Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 3
Hulda Jensdóttir. Símakönnun 46. dagur meögöngu, 18mm. Mótar fyrir tám. Okkur lék töluverð forvitni á þvi að kynna okkur, hvert við- horf hins almenna borgara væri til þess, hver á að hafa úrskurð- arvaldið á hendi. f fljótu bragði virtist siminn vera kjörið verk- færi til að komast að siiku, og á- kvörðun var tekin um að hringja i hundrað simanúmer og leggja spurninguna: Þykir þér rétt, að bamshafandi kona ráði þvi ein, hvort hún lætur eyða fóstri? fyr- ir þá, sem svöruðu. Simanúm- erin skyldu valin af algeru handahófi. Við frekari ihugun þótt einsýnt, að með þessari að- ferð yrðu allmiklu fleiri konur en karlar fyrir svörum, og var þvi ákveðið að spyrja fimmtiu konur og fimmtiu karla. úr þvi farið var að vikja út frá upp- runalegri áætlun á annað borö, langaði okkur að kanna hvort hægt væri að finna einhvern við- horfsmun milli i"búa á þéttbýlis- svæðinu við Faxaflóa (i Hafnar- firði, Kópavogi, Reykjavik og á Seltjarnarnesi) og fólks annars 42. dagor meögöngu, 15 mm. Fariö cr aö móta fyrir lærbeininu. staðar á landinu tii þessa máls. Varð það þvi úr, að hringt var i fimmtiu númer á þéttbýlissvæð- inu við Faxaflóa, og spurningin lögö fyrir tuttugu og fimm kon- ur og tuttugu og fimm karla. Sami háttur var haí'ður á um landsbyggðina. Þetta leiddi það af sér, aðsimanúmerin voru ekki valin af eins miklu handahófi og fyrirhugað var i upphafi. Þannig var til dæmis hringt frekar á vinnu- staði, þar sem liklegt þótti, að karlmenn yrðu fyrir svörum, vegna þess að konur svöruðu mun oftar en karlar i heima- númerum. Auk þess að kanna, hvort afstöðumunur væri milli kynja og eftir búsetu, var á- kveðið að reyn.tað komast að þvi, hvort aldur virtist hafa ein- hver áhrif á viðhorf fólks. Auk spurningarinnar, sem áður var getið, voru þátttakendur þvi spurðir um aldur. Fáeinir undir sextán ára aldri svöruðu spurn- ingunni — allt niður i tólf ára, en fyrirfram var ákveðið að miða við sextán ára sem lágmarks- aldur. Hringingarnar voru gerðar frá mánudegi til föstudags á tlmanum frá klukkan tiu til tutt- 15. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.