Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 14
ER EKKI ÖLL MANNKYNSSAG- AN KARLASAGA? Rætt við önnu Sigurðardóttur um kvennasögusafn, jafnréttismál og fleira. „Hvers Vegna Kvennasögu- safn? Hvers vegna ekki alveg eins karlasögusafn?” spurði margur karlinn, þegar það spurð- ist, að á fyrsta degi kvennaársins hefði kvennasögusafn lslands veriö stofnað i Reykjavik. — Karlasögusafn... endurtók Anna Sigurðardóttir, þegar ég spuröi hana þessarar spurningar i hósakynnum safnsins á heimili hennar við Hjarðarhaga. — Er ekki öll mannkynssagan karla- saga? Saga, sem karlmenn hafa skrifað, um karlmenn og fyrir karlmenn. lslandssagan, sem börnin læra, er öll um karlmenn, nema hvað frásagnir eru um nokkrar skapstórar konur þeim áhangandi, t.d.: Kona Gunnarsá Hliöarenda hét Hallgeröur. Höf- undarnir sýna með þvi, hvert mat þeirra er á störfum og framlagi kvenna til þjóðfélagsins. Ein- hverjirkárlmenn voru að tala um það nýlega, þegar spurðist, að stofnað hefði verið kvénnasögu- safn, að setja þyrftí' á stofn kvennamanna sögusafn.Þeirverða sjálfir að hafa frUmkvæöi um þessháttar „karlréttindamál”!! Af þessum ummælum gætu sumir haldið, að Anna væri hlynnt þvi aö karlar væru sér i hóp með sfn áhuga- og hagsmunamál og konur með sin. En þvi fer fjarri. HUn er einmitt mjög hlynnt þvi aö konur og karlar starfi sem mest saman á öllum sviðum þjóðfé- lagsins og séu saman i félags- starfsemi, til dæmis pólitiskum félögum. — Ég er á móti þvi, að konur séu i sérstökum pólitiskum félög- um, segir hún. — Konur og karlar eiga aö starfa saman að félags- máium, en innan félaganna gætu aftur á móti verið litlir hópar karla, kvenna og beggja kynja, sem ræddu einstök mál, æfðu sig i ræðumennsku og fengju kennslu i einstökum málaflokkum. — Finnst þér þá að leggja eigi kvenfélög niður? — Nei, það er alls ekki tima- bært ennþá að leggja kvenfélögin sem slík niöur. Þaö verður aö koma smám saman. Við verðum að lita á þá staðreynd, aö konur, sem oft eru óframfærnar, njóta sin vel i kvenfélögunum — og hafa þar komið fram ýmsum málum, sem annars heföu ekki náðst fram á jafn skömmum tima. Kvenrétt- indafélag lslands, sem stofnað varárið 1907, hafði m.a. að mark- miði að berjast fyrir kosninga- rétti kvenna. Þvi marki var náð árið 1915 fyrir konur, sem komnar voru yfir fertugt, en 1920 fengu konur og hjú full stjórn- máiaréttindi að lögum. Þá héldu margir, að allt væri fengið i kven- réttindabaráttunni og sambands- deildir Kvenréttindafélags ís- lands úti á landi lögðust niöur. — En Briet Bjarnhéðinsdóttir sá lengra fram I timann. Hún geröi sér fulla grein fyrir þvi, að alltaf taka við ný og ný mál, sem berjast þarf fyrir, svo sem glöggt má sjá I Kvennablaðinu árið 1916 i ávarpi til Kvenréttindafélagsins (og birt er i 40 ára afmælisriti þess 1947): „Allar framfarir byggjast á hugsjónum. Hugsjón félags okkar er fullkomið jafnrétti karla og kvenna, bæði að lögum og fram- kvæmd, og fullkominn þroski kvenna til að standa i öllum þeim óliku stöðum, sem best mætti verða. Þessar hugsjónir eru það takmark, sem við erum að keppa aö. En gætið þess, að þvi lengra sem mennirnir komast í full- komnun og þroska, þvi meira hækka þeir kröfurnar. Þær hugsjónir, sem við í fyrstu stefndum að, þegar við hófum fé- lagsskap okkar, eru að sumu leyti uppfylltar. Byrjunarskilyrðin fyrir þroska islenskra kvenna eru fengin. En langt er eftir, að aðal- takmarkinu sé náð. Sú hugsjón er eins og sjóndeildarhringurinn: Þvi lengra sem viö göngum, þvi fjær sýnist hann. Þegar'við stönd- um I lágri dæld, þá sýnist okkur skammt þangaö, sem himinn og jörð ber saman, ysta rönd sjón- deildarhringsins sýnist þá rétt fyrir framan okkur. En göngum við upp á hátt fjall, þar sem ekk- ert skyggir fyrir útsýniö, þá verð- ur sjóndeildarhringurinn óendan- lega viður og f jarri. Þannig er þvi farið með hugsjónirnar. Þær standa aldrei i stað. 1 þvi eru framfarirnar fólgnar, koma þeim i framkvæmd, vaxa með þeim og yfir þær og eignast aðrar nýjar, ennþá viðtækari, fegurri og há- leitari. Þaö er þetta, sem við veröum að skilja og vinna að á komandi timum...” — Eftir að konur fengu kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis vildu þær minnast þeirra réttar- bóta á einhvern hátt, sem yrði is- lensku þjóðinni til gagns. Þær ákváðu að beita sér fyrir bygg- ingu landspitala og tóku að safna fé. Landspitalinn hefði áreiðan- lega ekki komist upp svo fljótt sem raun varð á, ef konurnar hefðu ekki verið driffjöðurin. — Árið 1969 beittu kvennasamtök sér fyrir fjársöfnun til þess aö reka á eftir aö byggð væri nú kvensjúkdóma- og fæðingadeild við Landspitalann. — Finnst þér, að starf þitt i Kvenréttindafélaginu samræmist þeirri skoðun þinni, að karlar og konur eigi að vinna saman i fé- lagsmálum? — Kvenréttindafélag — félag, sem berst fyrir jafnrétti karla og kvenna i hvivetna, á ekki að vera eingöngu félag kvenna. 1 kven- réttindafélögum i Noregi og Dan- mörku hafa karlmenn verið frá upphafi. Það var samþykkt árið 1972, að karlmenn mættu vera i Artalaskráin, sem Anna hefur tekið saman er fróðleg lesning og skemmtileg. Þar má meðal annars sjá, að 90 ár eru liðin frá þvi kona skrifaöi fyrstu blaða- greinina á islandi, cn það var Briet Bjarnhéðinsdóttir, sem skrifaði i Fjallkonuna 5. júni 1885. Ari siðar er gefin út til- skipun „um rétt kvenna til aö ganga undir próf hins lærða skóla I Reykjavfk, prestaskól- ans og læknaskólans og til að njóta kennslu I þeim siðartöldu skóium”. Með þessum lögum geta konur gengið undir árspróf 4. bekkjar lærða skólans og eins burtfararpróf skólans meö sömu skilyrðum og lærisveinar, sem lært hafa utan skóla. Arið 1890 gengur ólafia Jóhannesdóttir undir fjórða- bekkjarpróf I Latinuskólanum. Var henni fyrst synjaö um það, þrátt fyrir lögin frá 1886. Hún sótti um að taka stúdentspróf eftir eitt ár, en var synjað um það. Nafn hennar finnst þó ekki i skólaskýrslum hins lærða skóla, ségir i skránni. 1 ártalaskránni er vitnað i heimildir og varðandi ólafiu er m.a. vitnað I minningar hennar. Þær eru I kvennasögusafninu, og til gamans flettum við upp nokkru af þvi sem hún scgir um viðskipti sin við lærða skólann fyrir hálfum niunda áratug: „Þegar frænka haföi verið eitt ár heima, afréð ég að lesa skólalærdóminn ofe ljúka prófi i Latinuskólanum. Það var Einar Bencdiktsson frændi minn, sem taldi frænku á að láta mig nota timann til þess. Hún var þá, eins og jafnan, fús til þess að stuðla að þvi, að ég fengi að gera það, sem mig langaði til og væri fær um. Ég veit ekki, hvort mig iangaði i raun og veru tii að læra. t raun og veru hafði ég ekki sett mér neitt takmark; ég hafði alltaf nóg að starfa og hugsa, en úr þvi að frænka vildi 14 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.