Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 12
KindaSæmi Smásaga eftir Sigurð Hreiðar. Kinda-Sæmi kom fyrst auga á drossiuna, þegar hún kom fyrir holtiö neöan frá bænum. Hann veitti henni enga sérstaka at- hygli. Þeir voru svo margir, sem héldu upp i mörkina fyrir ofan á góöviðrisdögum sem þessum. Þaö var ekki fyrr en drossian beygöi út á slóðina heim aö kofan- um hans Kinda-Sæma, aö hún fór aö veröa athyglisverð. Rétt ofan viö afleggjarann stöövaöi maöurinn drossiuna og steig út. Hann gekk ofan að lygna hylnum i ánni og stóö þar lengi. Hann stóö þar allan timann, sem Sæmi var aö ljúka viö aö skafa grindurnar og stakka þeim upp sunnan undír kofanum. Svo fór maöurinn aö róta upp steinum uppi undir baröinu og kasta þeim út á lygnuna. Siðan beygði hann sig og dýföi hendinni i vatnið, dró hana upp úr aftur, hristi af henni og strauk henni upp rassinn. Svo hélt hann áfram að rifa upp steina, en kastaði þeim ekki út i, heldur raöaði þeim á árbakkann. Þegar komin var bærileg dys, hætti maðurinn og lagðist stund- arkorn upp i móann. Sæmi stóð kyrr i miðjum flekknum með hrifuna i heyinu og horfði á drossiuna. Maðurinn ók henni upp fyrir álfaborgina, þar út af stignum og allgreitt fram að klettabrúninni. Ætlar manntötriö aö keyra fram af, hugsaði Sæmi og tók fastar um hrifuskaftið. En maðurinn stöðvaði bilinn rétt of- an við hengiflugið. Góða stund gerðist ekkert, og Sæmi tók aftur til við að rif ja flekkinn. Loks var drossiunni ekið hægt afturábak upp á stiginn. Sæmi lauk við flekkinn, gekk heim aö kofanum og reisti hrlfuna upp við hann. Svo tók hann orfið og sló ljáinn fram úr. Þaö var komið mál til aö leggja hann á. Reiðilegt urr heyrðist frá drossiunni, þegar hún var rifin illskulega af stað upp stiginn i átt- ina að kofanum. Moldbrúnn mökkur hrannaðist aftur undan he.nni og hún dúaði i holunum. Hana, nú ætlar hann að mölva fyrir mér hliðgrindina, hugsaði Kinda-Sæmi, en þess i stað var bilnum vikið óvægilega út á grundina hjá hliðinu og stöðvaður með rykk. Maðurinn kom út, vippaði sér yfir hliðiö og gekk rösklega upp hólinn. Sæmi settist klofvega á hverfi- steininn og virti fyrir sér eggina á ljánum. Hún var ekki skörðótt, en oröin nærri ávöl. Þurrkurinn fer illa með bitið. Hann steig hverfi- steininn af stað. Vatnið dróst upp með snúningnum og ýrðist undan andvaranum fram yfir hálfa dekkið, sem Sæmi hafði vatnið i. Maðurinn nam staðar fyrir fram- an hverfisteininn og vatnið gerði dökka bletti á ljósu buxurnar hans. — Þú varst að horfa á mig, sagði maðurinn hörkulega. — O, maður horfir viða, ansaöi Sæmi. — Getur maður hvergi fengið að vera i friði? spurði maðurinn. — Ekki var ég að abbast upp á þig, sosum. Maðurinn hvolfdi við tómu vatnsfötunni og settist á botninn á henni. Sæmi hélt áfram að leggja ljáinn á. Loks sagði maðurinn: — Nei, þú varst ekki að abbast upp á mig. Þú ert liklega sá eini, sem ekki abbast upp á mig. Allir aörir abbast upp á mig. Ég ætla að drepa mig. — Á, sagði Sæmi. — Þaö er ekki hægt aö lifa svona lifi, sagði maðurinn. Sæmi beið. Maöurinn þagði. — Jæja, sagði Sæmi. — Ég ætlaði að binda stein um hálsinn á mér og kasta mér i hyl- inn, sagði maðurinn. Þá sá ég, að þú varst að góna á mig, og vissi að þú myndir koma þjótandi og bjarga mér. Svo ætlaði ég aö keyra fram af klettinum, þvi þá heföir þú ekki getaö bjargað mér. Sæmi stöövaöi hverfisteininn og strauk blautt svarfiö af egginni. — Hvers vegna hættirðu við þaö? spurði hann svo. Maöurinn hikaði en svaraöi svo: — Mér fannst það illa gert gagnvart þér. — Á. Ekki á ég landið þar. — Og svo var það billinn. Þótt maður vilji drepa sig, er ekki réttlátt aö eyöileggja glænýjan Benz. — Já, þetta er fallegur bill, sagði Sæmi. — Ég á nú bara reið- hjólið mitt. — Átt þú ekki landið hjá klett- unum? spurði maðurinn. — Ég hélt það heföi allt verið i Hólkots- landi. — Og það er nú sosum búiö að sniða og tálga utan af þessu. Kot- ið var nú aldrei stórt, en minna er það orðið. Ég hef bara þetta, sem er hérna innan girðingar. Bærinn hefur allt hitt. — Þú ert með fé hérna. — Ja, ég er svona að dudda hérna við nokkrar skjátur. — Hvað ertu með margt? — Kofinn sá arna rúmar eitt- hvað um fimmtiu. — Má ég skoða inn i hann? — Engum hef ég sosum bannað það, sem beðið hefur. Maðurinn reis upp og gekk að kofadyrunum. Kinda-Sæmi sté af hverfisteininum og sló ljáinn i orfið aftur. Maðurinn kom aftur út úr kofanum. — Ferðu alltaf á milli til að sinna fénu? spurði hann. — Já. — Ertu ekki myrkfælinn hérna i myrkrinu aleinn á veturna? — O ég er sosum aldrei einn, þegar féð er við hús. — Ef ég hengdi mig hérna i kof- anum þinum, værirðu þá ekki hræddur um, að ég gengi aftur? — Ætli það. Það gengur enginn aftur nú oröið. Þaö er vist ekki I tisku lengur. — Þaö væri ábyggilega betra. — M ganga aftur? — Nei, að hengja sig hér heldur en að drekkja sér þarna niðri frá eða keyra fram af klettinum. Maður er dauður eftir andartaks- stund, ef maður hengir sig. Og engin leiö að bjarga manni, ef maður er ekki skorinn niður svo að segja strax. t vatni er maður lengi að lemjast um, og svo er það drepandi kalt. Og þaö er ekki vist maður drepist strax, ef maður keyrir fram af klettum. Kannski slasast maöur bara voðalega, en lifir allt af. — Margt veist þú, maður minn, sagði Sæmi. — Má ég hengja mig i kofanum þinum? spuröi maöurinn. — Og ég geri nú hvorki að leyfa þaö né banna, svaraöi Sæmi. — Þótt ég bannaði þaö, gætirðu bara komiö, þegar ég er farinn, og gert 12 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.