Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 19
frostnóttum. Neöst i dalnum voru mýrarsund og féö varö rautt á kviönum og upp á siöur. Þetta var mjög litill dalur og varla nema hvammur. Túniö var grænt á sumrin og þokkalega þýft, en meö mosa i rótinni viöa. Grösin voru á bragöiö eins og himininn og bæjarhúsin voru þröng. 1 mótsögn við gróöurmikiö landiö var það, aö i Græna-Seli gat enginn búiö. Jöröin kom ekki undan snjó fyrr en á miöju sumri * og sökk svo aftur I fyrstu snjóum á haustin. Þetta var rjúpnaland, en ekki fyrir manneskjur og fé. Túniö var svo litið, aö * heyfengur var svo til enginn. Grasiö náöi engum þroska milli snjóa. Aörar slægjur voru ekki teijandi, aöeins fáeinir pokar af finnungi, akrafaxgresi og vatns- nál. Skepnur og fé fóru I hús i Græna-Seli snemma um haustiö og á vorin varð að draga kúna meðvitundarlausa á segli út úr f jósinu og bera þaö fé sem liföi út i voriö og slita upp meö berum höndunum beitilyng og bjöllu handa þvi til að éta. Mest af þvi át ekki og augun sprungu. Elias haföi oft um veturinn fariö viösjárveröar feröir til aö grafa upp hris og mosa handa fénu, sem var byrjað aö boröa ullina hvert af öðru, en þaö var ekki til neins og féö féll um voriö. Græna-Sel var gildra. Maðurinn sem byggöi honum jörðina haföi sagt honum þetta allt. Sagt honum hvernig þeir höföu gefist upp einn af öörum, eftir eitt ár eða tvö. Aöur gátu menn búiö i Græna-Seli ár eftir ár, hvernig sem á þvi hefur staöiö. Þetta var snjókista. Elias haföi samt slegiö til og konan haföi komiö gangandi meö lifandi blóm i fanginu og haföi haldiö um lifræturnar alla leiðina. Annað hafði hún ekki meðferöis, nema það sem hún stóð i og þaö sem hún hafði i augunum og nú var búskapurinn i Græna-Seli með svipuðum um- merkjum i huga hans og sex ára kaupstaðarferðin, sem hófst um haustið eftir voriö, sem hann bar út dautt fé. Eliasi var strax vel tekiö fyrir austan, i Hreppum og ölveri. Arnesingar kunnu að meta morðingja, annað varö ekki sagt um þá. Vatnið og brauðið haföi hreinsað burt veisluna miklu og i staö þess aö verða máttfarinn og refsifangalegur i sálinni, haföi hann hjarnaö viö i fangelsi bæjar- fógetans. Hann kom hinn brattasti úr vistinni. Konur höfðu ekki gleymt Eliasi i fangelsinu og viku aö honum góðu eftir að skyggja tók og vöröurinn var háttaður fyrir ofan konuna. Eftir það gátu menn gengiö um fangelsið eins og þeim sýndist, án þess aö fangelsis- hjónin rumskuðu. Menn komu 'og fóru i grjótið, en fangar sátu á fletum sinum, þegar dagaði. Fangavistin hafði samt þau áhrif á Elias, aö hann yfirgaf Reykjavik, þegar hann var tekinn af vatninu og brauðinu aftur. Eitt og annaö óþægilegt gat skeð. Hann hafði að visu ekki drepið neinn — eöa var það? En hann grunaði samt fógetann um að reyna aö koma sér upp moröingja strax og hann hefði yfir liki að ráða. Og þá lá hann beinast við. Hann haföi samt ekki brevtt fáránlegum framburöi sinum, þvi það sem satt var fyrir austan i dag, var lika satt i fyrradag og yröi það aftur á morgun. Og þá lá hann beinast viö. Aldrei hafði hann farið dagavillt. Um kellingar i Reykjavik mátti einu gilda. 12. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.