Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 42

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 42
VERÐ Á PLÖTUM Eftir nýafstaðna gengisfellingu og þær hækkanir, sem komu i kjölfar hennar,- er útlitiö ekki gott hjá hljómplötukaupendum. Hver L.P. plata kostar frá 1500 og allt upp 1 2000 krónur, sem er tvisvar og þrisvar sinnum dýrara en þær kosta I Bandarikjunum og i Bret- landi. L.P. plata kostar i Eng- landi i kringum 2.60 pund eöa sem svarar 620 krónum. 1 Banda- rlkjunum kostar L.P. plata i kringum 7$ eöa sem svarar 1050 krórium. Astæðan fyrir hinu háa veröi á hljómplötum hérlendis er sú, aö þær lenda i 75% tolli. Sami tollur er lagöur á plötuspilara, sjónvörp, útvörp, kassettur og segulbandstæki. Þarna er allt dregiö undir sama hatt og tollaö sem lúxusvara. Hljómplötur sem slikar hafa að geyma menningu og list, likt og bækur og blöö. Þó >ru bækur og blöð i 0% tolli. Toll- ur á hljómplötur er beinn fjár- öflunartollur, og verður honum ekki aflétt nema meö gagngerri endurskoöun á tollskránni og auð- vitaö þvi aðeins, að til komi tekju- stofn á mótí. Heildarinnflutning- ur á hljómplötum með erlendu efni var á s.l. ári alls 109 milljónir rúmar. Tolltekjur af þeirri upp- hæö voru rúmar 82 milljónir króna. Söluskattstekjur af þess- um 109 milljónum eru eitthvað i kringum 50 milljónir, þannig að tekjur rikisins nema sem svarar ca. 132milljónum af 109 milljóna króna innflutningi. Af þessum töl- um má sjá, aö við þvi má varla búast aö rikiö aflétti þessum 75% tolli af hljómplötum i bráö. Það veröur þó aö segjast aö ósam- ræmi sé á milli tveggja tegunda innfluttsefnis, er fjallar um og er tengt alhliöa menningars.tarf- semi, ef svo mætti aö oröi kom- ast. Er þaiiátt við blöð og bækur annars vegár og hljómplötur hins vegar. Til þess að fá fram raunhæfa lækkun á tolli á hljómplötum, veröur aö koma tilframleiðsla og útflutningur á hljómplötum frá Islandi. Þá myndu koma til ákvæöi um gagnkvæman inn- og útflutning, eins og t.d. EFTA samkomulagiö, og þá kæmi til lækkun á tolli og væntanlega niöurfelling. En þaö er hægara sagt en gert aö hefja framleiðslu og útflutning á hljómplötum i ein- hverju magni hérlendis. Þvi eru allar horfur á þvi, að islendingar veröi áfram aö greiöa „menningarneyslu” sina háu veröi, og mega þaö heita afar- kostir. Average White Band er hljóm- sveit, skipuð hvitum mönn um eingöngu, sem spila blökku- manna tónlist eingöngu. Þó nafn- ið merki „Hvit meðal hljóm- sveit”, er hljómsveitin langt frá þvi að vera nokkur meöal hljómsveit. AWB leikur tónlis.t, sem hingað til hefur einhverra hluta vegna aðeins veriö á færi svarta mannsins að leika. Soul tónlist, eins og hún gerist best, hefur aðeins komið frá svörtum eöa lituöum tónlistarmönnum. En nú hefur það gerst, að AWB hefur hlotið mikla viöurkenningu fyrir tónlist sina, bæöi meðal hvitra og litaöra manna. Þeir semja sjálfir ekta soul tónlist, sem á uppruna sinn i suðurrikjum Bandarikj- anna. Sjálfir koma. þeir frá Skot- landi — af öllum löndum. Það mætti álykta sem svo, að skotar væru ekki mikið fyrir soul tónlist, en annað hefur vist komið á dag- inn. Tamla Motown hljómplötu- merkið, sem gefur eingöngu út plötur blakkra tónlistarmanna, er mjög vinsælt i Skotlandi, en það skýrir ekki að fullu hæfileika og þekkingu þeirra i AWB á tónlist blakka mannsins. Staðreyndin er sú, aö þeir sex, sem stofnuðu AWB, eru allir ein- stakir hæfileikamenn og myndu vekja athygli, hvar sem væri i heiminum.Þeir heita Mclntyre, Roger Ball, Hamish Stuart, Alan Gorr-ie, Duncan og Mclntosh. Þeir höföu leikiö með mismun- andi hljópisveitum i Skotlandi Mclntosh trommuleikarinn var um tima meö Brian Auger. En þeir hittust endanlega allir i London, þar sem þeir voru allir i hálfgeröri ævintýraleit, i leit aö frægö og frama. Þeir höföu leikið sem aöstoöarhljóöfæraleikarar, bæöi saman og sem einstakling- ar. Þaö kom aö þvi, aö þeir ákváöu aö leika dálitiö saman inn á segulband, bara svona til aö sjá, hvemig þaö yröi. Arangurinn varö vægast sagt mjög góöur enda sannfæröust þeir um, að þeim bæri að stofna meö sér eigin hljómsveit. Það tók nokkurn tima fyrir þá að fá sig lausa frá fyrri samningum við ýmis plötufyrir- taéki, en þegar þvi var lokið byrjuöu þeir. London og ná^ grenni var þeirra starfsvettvang- ur til að byrja með, en ekki leið á löngu, þar til þeir ákváðu að halda til Bandarikjanna, sem þeir og gerðu. Fyrsta árið, sem var 1972, var lifið litiö annað en brauð- strit. Þeir gerðu loksins samning viö MCA hljómplötufyrirtækið, sem á árinu 1973 gaf út með þeim L.P. plötuna Show Your Hand. Þeir fóru einnig á þvi ári i minniháttar hljómleikaferðalag um Bandarikin. Þeir urðu engan veginn stjörnur það árið, en þeir vorú ánægðir með að hafa eitt- hvað að gera. Snemma á árinu 1974 skiptu þeir um útgáfufyrirtæki og gerðu samning við Atlantic. Stuttu seinna kom á markaöinn L.P. platan Average White Band. 1 kjölfar útgáfunnar fóru þeir i langt hljómleikaferðalag um Bandarikin, og i þetta skipti vöktu þeir eftirtekt. Gagnrýn- endur voru jákvæðir, og allt gekk i haginn. En þann 23. sept s.l. urðu þeir fyrir miklu áfalli. Trommuleikarinn Mclntosh lést af völdum of stórs skammts af heróini. Hann var þó ekki eitur- lyfjaneytandi, en „góður drykkjumaður”, eins og þeir félagar hans i hljómsveitinni sögðu, enda er öl- og viskidrykkja þjóðarhobbý þeirra skota. Fráfall Mclntosh var þeim mikiö áfall. Þeir tóku sér tveggja vikna fri, hver islnulagi, til að jafna sig, en tóku siöan saman höridum á ný og tókuupp þráðinn, þar sem frá var horfið. Lausráðnir trommu- leikarar voru meö þeim það sem eftir var hljómleikaferðalagsins. AWB vinnur mikið á þessa dag- ana, enda leika þeir þá tegund tónlistar, sem hvaö vinsælust er nú. A þessu þriggja ára timabili, sem liðið er siðan hljómsveitin kom til Bandarikjanna, hefur þeim safnast viss aðdáendahóp- ur, eins og er um ailar hljóm- sveitir. En hvernig aðdáendahóp fær hljómsveit, skipuð hvitum listamönnum, sem leika ekta soultónlist eða blökkumanna tón- list. Jú þeir eru bæði svartir og hvitir. Svartir eru venjulegast haröir með eigin hljómsveitum og fylgja þeim i einu og öllu. En AWB hefur áunnið sér frama og viröingu á stuttum tima, m.a. með þvi að leika með frægum svörtum listamönnum eins og t.d. Billy Cobham og B.B. King. Hljómsveitin hefur nú nýlokið við hljóðritun á nýrri L.P. plötu, og er hún væntanleg á markað innan skamms. Þvi var fleygt i sambandi við plötuna AWB, að þar væru þeir meira að sýna ein- staka hæfileika frekar en heilsteypta hljómsveit. Þeir hafa tekið þessa gagnrýni til greina opinberlega og látið hafa eft ir sér, aö næsta plata, sem þeir hafa nú lokið við að hljóðrita, muni sýna hljórrisveitina sem heild. Þvi er alls góðs að vænta af AWB, og skal lesendum bent á að fylgjast með þessari ágætu hljómsveit, hafi þeir áhuga á góðri soul tónlist. EDVARD SVERRISSON 42 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.