Vikan

Útgáva

Vikan - 27.02.1975, Síða 18

Vikan - 27.02.1975, Síða 18
<vissi sauðfé um sláturtföina, þeg- ar blóöilmur leggst yfir landiö og hundarnir ösluðu forina blóðugir upp á hrygg? Faðir hans hafði verið mikill fjármaður og hafði oft sagt að skárra væri að skera fé sér til eldis en drepa það úr hor með fá- víslegri tið og veðurfari, einsog oft var i þeirra kirkjusókn. bað var mál himnanna. Hann saknaði föður sins um nætur undan fiðursænginni. Hólmfríður bjó sig einsog séra Indriöi Nielsson ætlaöi að fara að tala í frfkirkjunni, þegar hún fór til bæjarfógetans á yfirheyrslu- kontórinn. Hún tók Jón frænda sinn með sér, enda þótt ekki hefði veriö um það talaö. Hún var útgrátin. Hún myndi enga skýringu geta gefið á hvarfi bróður síns. Hann hefði verið undir sænginni, þar sem hann átti aö vera á föstudagsmorgun, þegar hún fór í fiskinn og her- bergið lyktaði einsog eplatunna meö skemmdum eplum. Lyktin var úr koppnum undir rúminu, því það var ákavfti i hlandinu úr drukknum mönnum. Hún fyrirvarð sig fyrir að segja réttarhaldaranum frá þvl. Dularfull mannshvörf tilheyrðu ekki góöum skikk fyrir ekkjur, sem þurftu að lifa einar og hún grét mikið á leiðinni og tárin voru sölt einsog blóð.Henni fannst hún gráta blóði og hún strauk sér um augun og skoðaði fingurna á sér til að vera viss. Jón sonur gekk viö hlið hennar og hafði opinn munninn á göngunni. Hann var á svipinn einsog enginn hefði horfið neitt. Þrjár Sigríðar Réttarhaldið var óformlegt. Hjá unga setudómaranum, sem haföi verið skipaður i máliö, var aðeins eitt réttarvitni, þegar Jón sonur og Hólmfríður gengu i stofuna. Hún haföi brotiö saman sjalið og hélt á þvi, einsog hún var vön Ikirkjunni hjá honum Indriða Nielssyni, þegar hahn talaöi. Hún kunni ekki að koma fyrir rétt og þvi ákvað hún að láta sama ganga yfir dómarann og mannshvarfs- málið og hann séra Indriða Nielsson og Guð. Réttarhaldið var vinsamlegt og þeim leið vel. Það kom i ljós, aö fyrri hluta föstudagsins hafði Agúst bóndi verið að innheimta skuld hjá manni vestur i bæ. Það siöasta sem um hann var vitað var litið. Hann hafði hitt mann á Laugavegi. Þá sá þá litið eitt vin á Agústi bónda, aö þvi er vitnið upplýsti. Þá var Agúst I fylgd með tveim háskalegum ofdrykkjumönnum I bænum. öðrum vestan af Snæfellsnesi. Hafði sá verið til lækninga i bænum. Hinn var gamall sveitungi Ágústs og hafði veriö i einni og sömu kaupstaðarferöinni undanfarin sex ár. Allt þetta las setudómarinn upp fyrir þau úr réttarfarsbókinni, sem hann nefndi aukaréttarbók. Setudómarinn var mjög ungur. Hann minnti Jón á fugla, en Hólmfriöi á börn. Jóni stóð samt stuggur af setudómaranum. Að visu vissi hann ekki hvað setudómari var. Hann var vanur sýslumönnum og hreppstjórum. Nógu alvarlegt var þaö nú i sveit- inni, þegar þeir settu upp húfur og fóru um héruð. Það kom einnig I ljós, að setu- dómarinn var sannfæröur um það, aö mennirnir tveir, sem siðast sáust I fylgd meö Agústi bónda, vissu meira um afdrif hans en þeir viöurkendu. Þeir voru saman í þann mund er kvöldið var búið aö hella portin og salthúsin full af myrkri og skuggar voru orönir langir og válegir. En þeir þvertóku fyrir að vita nokkuö hvað varö um fjárbónd- ann. Að vfsu haföi aðeins annar þeirra verið yfirheyrður, þvi Snæfellingurinn var farinn til sins heima, sem var út af fyrir sig æði grunsamlegt. Hann hafði á laugardagsmorgun tekið Biskup- inn upp á Akranes, en sá biskup var einæringur, sem verið haföi að sækja salt. Hinn maðurinn sem hét Elias, viðurkenndi ekkert. Hann haföi um skeið verið heimilisfastur á Slagfálka hjá Agústi, fám árum áður en hann hélt upp I þessa löngu kaupstaðarferö, sem nú haföi tekið hann sex ár. Elias þvertók hinsvegar fyrir að hafa svo mikið sem séð Ágúst bónda þennan föstudag, sem þó var sannaö meö vitnum. Hann sagðist hafa veriö meö allt ööru fólki. Að visu sagðist Elias hafa verið illa til reika á föstudaginn, en þó ekki svo, að hann ekki myndi ef hann hefði veriö með Agústi þennan dag. Er það skemmst frá aö segja, að enginn vissi upp eða niöur, eöa gat hent neinar reiður, skynsamlegar, á seinustu stundum Ágústs bónda þetta dularfulla föstudagskvöld. Setudómarinn haföi sagt þeim allt, sem hann vissi. — Ef maöur heföi lik til að ganga út frá, væri allt betra og auðveldara viöfangs, sagði hann og hagræddi vængjunum á bakinu. Svona rannsóknir eru út i bláinn, ef likið af hinum horfna finnst ekki, hélt dómarinn áfram. Mannshvarfsmál eru nefnilega lik þinghaldi og prófum út af sauðaþjófnaði. Þaö er of seint fyrir réttvisina að taka allt aftur, ef sauðirnir koma lifandi i leitirnar, þegar helvitin eru búnir að játa að hafa skorið — og þau kinkuðu kolli. Jón sonur og Hólmfriður skildu allt vel. Sér á parti það siðásta, þvi sauðkindin er ávallt þannig, að hún leiðir menn i allan sannleika. Það kom i ljós, eftir framburöi Jóns og Hólmfriðar, að Agúst bóndi haföi veriö með peninga- koffort sitt og skuldabréf á fylleriinu. Fimm hundruð krónur hafði hann fengið greiddar og annaö eins af peningum hafði veriö fyrir. Þetta var mestan part I fimm og tiu króna seðlum. Einnig voru fimmtiu kallar I peningum Agústs. Hann hafði við GISSUR GULLRASS ífTlO: BILL KAVANAGU e. FRANK FLETCUER 18 VIKAN 9. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.