Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 12
 Dósturinn Hótel- og veitingaskólinn Kæri Póstur! Mig langar aB biöja þig aB svara eftirfarandi spurningum um kokkaskólann. 1. Hvert er aidurstakmarkiB inn i skólann? 2. HváBa prófs er krafist til inngöngu i hann? 3. Hvenær verBur aB vera búiB aö sækja um skólavist i honum? 4. Eru kennd einhver tungu- mál? Ef svo er, þá hver? 5. Hvaö er námiö langt? 6. Hvar er þessi skóli? 7. Þarf aö fara I iönskóla fyrir eöa eftir verklegt nám? Vona, aö þú birtir þetta og gefir mér góö svör. Hvaö lestu úr skriftinni? MeB fyrirfram þökk. Gilla Þeir eru margir, sem hafa áhuga á þessum skóla, þaö sýnir aðsóknin og bréfin, sem Pósturinn fær með fyrirspurnum um þetta nám. Skólinn heitir Hótel- og veitingaskóli tslands og er til húsa að Suöurlandsbraut 2, sama húsi og Hótel Esja, og I Sjómannaskólanum, þar sem verkleg kennsla fer fram. Skilyrði til inngöngu I skólann er að hafa náð miöskólaprófi og 16 ára aldri. Námið tekur 4 ár. Nemi þarf að annast það sjálfur að komast á samning hjá cinhverj- um meistara, og er vissara að gera það strax, enda þótt hægt sé að taka fyrsta árið I skólanum, án þess að vera á samningi hjá meistara. En það eru talsverðir örðugleikar á þvi að komast á samning um þessar mundir, svo að fólk getur hæglega lent I þvl að stöðvast I námi eftir fyrsta áriö, vegna þess að það kemst ekki að hjá meistara. Venjulega auglýsir skólinn eftir nemendum í ágúst. Af bóklegu námi má nefna ensku, dönsku og svolltið I frönsku, Islensku, reikning, bókfærslu og næringarefnafræði. Skriftin bendir til þess, að þú sért svolltiö hlédræg og róman- tisk. Minnimáttarkennd Kæri Póstur! Sá sem skrifár, þjáist af minni- máttarkennd. Honum gengur nokkuö vel aö læra, hefur þó nokkur áhugamál og þarf (aö ég held) ekkert sérlega aö skammast sin fyrir útlitiö. En I samskiptum viö náungann er allt á sömu bókina lært. Hvaö, sem þann segir, veröur honum til skammar, allir misskilja hann. Skiljanlega eignast hann aldrei nýja vini, þvl hver vill kynnast svona innilokaöri og klaufalegri persónu. Þaö versta af öllu vondu er þó feimnin og klaufaskapurinn, þegar hitt kyniö á i hlut. Ég veit, aö þetta.bréf gefur til kynna mikinn aumingjahátt. En segöu mér: Hvaö ber þessum náunga að gera? Er þetta vanda- mál algengt meöal unglinga? Þó aö ég þekki svariö, þá spyr ég nú samt um persónuleikann, sem fylgir skriftinni. Klaufi. Ég held, að þú sért ósköp venju- legur og eölilegur unglingur. Vandainál þitt er nefnilega ofur venjulegt meðal unglinga, og krakkarnir, sem þú telur þér trú um, að misskilji þig og finnist þú klaufalegur og kjánalegur, eru sennilega of upptekin af þvi að hugsa um sig sjálfa og hvernig þeim takist að gera sig gildandi I augum félaganna til þess aö taka éftir klauaskap þinuin, ef hann þá er nokkur. Hver einasti unglingur hefur einhverjar áhyggjur af þvl, hvernig hann eigi að umgangast hitt kynið, og trúðu mér, það kemur allt saman af sjálfu sér. Það er reyndar alveg makalaust, hvað unglingar gera þetta að miklu vandamáli fyrir sér. Flestir komast fljótlega að þvi, að hitt kyniö bitur ekki — þvert á móti! Þú hefur varla mikla ástæðu til minnimáttarkenndar, sbr. upptalninguna fyrst I bréfi þlnu. Og hvað sem þú heldur um persónuleika þinn, þá gefur skriftin eindregið til kynna, að þú vitir, hvað þú viljir og hafir kjark til að framfylgja þvi. Vináttan nægir ekki Kæri Póstur! Þú gefur svo mörgum góö ráð og svör. Þess vegna sný ég mér til þin meö þetta vandamál mitt: Ég á þrýöis góöan vin. Hann er ári eldri en ég, og okkur kemur mjög vel saman. Nú er svo komiö, aö mér nægir ekki vinátta hans lengur. Við hittumst aðeins um helgar, þvi hann er annars staöar I skóla. Hvaö á ég aö gera? A ég aö láta sem ekkert sé og vera bara vinur eöa tala viö hann eöa sneiöa hjá honum? Hvernig eiga saman bogmaöur (stelpa) og steingeit (strákur). Getur þú lesiö fyrir mig eitthvaö úr skriftinp;? 15 ára ráöleysingi Þetta er viðkvæmt mál, sem þú verður að fara flnt I. Það gæti spillt vináttu ykkar og hindrað þaö, aö heitari tilfinningar næöu að þróast, ef þú gengur að honum með látum og heimtar að breyta vináttu ykkar I eitthvað annað. Farðu að öllu með gát. Þú ert nú ekki nema 15 ára, og þú gætir séð mikiö eftir þvl slöar, ef þú spilltir vináttu ykkar nú. Þú getur reynt 12 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.