Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 37

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 37
— Hefurðu séö Bryne? spuröi Sara strax. Hann hristi höfuðið. — En hér er annar maður, sem þú verður sennilega glöð yfir að hitta. Hann er að bera inn særða hermenn. Hann leiddi hana þangað sem tveir menn voru meö börur á milli sin og lyftu svo meövitundarlaus- um manni yfir á eina dýnuna. Philip klappaði á öxl annars mannsins. — Jæja, nú geturöu hitt konuna, sem ég hefi veriö aö segja þér frá, Will Nightingale, og hún er ekki einsömul. — Will! hrópaði Sara upp yfir sig. Grannvaxinn maður með hörgult hár sneri sér snögglega við og andlit hans var afmyndað af von og ótta. Will gat varla komið* upp nokkru hljóði. — Frú Garrett! Eru börnin með yður? Ég kom hingað til York, til að leita að Hönnu. Manning læknir hefur sagt mér aílt sem skeð hefur. Hvar eru börnin min? Ö! Jenny hafði rifið sig lausa frá Mary Ann og kom hlaupandi til Söru, en svo sá hún betur mann- inn, sem beygði sig niður með út- breiddan faðminn og þá geislaði litla andlitið af gleði. — Pabbi! hrópaði hún. Hann greip hana i faðm sér og kyssti hana, en tárin runnu niður kinnar hans. Sara, sem komst við sjalf, benti Mary Ann að koma meö Robbie. Will greip son sinn, grét og hló. En þessar samveru- stundir urðu stuttar. Maðurinn, sem hafði verið með Will, klapp- aði á öxl hans. — Þaö er ennþá einn vesalingur á vagninum, sagði hann. Will kinkaði kolli, kyssti bæði börnin og flýtti sér á eftir félaga sinum. Sara lét börnin verða eftir hjá Mary Ann og bretti sjálf upp ermarnar, leit síðan i kringum sig, til að sjá hvar hún gæti best orðið að liði. En Will var að hjálpa til að bera inn mann, sem var 1 sams konar einkennisbúningi og Bryne hafði borið. Sara sá þá og hljóp þangað. Þegar særði maðurinn leit við, spuröi hún: — Hefur þú séð Bryne Garrett? Hún gekk áfram með börunum. — Þekkirðu hann? — Hann var með mér, sagði liðsforinginn með erfiöismunum. — Þeir tóku mig en skildu hann eftir. Hann er þar ennþá. — Hvar var þessi maður? spurði Sara Will. — Það var bardagi um þing- húsið. Við tókum hann upp þar. Will var vandræðalegur. — Það voru ekki margir á lifi þar. — Ég ætla að fara með ykkur þangað! Hinn maðurinn hristi höfuðið. — Það var aðeins smárauf opin og kanarnir eru sennilega búnir að loka þeirri leið. Það er tilgangs- laust að reyna að komast þangað. Sara flýtti sér út úr kirkjunni, án þess að segja nokkurt orð. Handvagninn, sem þeir höfðu notað til að flytja særðu mennina, stóð fyrir utan. Hún greip um vagnkjálkana og lagði af stað, eins hratt og hun gat dregið vagn- inn. Hún ætlaði að finna Bryne, það gat ekkert stöðvað hana núna. Nú var hun þakklát fyrir það, hve vel hún þekktj skóginn, þvi að hún fann strax örmjóan stig, sem lá að þinghúsinu aftan frá. Hún hugleiddi ekki einu sinni hvað hún myndi taka til bragðs, ef hún mætti einhverjum ur óvinaliðinu. Hún var komin á opið svæði, þegar hún nálgaðist þinghúsið. Skothvellir kváðu við úr öllum áttum, en hún skeytti þvi ekki, nema með þvi að auka hraðann sem mest og hún komst alla leið, án þess að verða fyrir töfum. Bandarikjamenn héldu skot- hríðinni afrain í skjóli við trén, en hikuðu, þegar þeir sáu þessa hug- rökku konu, sem leitaði þarna meðal fallinna. Hún kjökraði meðan hún gekk frá manni til manns, en enginn þeirra var meö lifi. Burðarmönn- Við eigum að visu ekki svona stafi en við eigum allt annað sem skíða- maðurinn þarf. 4 SPORTVAL f Laugavegi 116, 1 sími 14390. Póstsendum _ samdægurs. unum hafði greinilega tekist að ná þeim sem liföu. Var hún of sein, til að bjarga lifi Brynes? — Komdu hingað, ástin! Rödd hans var veikburöa, en hún heyrði samt til hans. Sara snerist á hæl, en hún gat hvergi komið auga á hann. — Hvar ertu? kallaði hún og þrýsti höndunum að kinnum sér. Hann lét aftur heyra til sin og þá sá hún hann. Hann lá i blómabeði fast upp við þinghúsvegginn, en þangað hafði liann skreiöst, til að bjarga lifi sinu. Sara lagðist strax á kné við hliö hans. — Þú ert á lifi, ég er Vogar- merkiö 24. sept. — 23. okt. Þú skalt ekki láta það' á þig fá, þo að aörir séu sömu hæfileikum gæddir og þú ert sjálf- ur. Þessu er einu sinni svona farið og þvl verður ekki breytt. Þeir, sem snjallastir eru, eru ekki ætíö þeir hamingjusömustu. Dreka- merkio 24. okt. — 23. nóv. Láttu ekki fjárhags- áhyggjurnar ræna þig allri gleði. Það raknar úr þeim á ótrúlega góöan og fljótlegan hátt. Gefðu meiri gaum að hollráðum vina þinna en þú hefur gert að undanförnu. Bogmanns- merkið 23. nóv. — 21. des Bjartsýni þln hefur góö áhrif á þá, sem umgangast þig. Þó að ástvinir þinir séu ekki margmálir, þurfa þeir ekki að vera daprir. Láttu ekki llkamlegar þarfir ráða eins mikið yfir þér og þær hafa gert hingað til. Geitar- mt-rkio 22. des. — 20. jan. Meöfædd hæverska þtn hefur stundum svolttið annarleg áhrif og þú virðist stundum vera miklu þunglynd- ari en þil ert i raun og veru. Þetta hefur stundum svolitið nið- urdrepandi áhrif á þlna nánustu og þii ættir þvl að, reyna að vera svolitiö' bros- mildari. 21. jan. — 19. febr. Þú þarft aö syna fjöl- skyldu þinni meiri umhyggju. Hvernig væri að bjóða allri fjölskyldunni i kvik- myndahils um helg- ina? Það hefur meira að segja en þii heldur, að starf þitt gangi vel. Leggöu þig þess vegna meira fram á þeim vettvangi. 20. febr. — 20. marz Þessi vika verður þér einkar hagstæð og skemmtileg, bæði á vinnustað og á heimil- inu. Þii færð mikið hrós, sem þii átt skiliö, og það hvetur þig til dáða. 9. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.