Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 6
Fyrir utan er eyðimörkin. Plastgróðurhúsin i furstadæminu Abu Dhabi við Persaflóa. Þriðjungur jarðarinnar er ýmist eyðimörk eða hálfgildings eyði- mörk. Við oliuboranir i Sahara hefur fundist vatn, sem kannski verður með timanum enn dýr- mætara en olian. Undir Sahara- eyðimörkinni er að finna sjö stór neðanjarðarvötn, sem enn eru að mestu leyti ókönnuð. En með þessum vötnum inætti jafnvel rækta Sahara — breyta eyði- mörkinni i akurlendi á sama hátt og eyðimörkinni i Oregon i Bandarikjunum hefur verið breitt i gróandi akra. í Líbýu hafa þegar verið hafnar fram- kvæmdir við slika ræktun. En það gæti verið hættulegt að breyta eyðimörkinni i ræktað land, þvi að slikt kynni að hafa ó- fyrirsjáanleg áhrif á úrkomu og loftslag i heiminum. Þess vegna lita visindamenn landbúnaðar- verksmiðjur hýrara auga. Ein slik hefur verið reist í fursta- dæminu Abu Dhabi við Persa- flóa. Næringarþörf eins tómattrés i hálft ár. Þessi efni breytast i 10 kiló af tómötum. Calcium nitrate 79.9 gr. Potassi- um phosphate 57.4 gr. Magnesi- um sulfate 104 gr. Potassium nitrate 4E.6 gr. önnur efni. GENGUR MANNKYNIÐ AF SJÁLFU SÉR DAUDU? Lokagrein BrauÖ í eyöimörkinni Ollan hefur gert furstadæmið Abu Dhabi við Persaflóa að auð- ugasta riki verOwlar. Arstekjur á Ibúa eru i kringum sex milljón krónur. En þrátt fyrir alla millj- arðana geta íbúarnir ekki fram- leitt matvæli handa sér. Sand- eyöimörkin i Abu Dhabi nær al- veg frá ströndinni og að landa- mærunum. Þar vex hvorki gras né runnagróður. Um skeið hefur innlent græn- meti þó verið á boðstólum á mörkuðum I Abu Dhabi. A eyði- merkursandinum utan við borg- arhlið höfuðborgarinnar hefur sjeikinn Said bin Sultan al-Ni- hayan látið búa til kraftaverka- vél. I grlðarstórum skálum, sem kældir eru og vökvaðir með vél- arorku, eru ræktaðir bananar, vlnviður, tómatar, gúrkur og paprikur. Þarna er I fyrsta sinn ræktað grænmeti I furstadæminu. Fljótt á litið virðist þetta aðeins vera ævintýramennska nýríkra ollufursta, en ræktunin I Abu Dhabi getur haft mikil áhrif á framtlð alls mannkynsins. Hún getur verið vlsbending til manna um, hvaða leið megi fara til að 6 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.