Vikan

Eksemplar

Vikan - 27.02.1975, Side 10

Vikan - 27.02.1975, Side 10
Ertu að byggja? GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 oósturinn Hæfari ritstjóra takk! Virðulegi Póstur! Mig langar að koma hér fram nokkrum athugasemdum um Vikuna. Núna nýlega spurði ein- hver lesandi þig, hvort einhver breyting ætti að verða á mynda- sögunum i blaðinu, en þú svaraðir þvi neitandi. En hvernig stendur þá á þvi, að Binni og Pinni og Gissur gullrass eru alveg hættir að sjást? Prins Valiant og Ævin- tyri Tinna eru bara blaðasóun. Þessi þáttur um sjónvarpið hefði aldrei átt að byrja, dagsk.á þess er það léleg, að ekki er vert að eyða tveimur blaðsiðum i hana. Hvers vegna getið þið ekki haft atkvæðaseðla getraunanna og þessháttar á lausum mióum eins og þið gerið til þess að skrapa saman áskrifendum. örugglega væru atkvæðaseðlarnir ekkert dýrari. Að minu áliti og fleirum hefur Vikan hraðversnað, siðan þessi ritstjóri, sem nú er, tók við. Þið ættuð að reyna að fá einhvern hæfari i það starf. Sú breyting að hafa viðtöí á fyrstu blaösiðum blaðsins i stað efnisyfirlitsins var ekki góö. Það er svolitið hart að þurfa að byrja á þvi að leita að efnisyfirlitinu, þegar maður er aö gá að einhverju i blaðinu. Til þess að bæta blaðið mikið væri ráð að fella niður allar auglýsingar i blaðinu. Blaöið . er oft ekkert nema auglýsingar. Þakka fyrir birtinguna, ef þetta verður þá birt. Logi. Ósköp hefur eitthvaö staðið illa I bólið þitt, Logi minn, þegar þú skrifaðir þetta bréf, vonandi ertu hressari, þegar þú færð þetta svar. Þegar það er skrifað, liggur 5. tbl. hér á borðinu hjá mér, og i þvi eru þeir mættir kapparnir Binni og Pinni og ekki bara ein saga af Gissuri vini vorum, held- ur tvær. Vonandi heldur þessi góða þjónusta áfram. Hins vegar losnarðu ekki við Prinsinn eða Tinna, sjónvarpsdagskrána né ritstjórann alveg á næstunni a.m.k., þvi það er ekki eingöngu hægt að miða við þinn smekk, þótt hann eigi lika rétt á sér. Viltu ekki skrifa okkur aftur og segja okkur, hvað þú vildir heldur sjá i Vikunni i staðinn fyrir það, sem þú vilt losna við. Sjúkraliöi og hlaupandi banani Kæri Póstur. Ég ætla nú ekki að koma með neina hjartnæma ástarsögu handa þér núna, en þaö eru nokkrar spurningar, sem mig langar til að fá svör við. Ég veit ekki, hvert ég á að snúa mér til að fá forvitni minni svalað. 1. a. Getur þú sagt mér hvaða menntun ég þarf til þess að geta orðið sjúkraliði? b Hvað tek- ur námið langan tima? c. Hvaö fá sjúkraliðar annað að gera en búa um rúm og verka skit (afsakaðu orðalagiö)? d. Hvar get ég lært það? 2. Þannig er mál með vexti, að mig og vinkonu mina langar til að fara til Englands i hálft til eitt ár til þess að vinna og læra máliö betur. a. Hvernig á að sækja um vinnu þar? b. Ætli þaö sé erfitt að fá vinnu? c. Hvert á maður að skrifa? 3. Er það satt að þremur mán- uðum áður en maður verður 18 ára komist maður inn I Klúbbinn og aðra vinveitingastaöi? 4. Getur þú sagt mér, hvað stúlka með eins árs reynslu i búö eigi að vera með i kaup á timann (ekki mánuði, þvi ég vinn með skólanum og fæ timakaup)? 5. Hvernig eiga tvíburi (stelpa) og ljónið (strákur) saman og vog- in (stelpa) og meyjan (strákur) saman? Svo verð ég ein af þeim þúsund- um, sem biðja þig að fleygja þessu ekki i grey fötuna. Meö fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Asta Þ. Sigurðardóttir. P.S. Svo máttu bæta við, hvernig skriftin sé (þótt hún sé hörmung). En slepptu bara að segja, hvað þú haldir, aö ég sé gömul. Ég hlýt aö vita það sjálf. Getur þú spurt þann, sem er með draumaráðn- ingarnar, hvað hlaupandi banan- ar þýði, þvi við finnum það hvergi i draumaráðningabók. Sama. 1. Ekki er krafist annarrar menntunar en skyldunáms til undirbúnings sjúkraliðanámi. NámiO, sem tekur eitt ár hefur til þessa veriö stundaO á sjúkrahús- um, og hafa forstöOukonur veitt upplýsingar um þaö. En nú getur verið, aO þetta breytist, þvi rætt hefur veriö um aö stofna sérstak- an sjúkraiiöaskóia. Sjúkraliöar starfa undir stjórn hjúkrunar- fólks og aöstoöa þaö viö hjúkr- un sjúklinga, en eru ekki iátnir gefa iyf. 2. Best er aö snúa sér til breska sendiráösins, Laufásvegi 49 i Iteykjavlk til aö fá þessar upplýsingar. Þaö hefur veriö mjög erfitt aö fá vinnu i Englandi undanfariö, viö annaö en barnagæslu á heimilum (svokallaö au pair) og timabundin þjónustustörf — en þaö ætti aö geta hentaö ykkur. Ýmsir aöilar hér hafa tekiö aö sér aö útvega slika vinnu og oft auglýst I blööunum, svo þiö ættuö aö hafa augun opin. 3. Þaö er ekki satt, aö maöur komist inn á vinveitingahús þremur mánuöum áöur en maöur verður 18 ára. Aldursmörkin miöast viö afmælisdaginn. 4. Samkvæmt kauptaxta Verslunarmannafélags Reykja- vfkur frá 1. des s.l. fær stúlka meö 10 VIKAN 9. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.