Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 4
ugu, flestar þó á tlmanum frá klukkan átján til tuttugu. Flest- ir þeirra, sem spuröir voru höföu svar á reiðum höndum og virtust hafa gert málið upp við sig. Aðeins einn færöist undan þvi að taka þátt i könnuninni og vildi ekki láta skrá sig með þeim, s^m ekki tóku afstöðu. Sumir þátttakenda létu ýmsar athugasemdir falla með^svari sinu. „Þetta er glæpur”, sagði sextugur maður i Reykjavik. ,,Já, nema henni sjálfri stafi hætta af þvi”, sagði nitján ára piltur, einnig i Reykjavik, „Langbest aö láta hana um það,” sagði fimmtugur maður, og þrjátíu og tveggja ára kyn- bróðir hans sagöi; „Ekki vit- glóra I þvi!” Þrjár konur á þritugsaldri létu þá athugasemd falla, um leið og þær svöruðu spurning- unni neitandi að væri kona gift, ætti eiginmaöur hennar að hafa jafnan rétt og hún til að taka á- kvörðun i málinu. Hiö sama sögðu fjörutiu og sex ára, fimm- tiu oí*,sjö ára og sjötíu og sex ára konur, svo og rúmlega þri- tugur karlmaður. Tæplega fimmtug kona lét þess getið, að hún ætti þrjú börn — eitt þeirra hefði hún eignast áður en hún giftist, og hún hefði barist I bökkum með þaö, en sér heföi aldrei komið til hugar, að hún hefði verið sælli, hefði hún ekki eignast þaö. Þessi kona svaraði spurningunni afdráttar- laust neitandi. Hve margar fóstur- eyðingar? Samkvæmt tölum, sem hafðar eru eftir skrifstofu landlæknis og birtust í Þjóðviljanum 12. mars sföastliöinn, voru fram- kvæmdar hérlendis 99 löglegar fóstureyöingar árið 1970, 142 ár- iö 1971, 152 1972, 223 1973 og 223 1974. Tekiö var fram, að fjöldinn árið 1974 væri ekki endanlegur og talan kynni að breytast við endurskoðun skýrslna. A sama árabili voru framkvæmdar 115 fóstureyöingar á Islenskum konum i Englandi, auk þess sem vitað pr, aö Islenskar konur hafa farið til fleiri landa I sama skyni. Þegar litið er á þessar tölur, hlýtur manni að fljúga I hug, að lagafrumvarpið um fóstureyðingar, sem fyrir al- þingi liggur, sé litið annað en staöfesting á núverandi ástandi á þessum málum. Þátttakendur I könnuninni voru á aldrinum sextán til átta- tiu og tveggja ára og skiptust þannig eftir aldurshópum. A aldrinum frá sextán til tuttugu og sex ára voru 20 manns, á aldrinum frá tuttugu og sjö til þrjátlu og sex ára voru 26 manns, á aldrinum frá þrjátfu og sjö ára til fjörutlu og sex ára voru 27 manns, á aldrinum frá fjörutfu og sjö til fimmtlu og sex ára voru 8 manns, á aldrinum frá fimmtiu og sjö til sextiu og sex ára voru 8 manns, á aldrin- um frá sexttu og sjö til sjötíu og sex ára voru 6 manns. Edlri en sjötlu og sex ára voru 5 manns. Til þess aö fyrirbyggja mis- skilning, skal þess getið, að könnun þessi stenst ekki þá mælikvaröa, sem tölfræðingar telja nauðsynlega, til þess að könnun teljist'marktæk, en svo- litla visbendingu gefur hún um hug almennings til málsins. Niðurstöður: Af öllum þeim hundrað, sem spurðir voru, sögðu 30 já, eða 30% 61 nei, eða 61% 9 tóku ekki afstöðu, eða 9%. Meðalaldur þeirra, sem svöruðu játandi, reyndist vera 36.4 ár, þeirra, sem neitandi svöruðu 41.4 ár, og þeirra, sem ekki tóku afstöðu 51.9 ár. Af þeim fimmtiu konum, sem spurðar voru, sögðu 13 já, eða 26% 36 nei, eða 72% 1 tók ekki afstööu, eða 2%. Af þeim fimmtlu körlum, sem spuröir voru, sögðu 17 já, eða 34% 25 nei, eða 50% 8 tóku ekki afstööu, eða 16%. Af fimmtfu manns á þéttbýlis- svæðinu við Faxaflóa sögðu 19 já, eða 38% 24 nei, eða 48% 7 tóku ekki afstöðu, eða 14%. Af fimmtiu manns úti á landi sögöu 11 já, eöa 22% 37 nei, eða 74% 2 tóku ekki afstöðu, eða 4%. Af tuttugu og fimm konum á þéttbýlissvæöinu við Faxaflóa sögðu 8 já, eða 32% Svava Stefánsdóttir. Vilborg Sigurðardóttir. 16 nei, eða 64% 1 tók ekki afstöðu, eða 4%. Af tuttugu og fimm konum úti á landi sögðu 5 já eða 20% 20 nei, eða 80% Af tuttugu og fimm körlum á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa sögðu 11 já, eða 44% 8 nei eða 32% 6 tóki ekkiafstöðu, eða 24%. Af tuttugu og fimm körlum úti á landi sögöu 6 já, eða 24% 17 nei, eða 68% 2 tóku ekki afstöðu, eða 8% Þrjár konur svara spurningunni Auk könnunarinnar leituðum við svara við spurningunni hjá þremur konum, og fara svör þeirra hér á eftir. Hulda Jensdóttir, ljósmóðir Vel getur verið, að okkur kon- um finnist, að við hljótum að ráöa þvf einar, hvort við ölum 4 VIKAN 15. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.