Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 50

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 50
mig dreymdi ÞRIR DRAUMAR. Heill og sæll draumráðandi góður! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig þrjá drauma. I. Ég og unnusti minn vorum stödd í tjaldi í óbyggðum, og svo langt sem augað eygði, var stórgrýtt hraun. Við höfðum tjaldið opið og ég stóð í gættinni. Allt í einu kvað við byssuskot úr hrauninu, og um leið fanrrst mér ég standa spölkorn frá tjaldinu og horfa á sjálfa mig hníga út af með lítið gat á miðju enninu. Ég er dáin, hugsaði ég, og skelf ingu lostin tók ég til að hlaupa eitthvað út í hraunið. Þegar ég hafði hlaupið góðan spöl, sá ég systur mína, en er hún sá mig koma, tók hún til fótanna. Ég bað hana að tala við mig, en svarið, sem ég fékk, var, að ég yrði að sætta mig við að vera dáin, og ég ætti ekki að vera að ónáða lifandi fólk. Allt í einu var ég stödd á breiðum, steyptum vegi, og lá hann upp í móti. Þar, sem vegurinn lá hæst, var hlið. Þegar ég fór gegnum hliðið, var ég skyndilega stödd í stóru húsi, þar sem saman var kominn mikill fjöldi fólks. Ég fór inn í nokkur herbergi, og í þeim var f jöldi barna, sem öll voru á svipuðu reki. Þá kom tilvonandi tengdamóðir mín inn í eitt herbergið, og fannst mér hún vera eins konar yfirmaður þessarar barnadeiidar. Hún benti mér kuldalega á, að ég ætti ekki að vera inni i barnaherbergjunum. Þá fór ég fram á langan gang, þar sem ég rak augun í síma. Ég beið tækifæris til að komast óséð i simann, og það tækifæri gafst eftir iitla stund. Þaðan hringdi ég í móður mína, og sagði henni hálfgrátandi, að ég gæti ekki afborið að vera dáin, og hvort ekki væri hægt að lífga mig við. Hún sagði það ekki vera hægt eins og ég vissi sjálf, en unnusti minn kæmi bráðum og ég skyldi vera róleg þangað til. Ég varð mjög ánægð að heyra þetta, og þegar símtalinu lauk, flýtti ég mér út að hliðinu. Er ég hafði beðið þar dálitinn tima, sá ég ein- hvern koma eftir veginum. Þegar hann kom nær, sá ég að það var unnusti minn, og hljóp ég yf ir mig glöð á móti honum. II. Ég og unnusti minn vorum að f lýja eitthvað og leidd- umst við hlaupandi upp bratta hlíð. Þegar við vorum komin efst upp, varð okkur litið niður. Neðan við okk- ur var lítill dalur oq í honum stóð fallegt hús niðri við f læðarmál. Utan við húsið sat maður og söng svo hátt, að undir tók. Allt í einu segi ég með miklum viðbjóði: Sjáðu hálsinn á manninúm! Maðurinn var með mjög langan háls og hræðilega stórt barkakýli. Við urðum skelfingu lostin, þegar við sáum, að hálsinn virtist lengjast og barkakýlið stækka með hverju andartaki, ög tókum aftur á rás. Á leiðinni rákumst við annað kastið á litla steina, en allt t einu stóðum við við tvöfalda gaddavírsgirðingu. Eftir litla stund komumst við í gegnum hana og héld- um áfram hlaupunum, uns við komum að litlu húsi, en þar fannst mér vinkona mín eiga heima. Þessi vinkona mín (en hana hef ég aldrei þekkt, nema í þessum draumi) var bækluð og í hjólastól. Hún virtist vera hrædd við eitthvað, og bað okkur að koma með sér út í skemmu, sem var rétt hjá húsinu, en þar sagði hún, að við gætum talað saman. Við fór- um þangað með henni svo og móðir hennar. Þegar við höfðum rætt saman litla stupd, sé ég út um lítinn glugga, sem var á einum skemmuveggnum, að einhver er að koma, og segi ég þeim hinum af því. Þá segir vinkona mín óttaslegin, að líklega sé þetta faðir sinn. í sama bili kemur maður ihn í skemmuna, og sé ég mér til skelfingar, að þar er kominn sami maður og við höfðum séð niðri í dalnum. Hann var mjög grimmdarlegur á svipinn, og gerði langur háls- inn og risastóra barkakýlið hann enn óhuggulegri. Þrátt fyrir þetta óhugnanlega útlit mannsins, herti ég upphugann, rétti honum höndina og kynnti mig. Hann heilsaði mér ekki, heldur sló á framrétta hönd mína, og ætlaði síðan að reka mér utan undir, en mér tókst að forða mér undan högginu. Því næst gekk hann út. Við kvöddum mæðgurnar strax á eftir, og héldum þvíriæst aftur af stað. III. Ég var óf rísk, komin átta mánuði á leið í annað sinn, en ég á eins árs dreng í raunveruleikanum. í draumn- um var sonur minn orðinn tveggja ára, og langaði mig afskaplega mikið til að eignast annan dreng. Samt fann ég greinilega á mér, að þetta skipti myndi ég eignast stúlku, og ég ákvað, að hún skyldi skírð Inga Þóra. Ég hafði svo mikinn áhuga á því að verða mér úti um bleika slauf u á skírnarkjólinn, að þótt barnið væri ófætt, dreif ég mig niður í bæ til þess að kaupa hana. Þegar ég hafði leitað árangurslaust í nokkrum búð- um, sá ég rauða slaufu í glugganum á einni barna- fataversluninni. Ég fór inn í verslunina og spurði af- greiðslustúlkuna, hvort ekki væri til bleik slaufa eins og sú rauða í glugganum. Hún hélt, að engar bleikar slaufur væru til, fór samt að leita og fann eina. Ég keypti hana, og hélt síðan heim á leið, ánægð með ár- angurinn. Hér með þakka ég ráðninguna á þessum draumum. S. P.S. Hvað þýðir nafnið Leifur í draumi? Það er tvimælalaust fyrir langlífi að dreyma sjálf- an sig dauðan og einnig að dreyma þann dauðan, sem lifandi er. Þess vegna er fyllsta ástæða til að spá bæði þér og unnusta þinum langlífi. | fyrsta draumnum er einnig tákn, sem bendir til þess, að þú ættir að gefa þig meira að þínum nánustu en þú hefur gert að undan- förnu. Sennilega áttu gamla frænku eða frænda, sem þú gætir gert lifið léttbærara. Einnig getur verið, að foreldrar þínir vildu gjarnan hafa meira af þér að segja. Annar draumurinn er miklu torráðnari. Táknin i honum eru miklu ruglingslegri og virðast i litlu sam- hengi. Þar sem þú ert þegar búin að festa ráð þitt, er heldur ólíklegt, að þú fáir bónorð alveg á næstunni, en líklega verðurðu milligöngumaður óframfærinna elskenda. Þá má einnig ráða af draumnum að þú og unnusti þinn verðið ákaf lega samhent og sigrist sam- eiginlega á erfiðleikunum, sem ykkur mæta. óhugn- anlegi maðurinn í draumnum er tiltölulega meinlaus, úr því að hann söng þessi ósköp. Hins vegar máttu gera ráð fyrir svolitlu baktali, en það sakar þig ekki neitt, því að þú hefur hreinan skjöld, að því er best verður séð. Þriðji draumurinn er fyrir enn frekara baktali, en sennilega verður þú ekki aðallega fyrir því sjálf, held- ur einhverjir þér nákomnir. Og svo er að sjá af draumnum, að þú verðir til þess að leiða sannleikann í Ijós. Að vísu verður það afskaplega erfitt, en þú ert einbeitt í þessu máli eins og oftar, og þér tekst að kveða illmælgina niður i eitt skipti fyrir öll. Nafnið Leifur getur merkt arfsvon og einnig lang- lífi, en þar sem þú getur ekki um samhengið í draumnum, sem nafnið kom fyrir i, treystir draum- ráðandi sér ekki til að segja,T.vort sú merking á við þar, eða einhver önnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.