Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 22
Hvernig skyldi þaö vera aö búa nálægt „U.S. Naval Base”? Hljómsveitin Júdas, sem lenti i ööru sæti vinsældakosningar þáttarins, ásamt Hljómuin, býr einmitt viö þessar aöstæöur. Júdas starfar mikiö á Vellinum. Klúbbar varnarl. er ágætur markaöur fyrir islensku hljóin- sveitirnar og eftirsóttur sem slik- ur. Á Vellinum rikir menning, sem hvergi hérlendis á sinn lika. Völlurinn er ekki bara riki I rik- inu, heldur Bandariki i rikirru. Is- lensku hljómsveitirnar, sem þar njóta mestra vinsælda á hverjum tima, eru yfirleitt i hávegum haföar, enda eina utanaökomandi tilbreytingin. Hljómsveitin Júdas er nú tvimælalaust vinsælasta hljómsveitin á Vellinum. Fyrir um þaö bil ári hóf hljóm- sveitin aö leika þá tónlist, sem upprunnin er i suðurríkjum Bandarikjanna, hina svokölluðu soul tónlist. Þaö var algjör stefnubreyting af hálfu hljóm'- sveitarinnar og er Júdas nú ein af fáum hljómsveitum, sem tileink- aö hefur sér þessa tónlist hérlend- is. Þó landinn hafi ekki ennþá til- einkað sér aö nokkru marki þessa skemmtileigu tónlist, hefur hljóm- sveitin haídið sinu striki á þessu rúinlega eina ári i þeirri vissu að þeirra tónlist sé sú, sein koma skal. Tengsl hljómsveitarinnar viö þá menningarstrauma og þá tónlist, sem fyrirfinnst á Vellin- um, hefur styrkt hana i þessari trú, þvi langflestir bandarfskra starfsmanna Vallarins vilja ekk- ert annað heyra og margir hverj- ir hreinlega aldir upp meö rythma soul-tónlistar fyrir eyr- um. En þaö var ekki á Vellinum, sein hljómsveitin Júdas komst fyrst i snertingu viö áöurnefnda tegund tónlistar. I júlimánuöi 1973 var Magnús Kjartansson, ásamt núverandi meðlimum Júdasar, i London viö upptöku á sólóplötu Magnúsar, Clockwork- ing Cosmic Spirits. Þá fylgdist þátturinn meö upptökunni og einnig þvi, er á dagana dreif i London. Þá haföi borist til London hin svokallaöa soul tónlist. Hún haföi aö visu veriö þar fyrir lengi, en aldrei fengiö aö njóta sin fyrir rokktónlistinni, sem þá haföi tröllriöiö Englandi i áratug. Nú virtist sem Englendingar heföu fengiö nóg af rokktónlist i bráö og gefiö sig hinni bandarisku tónlist á vald. A þessum tima átti sér einnig staö mikilvæg breyting I heimi popptónlistar yfir höfuö. England þokaöi úr hásætinu sem leiðandi poppveldi, og Bandarikin tóku yfir. Nú er hin bandariska tónlist oröin allsráöandi og soul tónlistin mest áberandi. Allar horfur eru nú á þvi, aö. soul tónlistin komi til með aö njóta mikilla vinsælda hérlendis á þessu ári og þeim næstu. Soul tóni. er ekta dansmúsik og beinlin- is rekur fólk á dansgólfiö. Hún er yfirleitt skemmtileg áheyrnar og ekki eins skerandi og rokkið getur verið. Soul er mjög framandi tón- list fyrir okkur hér heima og tek- ur eflaust nokkurn tima fyrir is- lendinga aö venjast henni. Þess hefur þegar oröiö vart i sölu á hljómplötuin I verslunum hér- lendis, aö plötur meö þessari teg- und tónlistar er farin aö seljast töiuvert. Og flest bendir einnig til þess,að vinsældir Júdasar fari vaxandi aö sama skapi. Hljómsveitin Júdas, ásamt öll- um öörum hljómsveituin hérlend- is, féll mjög I skuggann fyrir vel- gengni Pelican á siöasta ári, enda hafa vinsældireinnar hljoinsveitar hérlendis tæpast veriö svo gifur- legar fyrr né siöar. En nú viröist mesti kúfurinn vera farinn af, og þá velta menn þvi fyrir sér, hvaö muni koma næst. Hljómsveitin Hljómar hefur lagt upp laupana, ogsamkvæmtúrslitum kosningar- innar er þaö þá aöeins Júdas, sem er liklegur vinsældakandidat árs- ins 1975 og jafnframt eina hljóm- sveitin, sem getur hnikaö veldi Pelican. Nú má vera, aö Pelican hafi tromp I erminni þar sem er L.P. platan, sem hljómsveitin er aö ljúka viö um þessar mundir. En þar veröur sem sagt timinn aö skera úr um. Kveikja þessara skrifa var kvöldheimsókn þáttarins I klúbb á Keflavikurflugvelli, þar sem Júdas sá uin tónlistarflutning. I flestum klúbbunum á Vellinum rikir gjörólik skemmtana- menning en I veitingahúsum höf- uöborgarinnar. Og þaö veröur aö segjast eins og þaö er, aö hún er öllu þægilegri og skemmtilegri. Þaö, sem væntanlega gerir út- slagið, er aö þar sést ekki brenni- vinsþamb I likingu viö þaö, er tiökast á Islenskum veitingastöö- uin. Væntanlega hefur bjórinn sitt aö segja i þessu sambandi, en skiptir örugglega ekki megin- ínáli. En þarna gafst sem sagt tóm til þess aö hlusta á þaö, sem Júdas haföi upp á aö bjóöa. Júdas hefur náö undraveröum árangri á soul-sviöinu og er flutn- ingur hljómsveitarinnar á lögum, bæöi eftir sjálfa sig og aöra, mjög öruggur og „pottþéttur”. Meö- limir hljómsveitarinnar eru enn sem fyrr þeir Vignir Bergmann, Hrólfur Gunnarsson, Finnbogi Kjartansson og Magnús Kjart- ansson. Alveg nýveriö bættist svo 22 VIKAN 9. TBL, fimmti meölimurinn I hljómsveit- ina, Clyde Outhry, en hann er hálfislenskur. Clyde lék m.a. ineö Axel Einarssýni, þegar hann var I Bandarikjunum. Clyde leik- ur á gitar og flautu. Júdas hefur nú veriö starfandi samfleytt i rúmt. ár. En þaö er lengra siöan hljómsveitin kom fyrst fram opinberlega. Það var áriö 1969, þegar Júdas lék á dans- leik i Æskulýösheimilinu I Kefla- vik. Þá var hún skipuö þeim Magnúsi, Vigni, Finnboga og ólafi Júllussyni á trommur. ólaf- urliætti siöan eftir áriö, en Hrólf- ur tók sæti hans og hefur haldiö þvi siöan. Áriö 1971 hætti hljóm- sveitin störfum, þegar Magnús og Vignir gengu i Trúbrot sællar minningar. Þá gengu Finnbogi og Hrólfur I hljómsveitina Stein- blóm nokkru siöar og voru þar upp undir eitt ár. Þá var Trúbrot leyst upp, og Finnbogi.Hrólfurog Vignirfóru aö vinna aö gerö L.P. plötu Magnúsar, Clockworking Cosmic Spirits, sem svovarhljóö- rituö I London i júli 1973. Eins og áöur sagöi, komust þeir félagar þá fyrst i kynni viö soul-músikina. Þá var einnig tékin sú ákvöröun, aö hljömsveitin Júdas skildi end- urreist og rekin sem slik. A þvi eina og hálfa ári, sem lið- iö er siöan, hefur Júdas nánast stundaö undirbúningsstarfseini. Mikill hluti tekna hljómsveitar- innar hefur fariö I þaö aö byggja upp tækjakost hennar. Er nú svo komiö, aö meölimir hljómsveit- arinnar eiga tæki upp á 2.3 millj- ónir króna. Veröur væntanlega næsta hlutverk hljómsveitarinnar EDVARD SVERRISSON 'W

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.