Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 7
Fyrir innan eru undragarðar, sem vökvaðir eru gegnum leiðslur. i þessum skála er ræktað salat. torOa mannkyninu frá hungur dauða. Beggja megin miöjarbarlinu hefur hungrið sorfið að ibúunum. Samtals 700 milljón manns i 32 þjóðlöndum hafa ekki nóg að borða. Aldrei fyrr i sögu mann- kynsins hefur hungurvofan staðið við dyr jafn margra. Og nú er ekki hægt að gripa til þess ráðs að brjóta meira akur- lendi til ræktunar, þvi að hvergi er neitt akurlendi að finna. Aðeins tiu prósent af yfirborði jarðarinnar eru ræktanleg frá náttúrunnar hendi. Frá þvi um 1950 er tæpast hægt að segja, að bæst hafi við ræktað land á hnett- inum. Þurfi mannkynið á meiri ræktun að halda, er aðeins eitt ráð til: Að sá og uppskera á þeim svæðum jarðarinnar, sem ekki eru ræktanleg frá náttúrunnar hendi. Um allan heim eru visinda- menn og stjórnvöld að vinna að þessu markmiði. Ýmissa ráða er freistað; reynt er að vökva eyði- merkur, verma freðmýrar og eyða frumskógum. Hættan á þvi, aðþessi umsvif rugli lifkerfi jarð- arinnar, er mikil. Margir sér- fræðingar hallast að þvi, að betri ráð hljóti að vera til til þess að mæta matvælaskortinum. Aðferðin er að öllum likindum fundin. Fundin hefur verið upp aöferð til nýstárlegrar landbún- aðarframleiðslu — matvæla- framleiðslu i landbúnaðarverk- smiðjum. Með þvi er átt við risa- vaxin gróðurhús úr plasti, sem reist eru á eyðimerkursandi, þar sem allri ræktun er stjórnað ná- kvæmlega. 1 þessum plastskálum er hitastiginu, rakastiginu og loft- ræstingunni stjórnað sjálfkrafa. „Það skiptir engu máli, hvar landbúnaðarverksmiðju er valinn staður,” segir bandariski vis- indamaðurinn Carl N. Hodges, „hvort heldur hún er sett niður á norðurpólnum eða á eyðimörk. Uppskerutiminn er allt árið um kring á báðum stöðum.” Uppskeran i landbúnaðarverk- smiðjunum er um það bil tiu sinn- um meiri en á venjulegum akri. Engin furða er, þótt talað sé um töfrauppskeru, þegar rætt er um þessar verksmiðjur. Nú þegar hafa verið reistar i kringum tylft landbúnaðarverk- smiðja, flestar i Bandarikjunum. Auk verksmiðjunnar i Abu Dhabi hafa iranir tekið eina slika i notk- un, i Llbanon er verið að reisa eina, og bæði egyptar og saudi-ar- abar hafa i hyggju að koma sér upp landbúnaðarverksmiðjum. Abu Dhabi er frábært dæmi um möguleikana, sem landbúnaðar- verksmiðjurnar bjóða upp á. Ovlða i heiminum eru skilyrði eins léleg til akuryrkju og i Abu Dhabi. Þar er allt of heitt fyrir allar tegundir jurta, jarðvegurinn er sem næst næringarlaus, og árið um kring kemur varla regndropi úr lofti. Ibúamir á þessu svæði höfðu sama og ekkert til að lifa á, áður en olian kom til sögunnar. Það var fyrir um það bil átta árum, að oliuboranir hófust i Abu Dhabi og oliuauðurinn uppfyllti allar óskir ibúanna. Skömmu eftir að oliuauðurinn tók að streyma til Abu Dhabi, rakst Said sjeik á grein i timariti, þar sem sagt var frá rannsóknum bandariskra visindamanna á þvi, hvort 1 framtiðinni yrði mögulegt að rækta matvæli á yfirborði tunglsins. Þessir visindamenn liktu eftir aðstæðum á tunglinu og bjuggu til gróðurhús þar, semþeir ræktuðu siðan nokkrar plöntur I. Brátt kom i ljós, að skilyrði i gróöurhúsinu voru öll hin ákjós- anlegustu, hvað raka, loft og hita- stig snerti. Þetta varð til þess, að frekari tilraunir voru hafnar i svipaða átt. I Tuscon i Bandarikjunum voru reistir plastskálar, þar sem loft-, raka- og hitastigi var stjórn- að af tölvum. 1 þessum skála urðu gúrkuplönturnar fjögra metra há- ar, tómattrén fimm sinnum það, og radisurnar uxu tiu sinnum meira en á venjulegum akri. Said sjeik varð yfir sig hrifinn af þessari tilraun, og honum kom i hug, hvort hægt væri að reisa landbúnaðarverksmiðjuskála á eyðimörkinni i Abu Dhabi. Hann leitaði til visindamannanna i Tus- con og Carl N. Hodges prófessor, sem stjórnað hafði tilraununum, sagði: „Sliku tækifæri höfðum við beðið eftir.” Visindamennirnir fengu at- hafnasvæði á eynni Sadiyat, sem er tvo og hálfan kilómetra frá höfninni i Abu Dhabi. Þessi eyja var ekkert nema sandur — hvergi stingandi strá. Þar var heldur ekkert vatn að finna. A eynni bjuggu 23 fiskimannafjölskyldur, og þær urðu sér úti um vatn með þvi að breiða griðarstóra dúka á sandinn á nóttunni og vinda úr þeim daggardropana. Þrátt fyrir þessar aðstæður, tókst tilraunin. A eynni standa nú plastskálar, sem samtals eru 20.000 fermetrar að flatarmáli. Þegar komið er inn i þá, er eins og fæti sé stigið inn i annan heim. Loftræstikerfið er mjög fullkomið og flytur bananatrjánum, vin- viðnum og öðrum jurtum i skál- unum súrefni. Upp úr sandinum vaxa feiknastór tómattré og fleira grænmeti. Allt tilbúið nema sólskinið og loftið. Hjarta skálans, sem dælir lifinu i llflausa eyðimörkina, er afar- stór díselvel. Með hjálp hennar er eyðimörkin gerð ræktanleg. Allt er búið til á staðnum, nema loftið og sólskinið. 15. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.