Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 19
II. Agúst hafði sést á fyllerli meö tveim skuggalegum ofdrykkjumönnum og meö peningakoffort sitt undir hendinni orö aö koma á þrjá staöi I Austur- bænum og hann haföi komiö á þá alla. Hann haföi borgaö litilræöi á einum staö og hann haföi upp á kvittun fengiö borgaöa hundraö krónu skuld í ööru húsi. Meö framburöi þriggja Sigrlöa I bænum, sem var samhljóöa, rakti setudómarinn nú feril Agústs niöur Laugaveg, þar sem hann sást I fylgd meö fyrrgreindum mönnum, og voru allir þéttkenndir. Varöandi þaö mál, hvort þaö var á fimmtudegi, eöa föstudegi, sem Agúst sást meö ofdrykkju- mönnunum tveim, þá haföi ein Sigríöur af þrem aliö barn þennan föstudag, svo þaö varö ekki um villst. Haföi kona I húsinu heyrt átroöning inni hjá sængurkonunni og voru þar þá fyrir þrir menn, sem sé Agúst bóndi sem var aö fara meö vísur fyrir nýfætt barniö I vöggunni, Snæfellingurinn, sem sagöi ekkert og Ellas, sem hélt á peningakofforti Agústs bónda. Hann var út viö dyr. Konan baö þá meö hægöinni aö vera úti, svo sængurkonan heföi meira næöi. Fóru þeir þá út og hefur Agúst bóndi ekki sést siöan. Borgaö meö seölum Setudómarinn var ungur, en hann var séöur. Hann stakk nú Ellasi inn, þvl þaö var búiö aö dæma hann sekan hjá fólkinu i bænum. Hann var settur inn I tuttugu og einn dag, til aö hann væri viö höndina, ef eitthvaö nýtt kæmi fram. Elias sagöist hafa veriö utan viö hús eitt á Laugavegi um kvöldiö og hafa veriö aö kaupa sér ýsu hjá fisksala til aö gefa konu, sem hann haföist viö hjá, I þann mund er Ágúst hvarf. Hann geröi mjög nákvæma grein fyrir þvi, hvar hann heföi veriö frá þvi klukkan fjögur, þar til hann háttaöi klukkan ellefu. Hann bar á móti þvi aö hafa séö Agúst þennan föstudag og ekkert haggaöi framburöi hans'. betta heföi veriö á fimmtudaginn, sem hann sást meö Agústi. Almannarómuíinn er fljótari I förum en réttvisin. Fólk á Akra- nesi haföi séö Snæfellinginn haföi séö mannsblóö á skálmum hans. Var hann mjög moröingja- legur ásýndum. Hann haföi lika veriö meö peningaseöla. Aö sögn haföi hann komiö i búö á Akranesi, þegar þangaö kom og haföi keypt þar óþarfa og borgaö fyrir meö peningaseölum, sem var mjög grunsamlegt. Setudómarinn geröi ráöstafanir til aö láta yfirheyra Snæfellinginn fyrir vestan. Þaö var of dýrt aö fá hann suöur. Setudómarinn sat nú uppi meö morö án þess aö hafa lik og húsbóndi hans bæjarfógetinn sagöi þaö engu betra en hafa lik, en vanta moröingja. Rétt væri aö pina Elias til sagna. Þaö var tvennt til f málinu. Agúst hef öi veriö myrtur og likinu varpaö i höfnina eöa þaö faliö i holtum, eöa aö Ágúst heföi fallið I höfnina af sjálfs dáöum. Bæjarfógetinn var fyrir sitt leyti sannfærður um hið fyrr- nefnda. Hann hafði verið sýslu- maöur og vissi aö bændur fóru ekki fullir út á neinar bryggjur. Þeir fóru I fiskhúsin til að skamma eyrarkarlana og gefa þeim I nefiö og til að klæmast við þvottakerlingarnar, sem voru aö vaska saltfisk, og til að gefa þeim I staupinu. Mestum tima sfnum eyddu þeir I aö skoöa fé og hesta hjá öörum, eöa i búðarhangs og fengu þá gjarnan i staupinu hjá assistentunum og kaupmönn- unum. Honum var þaö þó til efs, aö Arnesingar kynnu aö drepa menn. Þeir höföu ekki getað drepið neinn almennilega þar lengi. Þeir höföu siöast drekkt Jóni biskupi Gerrekssyni i poka og sýndi fátt betur úrræöa- leysi þeirra i manndrápum. — Viö þjörmum að Eliasi, sagöi hann, þegar hann haföi lokiö viö aö skoöa máliö hjá setudómar- anúm, en — bætti hann við. Passaðu aö hann játi ekki of mikiö, þvi viö höfum ekkert lik. Þaö var allur varinn góöur, ef Arnesingar áttu að fremja morö, þeir drekktu biskupum eins og kettlingum i poka. Hólmfriöur var létt i spori á heimleiöinni frá setudómaranum. Henni leið vel, eins og hún væri aö koma frá prédikun hjá séra Indriða Nielssyni og heföi séö inn I himnana I ræöutöfrum sunnudagsins. Sér á parti var hún glöö yfir aö hún var ekkert bendluð viö hvarfiö. Maöur með peninga á sér á fyllerii og týndur. Þaö gefur sögu um byr. Allir voru i rauninni undir grun. Haföi ekki kona vestur á Sellandsstig gefiö bróöur sinum rottueitur út á skyr og kallað púöursykur til aö komast yfir vertiöarhlutinn hans? Hana sundlaöi nú bara við svona hugs- unum og þvi byrjaði hún allt i einu að hlaupa viö fót og Jón sonur, sem var skrefstyttri, lullaöi á eftir henni einsog vetrungur. Þau drukku saman kaffi á eftir, einsog hún geröi ávallt, eftir aö hún kom úr frikirkjunni á sunnu- dagskvöldum. Framhald i næsta blaöi 9. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.