagði, að stjórn félagsins gerði sér vonir um, að félaginu tækist aö koma sér upp keppnisliði i alpagreinum á næstu árum. Skiðafélagsinenn hafa aðallega æft i Hveradölum, þar sem göngusvæði eru góð, og þeir hafa haft aöstöðu i Skiðaskálanum i Hveradölum, sem Sklöafélag Reykjavikur byggöi árið 1935 og rak þar til fyrir nokkrum árum aö Reykjavikurborg tók við rekstri hans. Skíðafélagið hefur þó enn fundarherbergi i skálanum. Ég spurði Leif, hvort þeir sklöafélagsmenn heföu ekki i hyggju að leggja einhverja rækt við skiöastökkiö, sem legið hefur algerlega niðri hérna sunnan- lands I mörg ár. — Jónas Asgeirsson, sem lengi var islandsmeistari i stökki, er einn meölima I stjórn félagsins, og hann hefur mikinn áhuga á að koma þessari Iþrótt á rekspöl aft- ur. Þaö er þó nokkrum vand- kvæöum bundiö, vegna þess hve snjóalögin eru mismunandi frá ári til árs, og skiðastökkpallur er það mikið mannvirki, aö hann þarf að geta verið varanlegur. Fólkvangurinn í Bláfjöllum Fjögur sveitarfélög, Reykja- vlk, Kópavogur, Seltjarnarnes og Selvogshreppur, hafa sameinast um að koma upp aðstöðu til skiöa- iökana á fólkvanginum i Blá- fjöllum, og bera þau kostnaö af gerö og rekstri mannvirkja þar i réttu hlutfalli við íbúatölu slna. Fyrstu framkvæmdir á Blá- fjallasvæöinu voru vegarlagning frá þjóðveginum á Sandskeiði og inn á aðalskiöasvæöiö. Vegagerð rikisins annaðist lagningu vegar- ins fyrir fjórum árum. Ári seinna reisti Reykjavikurborg 100 fer- metra skála I Bláfjöllum i þeim tilgangi aö auka á öryggi og þæg- indi þeirra, sem þar stunda skiöa- iþróttina. 1 skálanum er talstöö og snyrtiaðstaöa, og þar getur fólk matast. Auk þess skála á sklðadeild Armanns minni skála á Bláfjallasvæðinu. A eftir skála- byggingunni var ráöist i lagningu raflinu á skiðasvæðið, og i vetur hafa sveitarfélögin fjögur komið upp tveimur varanlegum sklða- lyftum I Bláfjöllum Auk þess er fyrirhugað að reisa þar fleiri lyft- ur og önnur mannvirki, meðal annars palla fyrir skiðastökk ,og merkja göngubrautir. SkiðadeTld- ir iþróttafélaganna hafa einnig rekiö lyftur á Bláfjallasvæðinu. A fjárhagsáætlunum sveitar- félaganna fjögurra fyrir þetta ár er varið fjórtán milljón krónum til framkvæmda á fólkvanginum i Bláfjöllum, og er gert ráð fyrir þvi, að bróðurparturinn af þeirri upphæð renni til endurbóta á veginum þangað, enda hefur það einkum háð starfsemi þar, hve oft er illfært á skiðasvæðiö vegna snjóa. Einnig er sá hængur á skiöalandinu i Bláfjöllum, að þar veröur að eyða öllum úr- gangi, eða flytja hann út af svæð- inu vegna mengunarhættu. Blá- fjöllin hafa hins vegar þann inikla kost sein skiðasvæði, að þar er nægur snjór frá þvi i desember og fram i mai — stundum jafnvel lengur. Auk aðstööunnar i Bláfjöllum hefur Reykjavikurborg rekið skiöalyftu I Hveradöluin undan- farin ár og lýst upp sklðabrekk- una þar. Sagan á svefniojiinu Að sögn Einars Þorkelssonar, formanns sklöadeildar K.R. eru virkir meölimir deildarinnar á milli tvö og þrjú hundruö manns. Virka kallaöi Einár þá félaga, sem starfa reglulega með deild- inni, en af þeim taka ekki nándar nærri allir þátt i sklöamótum. 1 æfingaflokkum undir keppni eru l kringum sextiu félagai, sem skipt er I flokka eftir getu og kunnáttu á sklðum. Þjálfarar félagsins eru Björn Juvet, sem þjálfar efsta flokkinh, Viggó Benediktsson og Ingólfur Guölaugsson þjálfa mið- flokkana, og Bjarni Sverrisson þjálfar byr jendaflokkinn. K r.ingarnir fara fjórum sinnum i viku I Skálafellið til æfinga — á þriðjudags- og fimmtudagskvöld- uin og á laugardögum og sunnu- dögum. Auk þess eru þrekæfingar i K.R. heimilinu á miðvikudags- kvöldum. Ég spuröi Einar hvort fólkið væri eins duglegt aö mæta á inniæfingarnar og i fjallið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.