Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 21
Raquel Welch er glöö á svip, þegar hún leggur hár sitt i hendur hárgreiöslumeistarans, en þegar búiö er aö krulla þaö ailmikiö, hverfur brosiö af andlitinu. Leikkonan er hreint ekki viss um, hvort þetta hafi tekist nógu vel, en Ron Talsky vinur hennar brosir viö mynd hennar i speglinum. Raquel Welch fær sér klippingu Fyrir nokkrum árum settu illgjarnir blaöamenn kynbombuna Raquel Welch á lista yfir verst klæddu konur heims. Leikkonan tók sér þetta næ.rri, enda aö voruim, þvi aö hún hefur glæsilegan skrokk aö klæöa, rnálin eru 95-59-90. Hún ákvaö aö taka sig á og valdi þann kost að gefa tísku- teiknaranum Ron Talsky hæfi- lega mikiö úndir fótinn. Þau kynntust, þegar Raquel lék i kvikmyndinni Kansas City Bomber, en Talsky sá um búningana t þeirri mynd. Og siöan hafa þau verið óaöskiljan- leg. Raquel hefur meira aö segja ekki skrifaö undir neinn leik- samning siöan, nema i honum hafi þess veriö getiö rækilega, aö Talsky skyldi sjá um búninga leikkonunnar. Og hann gefur henni einnig heilræöi um klæöaburö utan kvik- myndaveranna. Nýlega var leik- konan i innkaupaferö i Paris, og Talsky var i för meö henni, einnig þegar hún fór á hárgreiöslustofu til þess aö láta skera hár sitt óg greiöa þaö. Raquel gerir sér nefnilega ljóst, aö henni er ekki óhætt aö treysta éígin smekk. Og hún er staöráðin 1 þvi aö láta þaö ekki henda framar, aö sér veröi stillt upp á lista yfir verst klæddu konur heims. Þaö er slæmt fyrir kynbombu, jafnvel þótt konur á borö viö Margréti bretaprinsessu, Jacqueline Onassis og Miu Farrow séu lika á listanum. Þegar Raquel haföi valiö föt sin eftir ráöleggingum Talskys, fóru þau þvi á hárgreiðslustofu, þar sem leikkonan var klippt og kembd. Aö visu var Raquel hæstánægö meö háriö á sé£ eins og þaö var fyrir snyrtinguna, en aö fenginni reynslu beygöi hún sig fyrir fortölum Talskys. „Þú hefur meira vit á þessu en ég”. sagði leikkonan og settist þæg og prúö i stólinn, lagöi hár sitt undir hnifinn og I hendur hárgreiöslu- meistarans. Þegar hársnyting- unni var lokið, var Raquel ekki viss um, hvort árangurinn væri góöur, en Talsky dáöist aö nýju klippingunni, og leikkonan brosti sæl og áhægö, fullviss um eigin friöleika. 9. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.