Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 20
Séra Jón prestur og ekkjan þekktu hvert bein i likinu: — Þetta var Agúst bóndi lifandi kominn M , || n i Pv 1Á ft.&fega Morðmál Agústar Jónssonar Ný skáldsaga eftir Jónas Guðmundsson Goluþytur breyttur I storm 1 Reykjavlk brenndi skit og mó á vetrin. Af skitnum var innyfla- þefur i logni, en þegar goluþytur var breyttiir i storm hreinsaðist loftið og reykirnir ferðuðust burt og bænir hrakti skáhalt til himna fyrir rokinu. Menn héldu sig inni sem mest. Flest hús voru tjörguð svört. Um það leyti höfðu karlmenn hægtum sig á fiskloftum, þar sem 'var saltur kuldi, en konur rifu upp og vöskuðu sfðbúinn fisk. Það var litil vinna, þvi engin skip gengu nema gufuskip úr járni. Dag eftir dag komu blá él utan af hafi með útsynningi og spúðu hagli á húsin og forina. Fuglar flugu um veinandi. Einn svoleiðis dag sat bæjar- fógetinn við bileggjarann i skrif- stofu sinni og hugsaði sitt ráð. Hann var mjög ákveðinn I framgöngu um þetta leyti i mannshvarfsmálinu. Þegar dómsmálaskrifstofan fékk honum persónulega likprófin, lagði hann frá sér að mestu innsetningargerðir, fjár- námsbeiðnir og uppboö. Lika þinglýsingar og auglýsingar og fékk fulltrúa sinum og staögengli. Hann fór að útvega landi sinu morðingja. Bæjarfógetinn tók þessa stefnu tilneyddur af stjórnarráði íslands og dómsmálaskrifstofu. Hann svaf illa. Enginn gat samt séð af rólegu og virðulegu fasi hans, aö prófin væru honum þvert um geð. Hann las nú siðustu bókun hafða eftir Eliasi, sem „sver og sárt við leggur, að hann geti ekki frekari upplýsingu gefið um Ágúst Jóns- son, bónda eða fé hans og afdrif”. Af svo mæltu hafði Elias verið tekinn af vatni og brauði. Honum hraus hugur. Eftir likskurðarskýrslunni, sem var útgefin af landlækni og manni, sem verið hafði háskóla- kennari i læknisfræði stóö þetta meöal annars, auk áöurtalins áverka á enni, sem talið var að ekki þyrfti að stafa af llkamsárás: „Höfuökúpa og andlit er hreint. Handleggi og hendur vantar. Margar tennur vantar, en engar sprungur, eða brot sjást innan á höfuðskelinni, né heldur á basis cranii. Á brjósti og baki og fyrir- liggjandi útlimum eru engin beinbrot eða merki um áverka. Við barkakýli er ekkert aö athuga. Af likskurðinum verður ekki séð, né dæmt um það hvernig dauöann hefur borðið að höndum, né heldur ályktað neitt um það, hvort maðurinn hefur drukknaö, eða verið dauður, þegar hann kom I sjóinn.” Lögregluskýsla fylgdi hinni Itarlegu réttarkrufningaskýrslu, en þar sagði: „Likið hefur ekki þekkst, en kunnugir menn hafa tjáð, að það passi um margt við Agúst Jónsson, bónda i Slagfálka”. Það fór hrollur um bæjarfóget- ann. Hann hélt samt stillingu sinni. Hann botnaði ekkert i látinurausi landlæknis og háskólakennarans, og basis krani hafði ekkert með málið að gera, ef út i það var fariö. Oöru máli var að gegna með lögreglu- skýrsluna. Þar kom fram kenning, sem hann vildi kanna nánar. Einhverjir menn höfðu boriðkennslá beinin.Um það varö ekki villst. Auðvitað hlaut beina- grindin að vera úr • Ágústi berhenta. Upp á það mátti með lagni saktaka einhvern. Hann lét nú kalia fyrir sig landlækni og siðan pólitiin og fáeina menn aðra, sem taliö höfðu að nefnd bein gætu verið úr Agústi. Þeir töldu sig hafa þekkt Agúst af beinunum. Þetta tók auðvitað marga daga og hann hélt áfram að safna i ákæruna. Elias lét hann eiga sig i vatni og brauði. t framhaldi af sakartökunni snéri séra Jón prestur sér nú að endurupptökumálinu með oddi og egg, sem sinu eigin máli, rétt eins og um málaferli út af fugla- björgum og reka væri að ræða, þar sem hann hafði allra hagsmuna að gæta. — Sá einn vinnur mál, er sinnir þeim sjálfur, sagði hann oft, þegar málaferli hans bar á góma. Um það leyti sem likið rak upp, eöa litlu siðar komu boð um að ekkjan skyldi koma suöur til prófa. Sakartökumaöur, séra Jón, fleygði þá frá sér prestakallinu og lifrarbræðslunni i einu vetfangi og fékk i hendur konunni. Hún átti að bera kennsl á beinin. Aö visu hafði séra Jón ekki verið kvaddur til neitt sérstaklega eða bréfaöur suður, en hann hafði þó jarðað þessi bein um haustiö, svo hann 20 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.