Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 48

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 48
en fariB aö hlæja. Drengurinn renndi sér fram úr rúminu og nálgaðist hana hikandi. — Ertu ekki afturganga? sagöi hann, eiginlega ásakandi. Maxine varö aö stilla sig, til að láta hann ekki sjá hve broslegt henni fannst þetta. — Hver ert þú? spurði hún. — Roland, ungfrú. Og hver ert þú? — Maxine. — Hvers vegna komstu hingað? — Vegna þess að ég heyrði i þér ópin og vonaði að ég gæti kannski hjálpað þér — Getur þú hjálpað mér? spurði hann og hún lagði arminn blíBlega>um grannar axlirnar. Hún kinkaði kolli. — Leggstu nú út af, ég skal laga til i kringum þig, Roland og svo skal ég vera héma hjá þér, þangað til þú sófn- ar. Svona nú. Hönd drengsins var isköld, þeg- ar hún tók hana i lófa sinn. Hann lét hana leiða sig að rúminu. Hún lyfti honum upp og breiddi vel yf- ir hann. Að lokum kyssti hún á mögru tárvotu kinnina. Roland leit undrandi upp. — Þú kysstir mig. — Já, að sjálfsögðu, mér þykir vænt um þig, sagði hún og vissi um leið að það var satt. — 0, tautaði hann, — þá þykir mér lika vænt um þig. En Eulalia segir að ég sé svo vondur, að eng- um geti þótt vænt um mig. Ekki einu sinni englunum. Ert þú eng- ill? — Nei, ég er ekki engill, Ro- land, en ég veit að þú ert ekki vondur. Nú skaltu reyna að sofna, Roland. Maxine tók hönd hans og fór aö raula gamla vögguvisu og það leið ekki á löngu þar til drengur- inn sofnaði. Og Maxine, sem var sjálf dauðþreytt eftir þennan erfiða dag, valt lika út af... Hún vaknaði við sérstaklega óþægilega og illilega rödd, sem spurði hvað hún væri eiginlega að gera þarna, i herbergi Rolands. Maxine opnaöi augun. Ormjór sólargeisli dansaði á þungum veggtjöldunum og nú sá hún vel þung húsgögnin. Þótt hún væri syfjuð, sá hún að þetta herbergi hentaði sannarlega ekki litlu barni. Roland hafði lika vaknað og hann þrýsti sér skjálfandi upp að henni. Augu hans voru strax orðin tárvot. Maxine leit á konuna, hneyksluð á svipinn. Hún var breiðleit og dökk yfirlitum og Maxine fannst hún helst minna sig á galdranorn. — Eruð þér fóstra Rolands? — Já, það starf var mér fengið, sem refsing fyrir syndir minar. — Mér finnst þér ekki sinna þvi starfi vel! Blá augu Maxine skutu gneistum af reiöi. — Hvers vegna reynið þér ekki að róa drenginn, þegar hann hljóðar svona? — Hann verður að hætta aö haga sér eins og smábarn, svaraði konan kuldalega. — Hann er af Bertranættinni og þess vegna verður hann að sætta sig við sitt af hverju, svo það er eins gott að hann læri það nógu snemma. Þá rann það upp fyrir Maxine, að Roland var sonur föð- ur hennar. Hann var þá bróðir hennar. — Roland er bróðir minn, sagði Maxine fastmælt. — Mér kemur það ekkert viö hver hefur sagt yð- ur að hræða hann með svona and- styggilegum lygum,en þér skuluð ekki reyna það, meðan ég er hérna! — Þú ert systir min! hrópaði Roland upp yfir sig, himinlifandi. Hann stökk út úr rúminu og hopp- aði fram og aftur um gólfið. — Ég vissi ekki að ég ætti syst- ur. Ég hélt að þú værir engill, en það er miklu betra, að þú skulir vera systir min! Systkinin hlógu og Eulalia herpti saman varirnar með illskusvip. Svo opnuðust dyrnar. — Hver er að hlæja? Vitið þið ekki að hér liggur maður á likbör- um og að það verður jarðarför i dag? Roland varð skömmustulegur og leit niður fyrir sig, en laumað- ist samt til að gjóa augunum á Maxine. Blanche Bertran stóð i dyra- gættinni. Hún var náföl og i daufri dagsbirtunni var næstum eins og hún væri gegnsæ. — Frú Blanche, sagði Maxine vingjarnlega, — sonur þinn er of ungur til að syrgja. Ég held að hann hafi orðið að þola nóg. Blanche virtist viðutan. — Hvaö áttu við? Ég skil þig ekki. — Þá er kominn timi til að þú vitir hvað hér er að gerast. Rödd Maxine var róleg en mjög ákveö- in. Reiðilegt augnaráö fóstrunn- ar sagði Maxine, að kerlingunni haföi lika tekist að hafa vald yfir móður drengsins. — Heyrðir þú ekki angistaróp hans i nótt, já, og í gærkvöldi lfka, um það leiti sem ég kom? Ég hefi eitthvert hugboð um þaö, aö hann sé þvi vanastur aö gráta svona, án þess aö nokkur sinni þvi. Þú hefur kannski þá skoðun, að þetta sé besta aðferðin til að gera hann að hraustum karlmanni? Maxine skammaöist sin fyrir að tala þannig við móður drengs- ins. En henni fannst það nauðsyn- legt aö hrista upp i henni. — Þú ert sannarlega lik fööur hans, sagði Blanche aö lokum. — Þannig hefði hann sjálfur verið. Hann hefði eflaust veriö mjög hrifinn af þér. Maxine fann, að unga konan var alls ekki reið, hún var aðeins hrygg. — Ég vildi óska að Roland hefði eitthvað af þinni skapgerð, andvarpaði Blanche. Maxine þrýsti granna og kalda hönd bróður sins. — Hann var að- eins barn ennþá, það getur verið aö hanri eigi eftir aö veröa nýtur maður. Blanche virtist ekki heyra það sem hún sagði. Hún var hugsi, en hugsaði upphátt. — Ég veit ekki hvers vegna hann var svona hræddur við föður sinn. Að lokum var Guy farinn aö fyrirlita sinn eigin son, sem aldrei gat annað en sagt: „Já, herra” og „Nei, herra.” Hann hló aldrei og lék sér aldrei eins og önnur börn. 48 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.