Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 45

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 45
Maxine fannst þetta furðuleg skepna. — O, þetta ótætis kvikindi! sagði Clermont reiðilega. — Það gerir ekkert til. Mig langar heldur ekkert i vin, sagði Maxine. —.... en mig langar mjög mikið til að fara i rúmið, ég er mjög þreytt eftir ferðina. — Að sjálfsögðu. Elskulega röddin varð skipandi, þegar hann sneri sér að frænku sinni: — Blanche, sjáðu til þess að dóttir Guys fái gott herbergi. — Frúin þarf ekki að ómaka sig, tók Colbert fram i fyrir hon- um. — Ég er hér meö lykil, sem Bertran fékk mér. Hann gengur að þvi herbergi, sem hann sjálfur var búinn að ganga frá handa dóttur sinni. — Ja, þetta kemur manni hreinlega á óvart, sagði Paul Marchand,— Þú þarft þá engu að kviöa, frænka sæl, þú færð þá örugglega góðar vistarverur, þó að við hin verðum að gera okkur að góðu að búa I frekar óþægileg- um herbergjum. — Þú og móðir þin þurfið ekki að vera hér degi lengur en þið sjálf óskið, sagði Blanche og brýndi raustina. — Við vitum öll full vel hvers vegna þið eruð hér. — Já, tók Gaston Rondelle und- ir með henni. — Það er nokkuð furöulegt að auðugur herragarðs- eigandi verði skyndilega vinsæll hjá fjölskyldunni, rétt áður en hann deyr. Þið komuð hingað til að koma ykkur i mjúkinn hjá hon- um, svo hann minntist ykkar I erfðaskrá sinni. — Drottinn minn! Annette glennti upp blá augun. — Ég verð að segja að þetta er nokkuð ruddalegt, Gaston. — En hvað með yður, herra Rondelle, sagði Alan Russel hæglátlega. — Hafið þér þá ekki haft einhverja sérstaka ástæðu fyrir tiðum heimsóknum á Arlac upp á slðkastið? Guy Bertran var veikur og þreyttur maður. Þér höfðuð von um að hann vildi selja eignir sinar, til að losa sig við áhyggjur. Gaston Rondelle yppti öxlum án þess að svara og Blance sagði I kjökurrómi: — Ég hefi verið svo einmana hér. Allir hata okkur. En Guy sagðist aldrei selja Arlac, hve mikið sem I boði væri. — Hann hefur kannski vonast til aö finna hinn týnda fjársjóð, sagði Lucien Colbert. Hæðnislegur hlátur Clermonts glumdi við. — En góði herra lög- fræðingur, ég veit að þér trúið ekki þessari gömlu þvælu. En eitthvert okkar vonast til að finna eitthvað I Arlac, haldið þér það ekki herra Russel? Ungi englendingurinn svaraði ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.