Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 5
þaö barn sem hetur frjóvgast hið innra meö okkur, en það er bara ekki svona einfalt. t fyrsta lagi höfum við aldrei mér vitan- lega fengið neitt umboð fram yfir aðra til þess að eyða lifi, og i öðru lagi erum við ekki einar um að kveikja það líf, sem þannig kviknar. Þvi miður kviknar það oft viö vftavert ábyrgðarleysi, þannig að faðirinn, sem að þvi stendur, prisar sig oft og tiðum sælan að þurfa hvergi nærri að koma, en ef um til dæmis gifta konu er að ræða, er það auðvitað mesta fjarstæða, að hún ráði ein. Fað- irinn hlýtur i þvi tilfelli að vera jafn rétthár. Réttindi konunnar fram yfir eiginmanninn i þessu máli eru þau, að ef hún finnur sig ekki hafa heilsu til þess að ganga með barn, eða af öðrum ástæðum kærir sig ekki um það, er það hennar að ákveða, hvort hún lætur frjóvgast eða ekki. Allir, sem vinna við fæðingar- hjálp, 'vita, að hugarástand konu, þegar hún uppgötvar, að hún er barnshafandi, getur af margvislegum ástæðum verið þannig aö hún einmitt þá sjái enga aðra leið mögulega en að losa sig undan ábyrgðinni, en ívið ihugun og af að tala við ein- hvern, sem hefur hæfileikann að leiðbeina, ánþessað fyrirskipa, breytist afstaðan. Þær konur eru margar, sem þakkafyrirslika leiðbeiningu og álita það sfna mestu gæfu að hafa fengið hana, og margar eru þær konur, sem vildu gefa mikið fyrir að hafa fengið hana, en fengu ekki. Af þessum ástæðum og mörgum öðrum, verður svar mitt i stuttu máli: Nei, ég held, aö flestar konur þurfi aðstoð við að taka svo afdrifarlka ákvörð- un. A hinn bóginn þykir mér afar undarlegt, að nefnd sú, sem skipuð var til að endurskoða nefndarálit um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá 1973, skuli einvörðungu hafa verið skipuð karlmönnum. Það finnst mér bæöi óverðugt og óviðeig- andi og með þvi freklega gengiö á hlut kvenna. Svava Stefánsd. félags- ráðgjafi Ég tel eðlilegt, að endanlegur ákvörðunarréttur sé hjá kon- unni, ef engar læknisfræðilegar ástæður mæla móti aðgerð. Til þess að draga úr þeirri á- hættu, að konur, sem eiga i fé- lagslegum og filfinningalegum erfiðleikum, láti framkvæma aðgerð, sem þær sjá eftir, tel ég nauðsynlegt, að ákvörðunin sé tekin á grundvelli samráðs kon- unnar við lækni og / eða félags- ráðgjafa. Konan þarf að geta rætt við þessa aðila um vandamálið og allar aöstæður, sem áhrif hafa á ákvörðunartöku. Hún þarfnast i flestum tilfellum fræðslu, leið- beininga og stuðnings i þeim erfiðu kringumstæðum, sem fyrir hendi eru, þegar sótt er um fóstureyðingu. Það er ákaflega misjafnt, hversu mikið félagslegt og heilsufarslegt álag konur þola, og þess vegna tel ég eðlilegt að taka fullt tillit til mats viðkom- andi sjálfra á aðstæðum. Sá veit gjörst, hvar skórinn kreppir, sem ber hann á fætin- um. Vilborg Sigurðar- dóttir BA Fóstureyðingar eru leyfðar hér á landi. Það- er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt. 1 þvi felst sú viðurkenning lög- gjafarvaldsins, að það sé i sjálfu sér siðferðilega rétt, að maður- inn gripi fram fyrir hendurnar á sjálfri náttúrunni. En þá kemur Myndir af tveimur mismunandi þungunum, báðum fimm vikna. Myndin til vinstri sýnir fóstur, sem af einhverjum ástæðum hefur dáiö á þriðju viku meögöngu, en liknarbelgurinn oglegkakan halda áfram spurningin, hverjir eigi rétt á að ákveða. Það er i raun og veru óskiljan- legt, að konur skuli hafa sætt sig við það fram á þennan dag að vera ofurseldar matiog dómum annarra en sjálfra sin á þvi, hvort fóstureyðing skuli fram- kvæmd eða ekki. Frumvarpið, sem lagt var fram i fyrra, var stórkostleg framför, vegna þess, m.a. að i þvi var gert ráð fyrir sjálfsá- kvörðunarrétti konu. Það frumvarp fékk ekki af- greiðslu á þvi þingi og hefur nú verið lagt fram aftur i breyttu formi. Aðalbreytingin er sú, að nú er ekki gert ráð fyrir þvi, að fóstureyðing sé heimil að ósk konu, og nokkrar fleiri breyt- ingar eru gerðar á frumvarp- inu, allari þá átt, að ákvarðana- vald I fóstureyðingamálum sé i höndum lækna. Konur hafa verið barneigna- þrælar frá upphafi vega til dagsins I dag. Það hefur verið ein aðalforsenda kúgunar karl- manna á kvenmönnum, að kon- ur hafa vegna barneigna verið veikbyggðari og i annan stað átt erfiðara með að komast i burtu frá bústað eða föstum aðseturs- stað en karlmaðurinn. Barn- eignirnar og umönnun afkvæma hafa gert konum ókleift að keppa við karlmenn á jafnrétt- isgrundvelli. Er það ekki dæmigert, að i nefndinni, sem samdi frum- varpið, sem lagt var fram 1973, áttu sæti tvær konur og ég veit ekki betur en það sé i fyrsta skipti, sem kvenfólk tekur sjálft þátt I ákvörðunum löggjafans um sin mál — en nefndin, sem sett var i að endurskoða frum- varpið, var skipuð þremur ung- um körlum. — Það er beinlinis ekki einleikið, hversu óttaslegn- ir margir karlmenn virðast vera við þá tilhugsun, að kven- maöur ákveði sjálfur, hvort fóstri hans skuli eytt. Sú rök- semd, að dómgr-eind kvenna raskist að einhverju leyti á fyrstu mánuðum meðgöngu- tima, hlýtur að vera ættuð ein- göngu frá karlmönnum og barn- lausum kvenmönnum. Raddirnar frá i fyrra um lif- helgi og rétt fóstursins, heyrast vart nú. Kjarni málsins er sá, að fóstureyðingar eru leyfðar og styrinn stendur um það, hver skuli taka ákvörðun: hvort þaö eigi að vera læknar og félags- fræðingar, eða hvort aðgerðin skuli gerð að ósk konu. Löggjöf leysir aldrei öll mannleg vandamál. Einhvers staðar segir, að lögin séu eink- um til vegna hinna vondu, þ.e. þeirra, sem eitthvað brjóta af sér. Þaö liggur við, aö manni detti stundum i hug, að afstaða sumra manna til frjálsra fóstur- eyöinga mótist af þvi viðhorfi — að þungun sýni, að manneskja hafi brotið af sér, hún sé ekkert of góð til að súpa seyðið af þvi! Aö minu áliti lýsir það oft á tiöum meiri ábyrgðartilfinningu konu að ganga fram I þvi að fá fóstureyöingu, ef hún verður fyrir þvi að verða barnshafandi, án þess að hún geti, eða vilji, fæða og ala önn fyrir barni. Fóstureyðing er aðgerð á likama hennar einnar og kemur ekki niður á neinum öörum en henni. Aftur á móti er fæðing bams atburður, sem varðar marga fleiri, það er atburður, sem varðar þjóðfélagið og ef móðirin er þess mjög vanbúin aö ala barn sitt upp og sjá þvi farborða, kemur það náttúrlega niður á þjóðfélaginu, en fyrst og fremst er það náttúrlega barniö sjálft, sem verður aö gjalda þess að fæðast óvelkomiö i heiminn. Þvi sýnist mér það einsætt og afdráttarlaust, að kona eigi ein aö ákveða það, hvort hún lætur eyða fóstri. Hver telur sig þess umkominn annar? Fóstriö á myndinni til hægri er handleggja og fóta. aö vaxa. Fósturlát er óumflýjanlegt. hins vegar eðlilegtog þar má sjá visi til augna,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.