Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 18
— Það myndi ekki skaða, sagöi ég. — Jamm, látum okkur nú sjá. Ég er hár með ljóst hár. Ég er graflk- listamaður, ogu — u — u—u mér finnst lfka gaman að kammermúsik. Ég fór mikið á tónleika, en hef gert lítiö af þvf upp á sfðkastið, svo kannski ættum við aö fara einhvern tfma. Ég man ekki eftir neinu öðru. Mér var að detta I hug, að við gætum hist, tif dæmis á morgun, og þá getum við fariö eitthvað og fengið okkur gias og spjaliað saman. Heldurðu, að það sé i fagi af þinni hálfu? —Já, það hefd ég, sagði ég. — Hvar eigum viö aö hittast? — Fyrir framan Swan and Edgar, sagöi hann, og hann sagöi, aö ég gæti þekkt hann á þvf, að hann yrði f grænfeitum tweedfötum og yröi með skjafatösku. Ég gat stunið upp einhverjum kveðjum, áður en ég lét heyrnartófiö falla á slmann og lét sjálf fallast niður I hægindastól, sárleið, þvl ég sá eftir öllu saman. , Þegar örlagastundin nálgaðist, leiö mér eins og táningi, sem er aö fara á fyrsta stefnumótiö. Sjálfstraust mitt hafði dvinað mjög slðustu vikurnar við að missa Donald og komast aö þvl aö ég var að verða bekkjablóm. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að klæða mig fyrir Nigel Salter. Ég vissi ekki, hvað ég átti aö segja viö Nigel Salter, og svo langaði mig ekki sérlega mikið til aö hitta Nigel Salter. Ég Ihugaöi hvernig komið væri fyrir mér. Hvar var Marianna, hinn bllði og skemmtilegi félagi, sem allir karlmenn milli tuttugu og fimm og þrjátlu og fimm hlutu að óska sér? Marlanna hafði brugöist mér illilega upp á siökastiö, og ég var bálreiö út I hana. Ég æfði mig I að brosa framan I spegilinn áður en ég fór út úr litlu Ibúöinni. Ég hafði aldrei séð svona slappt bros, svo ég gretti mig — það fór mér betur. Eftir nokkurn troðning komst ég loks að Swan and Edgar og litaöist um I mannþrönginni eftir einhverjum I grænum twéedfötum með skjalatösku. Hann stóð þarna og horfði sljólega fram fyrir sig og þar sem ég nálgaöist hann frá hliö, fékk ég gott tækifæri til að virða hann fyrir mér, áður en hann sá mig. Hann virtist fulloröinn — ég vil ekki segja gamall — svolítiö úfinn, en áhugaveröur. Tölvan haföi ekki veriö sem verst. Þegar nær dró mátti sjá, að skyrtan hans var aöeins gráleit og skiptingin I hárinu skökk, en maður gat vaniö sig á að vera ekki allt of smámunasamur og reyna aö taka ekki eftir svona smáræði. Hann var ákaflega kurteis, spurði mig kurteislegra spurninga og gerði sitt besta til að gera þetta auma stefnumót aö skemmtilegum viðburði. Ég gat ekki útilokaö þá tilfinningu, að ég væri ,,I reynslu”, og það háði viðræðum okkar. En eftir fyrsta glasiö fórum við aðeins að slappa af: eftir annaö glasið varð hann mjög málglaður, og eftir þaö þriðja fór hann að trúa mér fyrir einkamálum sinum. — Þetta hefur verið dálltiö erfitt. Konan mln yfirgaf mig nefnilega fyrir 6 mánuöum. Ég kom heim úr vinnunni kvöld eitt og þá var hún farin — hvorki tangur né tetur eftir af hennar dóti. A boröinu I ganginum var miði. Hún sagöi, að sér þætti þetta leiðinlegt, en hún ætlaði aldrei að koma aftur og hún heföi aldrei átt aö giftast mér. Nokkrum vikum slöar fékk ég kort frá Itallu og tveimur mánuöum slöar annaðfrá Grikklandi. Slðan hef ég ekkert heyrt — alls ekkert. — Mér þykir leitt að heyra þetta, stundi ég upp. — Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir þig. Mig langaði mest til aö fara beina leið niður I Tölvudrauma h.f. og mölva tölvuna mélinu smærra. — Þetta var hræðilegt, hélt hann áfram. — Ég ætlaöi ekki að trúa þessu I fyrstu. En þetta er að sumu leyti mér að kenna. Sylvia var, þú skilur, ekki heimakonutýpa, og ég býst við, aö lif hennar hafi veriö heldur fábrotið. Ég reyndi að gera eitthvaö, þú skilur, en við höfðum aldrei úr miklu að spila og — ó, stundum hélt ég að þetta hefði getað veriö betra, ef viö hefðum átt börn, en Sylvla var ákaflega eirðarlaus, þú skilur. Hún var ekki sú manngerö, sem vill binda sig yfir börnum og þess háttar.... — Kannski kemur hún aftur, sagði ég og gnísti tönnum. Hann var á svipinn eins og hann ætlaöi að fara að gráta, og ég vissi ekki, hvort ég ætti að ganga út á stundinni eða sitja áfram hjá honum og reyna að veita honum uppörvun. — Ég hef hugleitt það, sagði hann. Ég horfði sljó á hann og var of upptekin af eigin hugarangri til að fylgjast með hans. — Fyrirgefðu, hugleitt hvaö? spurði ég. — Að hún komi aftur til min. En ég held, aö hún geri þaö ekki. 1 rauninni er ég alveg viss. Hún er ákaflega ákveðin. Kannski hefur þér skilist á mér, að hún væri mjög flöktandi, en þaö var hún ekki, sjáðu til, hún var þaö alls ekki... — ó, ég er viss um að hún var það ekki, sagöi ég. Ég var farin að hata Sylvlu svo mikið, aö mér fannst aö ef ég heyrði nafn hennar nefnt einu sinni enn, myndi ég öskra. — Hún er I rauninni ákaflega sterkur persónuleiki. Þaö er skrýtiö. 1 fyrstu gerði ég mér alls ekki grein. fyrir, hve sterkur persónuleiki hún er. Ef hún ákveður eitthvað verður ekki aftur snúiö. Ég reyndi að gera hana hamingjusama, en það tókst ekki. Hann andvarpaöi svo það varð öldugangur I vlnglasinu hans. Svo þagnaði hann. Þetta var djúp þögn. Og þarna sat ég, neydd til að taka þátt I sorgum hans. Ég reyndi aö sjá ekki skötuhjúin við næsta borö, sem hlóu og voru svo full af gagnkvæmri aödáun, að þau höfðu alveg gleymt umheiminum. Ég reyndi að vera ekki svona reið og döpur. Ég reyndi að hugsa ekki um, að ég hefði getaö setið þarna með Donald, hlæjandi og masandi. En ég vissi, að það var of seint nú. Nigel bauö mér heim I ibúð slna I kaffi. Hann var auðsjáanlega allt of upptekinn af Sylviu sinni til að hafa nokkur áform um aö leggja til atlögu viö siögæði mitt, svo ég fór með honum eins og góö, gömul frænka. 1 Ibúð hans var umhorfs eins og nokkrir fellibyljir hefðu farið þar um. — Ó, fyrirgeföu, en ég er búinn með allt kaffið. Er þér sama, þótt þú fáir te I staðinn? — Það er allt i lagi. Te er indælis drykkur, sagöi ég og reyndi að hljóma uppörvandi. — A ég að laga þaö? sagöi ég, þvl mér var efst I huga aö teiö yröi tilbúiö fljótt, svo ég gæti drukkið það fljótt og flýtt mér heim I hina dásamlegu helgi litlu ibúðarinnar minnar. — Vildirðu þaö? En hvaö það er almennilegt af þér sagði hann. Ég sagði honum, að það væri ekki nema sjálfsagt. Það leit út fyrir, að þetta ætlaöi að veröa'góðverkadagurinn minn. Ég bjó til teið og svelgdi það I mig I svo miklum flýti, að ég brenndi að innan hálsinn. — Þakka þér kærlega fyrir I kvöld, sagöi ég og vonaöi innilega, aö rödd mln kæmi ekki upp um tilfinningar mlnar. — Ég vona, að þér hafi ekki ofboðið...aö hlusta á alla erfiðleika mlna..... — Auðvitaö ekki, sagði ég. — En ég yrði ósköp fegin, ef þú gætir ekið mér heim nú. Hann var svo eymdarlegur, að ég sagði án þess aö gera mér grein fyrir þvl: — Ef þú vilt skal ég koma á laugardagsmorguninn og taka svolitiö til hjá þér. Þér líður betur, ef allt er hreint og tiltekið, og syo gætumvið fariö I gönguferö, eöa eitthvaö annað. — ó, guö minn góöur. Ég get ekki vænst þess að þú gerir það, sagði hann hjálparvana. — Það er allt I lagi, laug ég. — Jæja, ef það er allt I lagi.... — Þá er þaö ákveöiö. Eigum við þá að fara? Þegar ég lit til baka, þá heföi veriö enn verra að eyða laugardegi einmana en hjá Nigel Salter. Ég hélt hann út I nokkrar vikur og kynntist Sylviu stööugt betur. Ég vissi, hverju hún klæddist, hvaö hún borðaði, hvernig kvikmyndum, leikritum og bókum hún hafði mest dálæti á. Ég vissi llka, að ef ég kæmist einhvern tlma I návlgi viö hana myndi ég kyrkja hana með glöðu geði. Þrátt fyrir þetta kenndi ég I brjósti um Nigel Salter, og ég framdi þessi góöverk min með ótrúlegum sálarstyrk. öðru hverju varö ég þó að hringja I Judy og vorkenna mér. Hún kenndi ekki vitund I brjóst um mig og sagði mér á sinn ákveöna hátt, aö ég yrði aö halda áfram. Ég ætti enn eftir tvo, og þeir hlytu aö veröa betri. Þeir gætu I öllu falli ekki veriö mikiö verri. Þegar Donald hringdi eitt fimmtudagskvöld, vissi ég ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. Ég gerði hvorugt. Hann sagðist bara hafa tiringt upp á gamlan kunningsskap, til að heyra hvernig mér vegnaði. — Vel, sagði ég og geröi mér upp gleði I röddinni. — Ég hef það mjög skemmtilegt. Þú varst heppinn aö hitta á mig heima, þvl ég er alltaf svo önnum kafin. — Er hann sætur? — Mjög, sagði ég. — Nigel er alveg dásamlegur. Við eigum svo vel saman, og ég er svo hamingjusöm. Þetta gæti ekki veriö betra. En hvernig gengur þér? Og hvernig gengur meö „staögengilinn”? — Ég hef enga á hendinni þessa stundina. Það er um tvær eöa þrjár að ræða, en ég hef ekki tekið endanlega ákvöröun enn, sagði Donald vonglaöur. Jæja, hugsaðiég bitur. Honum hafði ekki oröiö skotaskuld úr þessu. Ég Imyndaði mér Donald með nýrri, ungri og glæsilegri stúlku á hverju kvöldi meðanég sat uppi meö mann, sem þarfnaðist móður, hjúkrunar- konu, barnfóstru og húshjálpar. Það myndi ekki skipta Nigel neinu, þótt ég liti út eins og afturendinn á strætisvagni og fótleggir mlnir væru eins og eikarstofnar. Þegar hann kyssti mig þessum hálfvelgju kossum slnum, var hann áreiðanlega að hugsa um Sylvlu slna. Eftir að hafa talað við Donald og eftir að hafa gert mér grein fyrir, hve lltils viröi ég var Nigel ákvað ég að sllta þessu. í tvo daga var ég full vorkunnsemi I eigin garð — en þá fékk ég upphringingu gegnum vinkonu mina, tölvuna. Annar afsláttarsjansinn var að vinna sig upp hjá þvl opinbera og sagöist heita Philip Fletcher-Jones. Hann var nokkuö gefinn fyrir útreiðar, og hann sagðist vita um góða hestaleigu I Hampshire — kannski gætum viö farið þangaö eina helgina. En fyrst langaöi hann til að fara með mig I kvöldmat á lltið veitingahús I Kensington. Meöan við snæddum sagöi hann mér, að foreldrar hans hefðu flust til Ródesiu og að hann hefði eytt mestum tlma æsku sinnar I flugvélum milli Afrlku og Englands. — Svo þú sérð, að ég hef ekki haft tækifæri til aö kynnast fólki, og þvl datt mér I hug, að það væri skynsamlegast að kynnast einhverjum á þennan hátt. Þú skilur vonandi vandamál mitt. — 0, já, hvort ég geri. Þetta hlýtur aö hafa veriö mjög erfitt hjá þér, sagöi ég. Ég var aö verða sérfræðingur I vorkunnsemi. 18 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.