Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 25
Hallgrimur Jónasson. og flutt þannig frá Akureyri að brúarstæðinu. Þegar leið á sumarið, komu smiðirnir. Þeir voru allir frá Akureyri. Yfirsmiður hét Bjarni Éinarsson. Þeir voru 6 talsins að mig minnir — og sváfu i tjaldi. Foreldrar minir tóku að sér að selja þeim fæði. Það var þeim fært daglega. Til þess voru elstu systkini min höfð oftast nær. Voru þau send einu sinni á dag. Einn sunnudag fékk ég að fara meö föður minum, er hann færði þeim miðdegisverðinn. Það fannst mér mikið ævintýri, enn dýrölegra en fara i kirkju, þvi þar sem ég var bæklaður á fæti, þótti ég litt fær til feröalaga. Tjaldiö stóð á sléttri grasflöt undir grónum bakka. Breiður planki iá um það þvert i hnéhæð, felldur á staura, sem niöur voru reknir i grundina. Innan hans var flatsæng þeirra og útbúnaður. Bjarni skipti matnum i jafn marga staði og þeir voru. Þvi næst gekk einn þeirra út og sneri baki að tjalddyrum. Þá hófst á- kvörðun um þaö, hvaöa skammt hver fengi. Bjarni benti með smá stöng á einn diskinn og spuröi: „Hver á að fá þennan disk?” og svo áfram, þar til sá, er út gekk, haföi nefnt alla og þeirra hlut. Allt þótti mér þetta nýstárlegt og merkilegt. Þaö heyrði ég sagt, að þessi brú yrði svo gerö, að hún gæti ekki fokiö, en langæ varð hún samt ekki, hvað sem oíli, senni- lega fúi. Henni var lokið seint i ágúst eöa fyrri hluta september. Kvöldið, sem smiöirnir luku verki sinu að fullu og yfirgáfu bækistöðvar sin- ar, komu þeir heim til okkar og báöust gistingar. Þeir höfðu raunar komiö laust eftir miðjan dag — og þótti vel hlýða að halda ofurlitið upp á daginn og kvöldiö. Höfðu þeir aflað sér einhverra vinfanga og voru góðglaðir. Samt var þaö allt i stakasta hófi. Gleðin yfir loknu stórþarfaverki var eölileg. Nú þurfti enginn að berjast við ólgandi löðurstrengi árinnar á einni fjölförnustu þjóð- leið Noröurlands. Krókurinn inn á brúna tók ríðandi menn um það bil hálfa klukkustund inn á brúna og út á þjóðveginn i heiðarsporð- inum. Þennan dag fór faðir minn ofan I sveit i þeim erindum að útvega smiðunum hesta til Akureyrar. Auk reiðhesta þurfti aðra undir farangur þeirra og útbúnað. Sex hesta skyldi hann útvega auk þeirra, sem heimiliö gat I té látið. Um svipaö leyti og smiðina bar aö garöi kom nágranni okkar einn aö Fremrikotum sem oftar. Þetta var roskinn maður, að þessu sinni Valagiliö uppi undir heiði. Ljósm. Grétar Eirlksson. dálitiö kenndur og all kumpánleg- ur við Eyfirðingana. Ég man, hvaö mér fannst skrftiö, er hann spurði Bjarna Einarsson dálitið drýgindalega: „Ert þú nú yfir- trekkjarinn?” Það var i rökkurbyrjun, sem faðir minn kom neðan úr sveitinni meö hestana. En honum haföi ekki tekist að fá nema fimm. Einn vantaöi i töluna, og varö nú ekki séð í svipinn , hvernig úr yrði bætt. Svo leiö á kvöldið. Gestirnir höföu lokið viö að boröa, og menn voru hressir og glaðir. Móöir min tók að búa þeim svefnpláss og raöa þeim niður i baðstofuna. Loks kom aö þvi að visa þeim til sængur. Þá fannst ekki einn maö- urinn. Leitað var um allan bæinn, þá umhverfis hann, jafnvel i úti- húsum, en kom fyrir ekki. Þetta var maöurinn, sem annast hafði járnsmlöar viö byggingu brúar- innar. Hann hafði að visu orðið svolitiö kenndur, er á daginn leið, en samt ekki neitt, sem umtals- vert var. Þetta var læröur járnsmiður á Oddeyri, ég held elstur þeirra fé- laga og talinn ofurlitið sérlundað- ur. Trésmiðirnir tóku að ræða þaö milli sln, að hann heföi eitthvað veriö að ympra á þvi, að liklegast ætti aö skilja sig eftir, þar sem einn hestinn vantaði. Leit hófst á ný úti og inni, enár- angurslaus. Allir urðu áhyggju- fullir út af hvarfi mannsins. Sumum datt i hug, að hann kynni aö hafa farið sér aö voða. Norður- áin rann rétt fyrir neðan vallar- fótinn. Á bakka hennar stóð hest- hús meb túnskika umhverfis. og laust frá heimavellinum. Þaö kallaðist Litlatún. Það stóð á klettahöföa, er skagaði fram i ána, og myndaðist djúpur hylur við hamarinn. Inn i hann á einum staö klauf sig gjá all mikil, sem gekk fram I hylinn. Barmar henn- ar voru grónir en fláandi og svarraði þar vatnsstraumurinn i miklum boöaföllum. Komið hafði fyrir, aö kindur hröpuðu þarna niður og soguðu st fram i hyldýp- ið eða lentu innst i gjánni — og. I sjálfheldu. Einhverjum datt I hug, aö hinn týndi hefði gengið of- an á bakkann og oröið fótaskortur á gjárbarminum. Fór elsti bróðir minn ásamt einum úr hópi gest- anna niöur á Litlatún. Ég elti þá 12. TBL. VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.