Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 24
Malcolm McDowell í Hinn brákaöi reyr. SVOLITIÐ .UM SJONVARP Hinn brákaði reyr. A laugardagskvöldiö, þann 1. mars, sýnir sjónvarpið bresku kvikmyndina Hinn brákaöi reyr (The Raging Moon), sem gerö er eftir samnefndri skáldsögu Pet- ers Marshall. I myndinni segir frá Bruce, sem er ungur og lífsglaöur maður, kvenhollur og hefur gam- an af aö skemmta sér. Jafnframt er hann hinn mesti iþróttagarpur. Bruce býr heima hjá foreldrum sinum. Þar kemur, aö Harold, bróöir Bruces, gengur i hjónaband og um sama leyti dynur ógæfan yfir. Þegar Bruce er á leið heim úr brúðkaupsveislunni, kiknar hann i hnjáliöunum. Hann gerir sér enga grein fyrir, hvers vegna hann getur ekki staöiö á fótunum, en viö læknisrannsókn kemur á daginn, aö hann hefur lamast, og honum eru gefnar litlar vonir um, aö hann geti gengiö framar. Bruce er komiö fyrir á hæli fyrir lamaða, en þar unir hann sér afskaplega illa i fyrstu. Bæöi gengur honum illa aö sætta sig viö oröinn hlut, og eins kann hann þvi illa, aö aörir vistmenn gera Itrekaöar tilraunir til þess aö kynnast honum, svo aö hann fær sjaldnast að vera einn og út af fyrir sig, eins og hann vill helst. A hælinu kynnist Bruce Jill, sem hefur veriö lömuö árum saman. Jill er heitbundin, en hún finnur, aö unnusti hennar er aö leita aö átyllu til þess aö rifta trú- lofuninni. Jill veröur ástfangin af Bruce og hann af henni, og þegar Jill hefur leyst unnusta sinn frá heitinu, upphefjast miklir sælu- dagar hjá þeim Jill og Bruce. Bruce hefur lengi dreymt um að veröa skáld og Jill hvetur hann til þess aö sinna ritstörfunum. Lorna og Ted 24 VIKAN 9. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.