Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 6
verður oft hnédjúpt vatn í Kal- kútta, og þá fljóta alls konar ó- hreinindi og úrgangur um allt. Dr. Mukherjee er farsóttalækn- ir. Hann starfar meðal annars i þægilegu Bustee, þar sem kofarn- ir eru úr tigulsteini með góðum þökum. t miðju Busteeinu er steinþró, þaðan sem skolpiö renn- ur i opnum, en steyptum rennum. Þama búa 2000 manns. t þessu Bustee er meira að segja vatns- dæla, og við hana standa konur og börn i biðröðum með vatnsilátin sin. Hvernig stendur á þvi, að kól- era hefur ekki fyrir löngu gert út af við alla ibúana þarna? „Með- fætt ónæmi”, segir læknirinn. „Evrópubúar myndu deyja 'hér eftir viku til hálfan mánuð. Auk þess er fólkið ekki eins hraust og það synist vera. Margir eru með alls konar sjúkdóma, sem riða þeim að fullu við minnsta áfall. En við reynum að fylgjast með farsóttunum. Næringarskortur- inn er qrfiðari viðfangs. Hárafar barnanna ber honum ófagurt vitni. Vitaminskorturiryj leynir sér ekki. Þau þyrftu öll að fá B 6 sprautur.” Þó eru jafnvel aumustu Bustee- in skárri en eymdarhverfin, sem ekki verður með orðum lyst. Bú- staöirnir þar eru áþekkastir hundakofum, og flestir eru þeir byggðir úr pappakössum og tuskudruslum. Fæstir eru þeir stærri en svo, að einn maður get- ur með naumindum skriðið inn i þá. Þessi hundakofahverfi eru alls staðar. Þau eru i miðborginni, á árbökkum og skurðbökkum, alls staðar, þar sem fáeinir metrar lands eru auðir. A Nimtola-Ghat, þar sem hindúar brenna hina dauðu, hafa nokkúr hundruð fjölskyldur kom- iö sér fyrir i pappakössum. Þær blða eigin dauða i reykjarmekk- inum af likbrennslunni. Þó er pappakassabúskapur ekki dýpsta stig eymdarinnar. Enn aumari eru gangstéttabú- arnir, sem ekkert eiga, ekki einu sinni pappaþak yfir höfuðið. Þeir lifa og deyja á götunum. Gangstéttabúar hafa alltaf ver- ið til I Kalkútta, en aldrei jafn- margir og nú. Samkvæmt opin- berum skyrslum eru þeir i kring- um 30.000, en enginn hefur nokkru sinni talið þá, og þeir eru að minnsta kosti helmingi fleiri. Gangstéttabúarnir halda hóp- inn nokkrir saman, þetta frá 10 og upp i 20 fjölskyldur i hóp. Þeir hafa fastan stað á götunum, og flestir hafast þeir við i miðborg- inni, þvi að þar er einstaka sinn- um hægt að verða sér úti um nokkrar rúpiur. Börnin betla, konurnar safna úrgangi, og mennirnir fá einstaka sinnum vinnu dagstund og dagstund. A nætumar liggja gangstétta- búarnir á götunum. Sumir þeirra hafa einhverjar teppisdruslur til að breiða ofan á sig, en þeir fá- tækustu fara út tötraiegum lörf- um sinum til þess að vefja þeim utan um börnin sin. Hvers vegna er ástandið svona i Kalkútta? Staðsetning hennar i óshólmum Ganges er afskaplega óheppileg. Robert Clive, sem gerði hana að höfuðborg Breska- Indlands árið 1764, kallaði hana „versta stað á jarðriki”. Þegar englendingar fluttu stjórnarsetrið til Nýju-Delhi árið 1912, varð Kal- kútta fyrir miklu áfalli. Arið 1947 varð hún fyrir enn meira áfalli, þegar Bengalskaganum var skipt, og Kalkútta var rétt vestan landamæra A- Pakistans (nú Bangla-desh) og Indlands. Það varð til þess, að milljónir hindúiskra flóttamanna úr A-Pakistan streymdu til borg- arinnar, og siöan hefur hún ekki borið sitt barr. Svona er ástandið i Kalkútta oft útskýrt, en auðvitað er þetta eng- in skýring. Næstum þrir áratúgir eru liðnir siðan flóttamenn frá A- Pakistan streymdu til borgarinn- ar, og þófer eymdin þar ætið vax- andi, og fólkinu fjölgar með geig- vænlegum hraða. „Þegar ég var hér við nám fyr- ir fimmtán árum”, segir dr. Muk herjee farsóttalæknir, „var hérna gata, sem við læknastúdentarnir vorum vanir áð ganga okkur til skemmtunar siðdegis. Hún heitir Chowringhi og var fallegasta gat- an i borginni. Nú liggur við, að lifshættulegt sé að ganga þar um vegna manngrúans. Mér brá hræðilega að sjá eftirlætisgötuna mina fulla af fátæklingum, þegar ég kom heim frá tiu ára dvöl i London.” Þessi endalausi straumur fólks til borgarinnar er ein ástæðan til þess, hve ástandið þar er slæmt. Þangað sækir fólk úr öllum yfir- fullu þorpunum i Austur-Indlandi. Kalkútta er höfuðborg Vestur- Bengals, en i þvi fylki hefur ibú- unum fjöigað um helming á ein- um mannsaldri — úr 25 milljón- um i 50. Átta tiundu hlutar þessa fólks er það, sem kallað er land- búnaðarverkamenn i opinberum skýrslum. Þetta fólk er gersam- lega eignalaust, húsnæðislaust og atvinnulaust, og hungurvofan vofir stöðugt yfir þvi — þó að óviða i heiminum sé ræktað eins mikið af hrisgrjónum og i Bengal. Mikill fjöldi þessa fólks deyr á hverju ári. Og það streymir ti) borgarinnar. 1 Kalkútta lifa alltaf einhverjir af. Og hringurinn snýst stöðugt hraðar. Eftir þvi sem eymdin i Kalkútta vex, fækkar iðnaðarfyr- irtækjum þar, og eftir þvi er iðn aðarfyrirtækjunum fækkar, vex eymdin og neyðin. Enginn leggur lengur fé i framkvæmdir i Kal- kútta. Fyrirtækjum þar fækkar. Erlend flugfélög, að British Air- ways undanskildu, lenda ekki lengurá Dum-Dum flugvelli. Kal- kútta er að missa flugsamband við umheiminn. Einhvers staðar i myrkviði borgarinnar er skipulagsskrif- stofa, Calcutta Metropolitan VIÐ GÖTUR EINS OG ÞESSA BÝR MIÐSTÉTT- ARFÓLKIÐ. ÞETTA ER SEMSÉ EKKI FÁ- TÆKRAHVERFI. Planning Organisation. Stór bygging i niðurniðslu. Gólfin hafa ekki verið þvegin árum saman, fyrir löngu er hætt að loga á lömpunum, og simarnir hringja ekki lengur. A skrifborðunum standa hlaðar af óskiffuðum papp ir. Á einum veggnum hangir skilti, eins og meistari Fellini hefði hengt það þar til notkunar i einni af sinum súrrealistisku kvikmyndum. Það e.r þakið flugnaskit, og á þvi stendur: Skipulaginu verður að halda áfram. Þarna er að finna aðalskipu- lagsstjóra Kalkútta, Chinmoy Mozumder, vingjarnlegan mann um fertugt. Hann stundaði nám i Englandi og hefur starfað i Ame- riku. Hann veit, að allar tilraunir til að snúa þróuninni i Indlandi við hafa mistekist. „Á siðasta ári tókst okkur að útvega 40.000 manns vinnu, en á þessu ári hafa 50.000 nýir atvinnuleysingjar bæst i hópinn. Vandamál borgar- innar verða ekki leyst hér. Þau verður ao leysa úti á landsbyggð- inni.” Ökunnugum veitist erfitt að skilja, að fólkið á gangstéttunum i Kalkútta hafi það betra þar en i þorpunum, sem það kom frá. Mozumder svarar þessu til: „Það er ekki um þaö að ræða að hafa það betra. Það er um það að ræða að komast lifs af.” 1 Kalkútta -viðgengst matar- skömmtun. Skammturinn á mann á viku er 500 grömm af hrisgrjón- um, 1500 grömm af mjöli, 250 grömm af sykri. Framan við skömmtunarbúðir hins opinbera standa langar raðir af fólki. Á gangstéttarbrúnunum sitja konur á hækjum sér, og við hlið sér hafa þær litlar hrisgrjóna- hrúgur. Þetta er svarti mark- aðurinn,sem hið opinbera skiptir sér ekki af. En ennþá má finna auðævi og rikidæmi i Kalkútta. Til dæmis i Tolygungeklúbbnum, þar sem er golfvöllur, kappreiðabrautir og sundlaug, og þar sem þjónar ganga um beina, þjálfaðir i að hlýða minnstu bendingu. Ekki er siður glæsilegt um að litast i Konunglega klúbbnum i Kalkútta (Royal Calcutta Turf 6 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.