Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 17
Ég hló. Ég gat ekki séö i huga mér, aö Donald gæti slegið eitt eöa neitt, hvorki sunnudaga né aöra daga. — Ég er lika ágætur viö aö tæma ruslafötur og fara með hunda i gönguferðir, sagöi hann. — Og mér er einkar lagiö að þræta viö matvörukaupmenn. Þannig hélt samtaliö áfram i hálftima, áöur en ég gat fengiö hann til aö lita alvarlegum augum á málin og sagt honum, aö ég heföiákveöiö aö hafna tilboöi hans. — Þaö finnst mér leitt aö heyra. Mjög leitt, sagöi hann. — En ef þú hefur tekiö þessa ákvöröun, hef ég ekkert meira aö segja. Við veröum þá vist aö kveöjast, þótt ég trúi þessu ekki. — En hvers vegna þurfum viö aö taka þetta svona alvarlega? spuröi ég. — Getum viö ekki bara veriö góöir vinir áfram? Donald var fastur fyrir. Þetta var lokakveöjan, og hann óskaöi mér alls hins besta, og ég óskaöi honum góös gengis i leit aö staögengli mlnum. Ég saknaöi hans hræöilega mikiö. Ég sat oft timunum saman og velti þvi fyrir mér, hvort Donald heföi veriö feginn aö losna viö mig, eöa hvort honum heföi fundist viröingu sinni misboöiö, eöa hvort undir glaölegu útliti hans leyndist ef til vill sundurkramiöhjarta. Ég gat ekki komist aö neinni niöurstööu og sagöi viö sjálfa mig, aö þaö væri ekki til neins aö lifa i fortiöinni — gerði ekki annaö en lama sálarlifiö. Ég ætlaöi aö byrja nýtt lif, hugsaöi ég meö mér, en geröi mér þó grein fyrir, aö þaö yröi ekki auövelt. Þetta ár, sem ég haföi verið meö Donald, haföi ég alveg dottiö út úr samkvæmisllfinu, og ég mundi ekki eftir neinum vinum, sem gætu komiö mér inn i hringiöuna á nýjan leik. Ég vann sem verslunarstjóri I litilli tiskuverslun, og daginn út og daginn inn sá ég ekki annað en endalausan straum af kvenverum liða gegnum búöina. Satt aö segja varö ég ekki vör viö aöra karlmenn en ruddaná, sem ýta manni til hliöar, til aö reyna aö ná I siöastá sætið I strætisvagninum. Stelpurnar 1 búöinni voru ósköp almennilegar viö mig og tóku mig meö I boö, af skyldurækni. En Linda og Sússa voru enn táningar, en ég komin á þrítugsaldur, og strákarnir, sem ég hitti meö þeim, minntu mig á litla bróöur minn, svo ég haföi litinn áhuga á frekari kynnum. Bjargvættur minn reyndist Judy, gömul vinkona, sem var trúlofuö og I þann veginn aö setjast i helgan stein. Staöa hennar veitti henni rétt til aö gefa mér góö ráö og siöferöilegar ábendingar, svo mér fannst eöli- legast aö leita til hennar. — Ég skil ekki, hvers vegna þú vilt ekki giftast Donald, sagöi hún. — En úr þvi þú ert ákveöin aö gera þaö ekki, ættiröu aö reyna nokkur tölvustefnumót. Ég saup hveljur af andúö. — Littu skynsamlega á málin, sagöi hún móöurlega. — Hvernig ætlaröu annars aö fara aö þvi aö hitta karlmenn? Þu sóar timanum I að hlaupa úr einu partii I annaö, og þeir, sem þú hittir, eru leiöinlegir, montnir eöa bjánalegir — eöa allt i senn. Þess vegna ættiröu aö láta tölvuna taka af þér ómakiö. Undur tækninnar eru ekki til annars en notfæra sér þau. Klikk, klikk, klikk — og þarna kemur hann, ofur- menniö sem á milljónir I banka og biður eftir aö fara meö þig i brúö- kaupsferð til Bahamaeyja. — Ætti ég? sagöi ég, án þess að hafa látið sannfærast af orðum Judy. — Já, sagði hún ákveðin. — Farðu og reyndu. Hún fletti upp heimilisfanginu, og á meðan lét hún dynja á mér ógnir eilifrar einveru. — En mér finnst þetta ekki viðeigandi.sagði ég. — Allt ilagi. Ef þú vilt láta einhverja bjánalega sjálfsviröingu útiloka þig frá lifi, fullu af gleöi, ánægju og fullnægingu, þá er þaö þitt mál, sagöi hún. Alla næstu viku geröi ég ekki annað en reyna aö sannfæra sjálfa mig um, að hugguleg stúlka eins og ég — meö rauðleitt hár, grænleit irsk augu og vöxt, sem sæma myndi hvaöa ballettmey sem væri, ætti ekki aö þarfnast aöstoöar tölvu. Undur tækninnar voru góö út af fyrir sig, en undur útlits mins og framkomu ættu aö nægja mér. Vandinn var aðeins sá, að þau gerðu það ekki. Ég gat ekki einu sinni komið auga á einn einasta sómasamlegan mann —hvað þá að ég heföi tækifæri til að beita töfrum minum á hann. Og enginn þeirra, ekki einu sinni neinn þeirra álitlegustu, virtist veita mér minnstu athygli. Ég saknaöi Donalds og bölvaði honum, og þegar komiö var fram á laugardag var ég komin á fremsta hlunn meö aö hringja i hann og taka boöi haps, þótt ekki væri þaö álitlegt. Ég reyndi aö bægja Donald úr huga mér og rotaði i handtöskunni, þar til ég fann heimilisfang Tölvudrauma h.f. Ég lagöi af stað með svartsýnipa i eftirdragi, og þegar ég var komin hálfa leið tók ég eftir þvi, aö ég var sVeitt i lófunum, og andardráttur minn var mjög óreglulegur. Ég geröi mér einnig grein fyrir þvi, hve fáranlegt það haföi veriö aö klæöa sig eins og tiskudrós — fyrir tölvu. Ég gekk inn I draslaralega skrifstofu og stóö andspænis búlduleitri stúlku, sem sat viö skrifborö. — Hvar er tölvan? spuröi ég, en mig langaöi mest til aö spyrja, hvort hún væri tölvan, þvi andlit hennar var eins og grima, og hvorki augu hennar né varir bærðust, þegar ég nálgaöist hana. — Tölvan er i kjallaranum, sagöi hún dauflega. — Vildiröu kannski fá þér sæti þarna og fylla út eitt af eyöublööunum? Ég tók eitt, tortryggin. Ég haföi á tilfinningunni, aö hún héldi öllum álitlegustu tölvusjarmörunum handa sjálfri sér, og ef ég sýndi henni ekki fyllstu kurteisi, myndi hún láta mig fá alla þá hallærislegustu. Þegar ég kom aö „tómstundaiöja og áhugamál” á eyöublaöinu skrifaöi ég dans, bíóferöir, lestur og sund. Maöur gerir sér ekki grein fyrir þvi, hve ömurlega hversdagslegur maður er, fyrr en maður þarf að skrifa þaö niður. Til aö bæta aðeins úr þessu skrifaöi ég hesta- mennska (til aö vekja áhuga riku iðjuleysingjanna) og kammermúsik (til aö kveikja á menningarvitum) og rétti stúlkunni siöan blaöiö. Hún leit upp, áhugalaus. — Takk fyrir, sagöi hún. — Nú er ekki annaö fyrir þig að gera en fara heim og biöa eftir þvi, aö siminn hringi. Eyöublaöiö þitt fer I tölvuna i kvöld, og þá veröa valdir úr nokkrir viöeigandi félagar. Þú getur fengiö aö reyna þrjá fyrir hálfviröi. Ég horföi heimskulega á hana. Var hún aö tala um sláttuvélar, alfræðibækur eöa mannlegar verur? — Þú heyrir frá einhverjum I næstu viku, sagöi hún dauflega. Ég borgaði og flýtti mér út. Þegar ég var komin heim, haföi mér tekist aö yfirvinna viöbjóöinn, sem ég haföi fyllst á skrifstofunni, og ég var farin aö sjá spaugilegu hliðarnar. Ég hringdi I Judy. — Þetta var alveg stórkostlegt — þú getur ekki imyndað þér þaö, sagöi ég. — Já, og ef þú hefur áhuga, þá er ég oröin alveg óö hestakona og veit ekkert skemmtilegra en kammermúsik. Ég vissi reyndar ekki, hvaö ég myndi taka til bragös, ef eitthvað reyndi á þessi nýju áhugamál min. Þaö fór eins og feita stelpan haföi sagt. I næstu viku var hringt. — Halló. Er þetta Marianna Carter, sagöi karlmannsrödd. — Já, þetta er hún, svaraöi ég snaggaralega. —- Ó, halló. Ég heiti Nigel Salter, og ég fékk nafn þitt á tölvuskrifstof- unni. Ég býst viö, aö þú viljir vita eitthvaö um mig, áöur en viö förum saman út. 15.TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.