Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 4
Mannkyninu fjölgar hraðar en nokkru sinni fyrr, eða i kringum 80 milljónir á ári. Og þeim fátæku fjölgar hraðast. Á undanförnum þrjátiu árum hefur indverjum fjölgað um helming — nú eru þeir 600 milljónir. Og mannfjölgunin er hraðari en tækni- framfarirnar. Kalkútta, stærsta borg Indlands, er orðin eitt allsherjar fátækrahverfi. Áður var hún blómleg verslunarborg. Kalkútta er uggvænlegur fyrirboði. Fer eins fyrir öðrum hlutum heimsins? Eymdin i Kalkútta er ekki vanaleg eymd þriðja heimsins. Kalkútta er ekki vanþróuð. Kal- kútta hefur orðið fyrir eins konar sprengingu. Borgin er orðin stærsta fátækrahverfi heimsins. Enginn hluti borgarinnar hefur sloppið. Einhvern tima hefur Central Avenue sennilega haft vissa töfra. Þá var gatan miðstöð indlandsverslunarinnar, og við hana stóðu sex til sjö hæða ibúð- arhús og skrifstofuhúsnæði. Þar voru veitingahús, testofur og verslanir. Þá rikti þar borgarlif, eins konar blendingur af Shang- hai og London. Nú er eins og strið hafi geisað i Central Avenue. Húsin eru að grotna niður, veggirnir eru máðir af óteljandi monsúnrigningum, og múrhúðunin er öll skellótt. Viðurinn er fúinn og járnið ryðg- að. Gangstéttimar sjást varla fyrir óhreinindum, og sorptunn- urnar hafa ekki verið tæmdar ár- um saman. í skolpræsunum er óglæsilegt um að litast, og þar hafast rotturnar við. Það er að- eins hinum heimilislausu að þakka, að borgin sekkur ekki i sorpi. Þeir hirða tómu niðursuðu- dósirnar, pappirsrifrildin og mat- arafgangana, og kyrnar éta og drekka úr skolpræsunum. Kýrnar og fátæklingarnir eru tengd órjúfandi böndum. Að visu eru kýrnar i eigu hinna riku, og engir mega mjólka þær nema eig- endurnir, en fátækiingarnir hirða dillurnar úr þeim og nota til að hita upp niðursuðudósirnar með matarafgöngunum. A næturnar hafast þeir við undir berum himni, og á hverju ári bætist hálf milljón manna i hópinn. „Kalkútta er annað orð yfir klám”, sagði enski rithöfundur- inn Geoffrey Moorhouse, sem skrifaði bók um borgina fyrir nokkrum árum. Tölur: 1 Kalkútta búa niu til tiu milljónir manna. A hverjum hektara hafast við i kringum 400 manns. Til samanburðar má geta þess, að i Berlin búa 44 á hverjum hektara, og i Reykjavik búa fimm á hverjum hektara, og er þó að- eins miðað við byggt svæði á landi höfuðborgar lslands. Byggju allir ibúar Kalkútta i húsum, yrðu tvær fjölskyldur um hvert her- bergi. Vatnslagnir eru aðeins á tiunda hluta borgarsvæðisins, og jafnvel i þeim hlutum borgarinnar er ekki vatn að hafa á öllum árstim- um,og sjaldnast allan sólarhring- inn. Um holræsi er ekki að ræða, nema i miðborginni, og þau hafa ekki verið endurbætt siðan þau voru lögð fyrir niutiu árum. 30 prósent vinnufærra manna i Kalkútta eru atvinnulausir, og önnur þrjátiu prósent hafa. ekki fasta vinnu. 4.000.- krónur þykja góð mánaðarlaun. Þrjár milljónir ibúanna eru húsnæðislausar, eða búa i hús- næði, sem hið opinbera telur óibúoarhæft. Sé tekið mið af evrópskum borgum, dæmist Central Avenue vera fátækrahverfi. En hið opin- bera telur aðeins verstu úthverfi borgarinnar til fátækrahverfa. Þar eru hin svokölluðu Bustee. Busteein eru i einkaeign. Land- eigandinn hefur reist þar bragga og leigir þá fyrir 100 til 200 krónur fermetrann. Mörg Bustee eru tiltölulega litil og þar búa ekki nema nokkur þús- und manns, en önnur eru stærri og ibúaf jöldinn þar er viðlika og i evrópskum smáborgum. 1 flest- um Busteeum er engin vatnslögn, engin holræsi og engin sorp- hreinsun. Þegar monsúninn blæs, Kalkutta STÆRSTA FÁTÆK R/ 4 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.