Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 40
Þama var mér sagt, að væru Læknirinn leið það tjón, hellar, sem ekki hafa verið lék þaö strax hvelplingur kannaðir, við ' svokallaða Vagla-Jóns vatns á tjón Hnikarsborg þarna inni á BrUar- vesæll og hungraður. öræfum, svoleiðis, að þeir hefðu vel getað búið þar í.hellum. Kirúrgus kallar menn, kvaðst vilja rannsaka, hús öll og heimilin Stefán Jónsson: helst sina nágranna. Upp,upp,Valka Ég ætla að segja ykkur sögu af forföður minum, Eiriki Benediktssyni, bónda I Hoffelli. Hann var ákafamaður mikill við alla vinnu og rak á eftir fólkinu, þegar honum þurfa þótti. Nú hafði hagað svo til eitt sumar, að það safnaðist mikiö hey fyrir á túninu I Hoffelli vegna þurrk- leysis. En svo gerir brakandi þurrk, og hann rekur fólkið út á tún til þess að hirða um töðuna. En þá var næturgestur I bænum á Hoffelli, förukerling, er Val- gerður hét. Hún lét sig þetta engu skipta, þó að þessi umgangur væri i bænum, og hélt sig róleg i rúminu. Þegar fólkiö er allt komið út á tún, þá saknar Eiríkur kerlingar, veður inn til hennar og segir: „Upp, upp, Valka, út á tún með fólkinu”. Hún ekur sér i rúminu ósköp ólundarlega og segir: „A-a-a, ég vildi ég væri nú komin i eilift himnariki.” Þá segir karlinn höstugur mjög: „Hvað ætlarðu að gera þangað, hvað ætlarðu aö gera þangað, núna i þurrkinum, núna i þurrkinum?” Ólina lsleifsdóttir: Hákarlskvæði Sögu ég segja vil, sem hingað fregnin bar. Hiyðið nú, höldar, til, hákarli stolið var. Riðið að Vöglum var, vel feröin heppnaöist, menn hittu þjófinn þar, þýfgaður meðkenndi. Sigurbjörn Snjólfsson: „Ja, nú eru ljós á selinu!’ Það verður nú ekki mikið, mikið aö segja frá, þvi þó ég sé nú orðinn þetta gamall, og hef náttúrlega upplifað ýmislegt, þá er það nú svona, að þegar maður ætlar að fara að segja frá þvi, að þá eiginlega dettur botninn úr manni. En mér datt I hug að segja þér frá þvi, svona til þess að byrja með, aö hér I Gilsár- teigi, sem ég er nú búinn að vera I bráðum fjörutiu og f jögur ár, hefur, hefur verið gömul trú manna, að beitarhús, sem nú eru að visu niðurlögö, en voru hér inn og upp með gili, árgilinu, Gilsár- gilinu, sem aö Gilsá fellur úr i, fellur eftir úr Gilsárdalnum, að það hafi verið svona ofurlitiö meira um að vera heldur en almennt gerist, sem sagt, að það hafi verið þar dálitið reimt. Nú, i minni tið, þá passaði ég, hafði ég þar nú fé um tuttugu ára skeið og varð aldrei var við neitt, svo ég get nú ekki sagt af minni reynslu neitt, annað en það, sem ég var var við þar, aö fé var miklu styggara i húsum heldur en nokkurs staðar annars staðar, þar sem ég hef passað fé, miklu meiri styggö i þvi, sem mér þótti stundum dálltið einkennilegt. En eftir það að við hættum að hafa fé þarna á þessum ’húsum, og húsin fóru að veröa tóm og auð, þá sást iðulega ljós á húsunum. Og það var svo almennt, sem þetta sást, að það var sagt svona bara: ,,Ja, nú er ljós á selinu,” sögðu krakk- arnir. Og heimilisfólkið allt horföi á þetta margsinnis, og það var ljós þar. Stundum virtist það vera alveg kyrrt á húsunum. En einum tvisvareða þrisvar sinnum sá ég það hreyfast út frá hús- unum. Þarna var ekki um, um það að ræða, að nokkur manna- ferð gæti verið. Það var algjör- lega útilokað. En nú siöustu árin hefur, höfum við ekki séö þetta: þaö hefur ekkert orðið vart við þetta. En I sambandi við þetta, þá dettur mér i hug, að segja ukkur, eða þér, segja þér sögu, sem að, að Hallur, hreppstjóri og bóndi á Kórastöðum sagöi mér um feröa- lag þeirra hér yfir, yfir dalinn frá Seyðisfirði fyrir nokkuð mörgum árum. Þetta voru einir fjórir menn: þeir munu vera allir gengnir nú til feðra sinna, en ég var svo mikill klaufi, að ég skrifaði ekki þessa sögn eftir Halli. En eftir þvi sem aö ég man næst, eða man helst, þá er efnis- lega, er hún efnislega eitthvað á þessa leið. Að það var að haustlagi, aö fjórir menn voru úr Hjaltastaða- þinghá, voru staddir á Seyöisfiröi og voru með hesta, voru i sem sagt lestaferö. Hallur var einn af þessum mönnum, og mig minnir aö það vera Sveinn bróðir hans, sem lika var staddur á Kóra- stöðum. Og ég man fyrir vist, að einn maðurinn var Þórarinn Jónsson, sem bjó á Jórvik, og, og, flg ég held áreiöanlega, aö það hafi veriö Þórarinn ólafsson, hafi verið sá fjórði. Þeir gátu veriö fimm, þó ég muni það ekki. Þór- arinn ólafsson, hann bjó i Dölum. Þeir eru að koma af Seyöisfirði, og munu hafa verið að fara þessa svokölluðu haustferö meö hesta marga. Þeir lenda I alveg glóru- lausum byl. Þegar þeir koma upp i brekkurnar og fara að halda út á dalinn, Gilsárdalinn, þá kemur alveg iðulaus norðanbylur á móti þeim. Þeir héldu áfram á meðan aö stætt var, brutust áfram meö hestana. Hann kyngdi niöur snjó jafnframt, og sást ekkert fyrir náttmyrkri, þvi að þeir lentu I, urðu dagþrota. Þegar þeir voru komnir á miöja leiö, þá skilja þeir eftir buröinn á hestonum á svo- kallaðri, svokölluðum Stangarár- mel. Þá taka þeir ofan af öllum hestunum og ætla að reyna að koma þeim lausum, hér niður I Gilsárdalinn. En það gengur ekki heldur, að þaö er ekki nema til- Bifreiðaeigendur Látið ekki salt, tjöru og önnur óhreinindi skemma bif- reiðina. Við hreinsum og bónum bilinn meðan þér biðið. Vel hirtur bill eykur ánægju eigandans. Bón og þvottastöðin, Sigtúni 3, simi 84850. 40 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.