Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 21
átti hagsmuna aö gæta, eins og hann oröaði þaö viö prófast, sem var skelfingu lostinn yfir séra Jóni vegna framgöngu hans i málinu. Þau fengu gott ferðaveður, en súldir og landsynning á Hellis- heiöi, og reiöings áfangar voru i styttra lagi. Séra Jón hugsaöi málið lengi i þokunni. Hann hlakkaöi eins og barn til málaferlanna. Svo ætlaöi hann aö kaupa sér efni i nýja lifrarskilvindu, sem hann átti i smlðum hjá dverg austur i Fljótshliö. Konan var hin hressasta og sat álUt I söblinum. HUn var innan um sig eins og brUöur Ut af likfundinum. Séra Jón leit réttvisina ekki hýru auga, og hann leit á dómarana svipuðum augum og kvenréttindakonur á karlmenn yfir höfuö, sem eitt dýr. Hann renndi sér I sin málaferli eins og aurskriöa meö þunga og skruðningi og þá lét það undan, sem veikast var. Ösigur i málaferlum voru persónuleg árás á réttlætið og ofsóknir á kirkjuna sjálfa. Sama myndi verða um beinin. Þetta voru hans bein. Landlæknir hafði nokkrar áhyggjur af þvi að sýna réttar- vitnunum beinin. Þaö var eins og hauskUpan geröi sér far um að vera afturgönguleg i viðurvist manna utan réttarlæknisfræð- innar. Sér á parti kveið hann fyrir aö sýna konunni beinin, en það heföi hann getað sparað sér. Sveitafólkiö kann skil á lifi og dauða, betur en þeir sem læra fræöigreinar eöa ösla fortog alla ævi. Sveitamenn venjast þvi að skera fé sitt vor og haust og stundum oftar, i jaröbönnum og aö ganga fram á þaö si og æ i pyttum og á víðavangi eftir ref og hrafn, og láta þeir ekki blekkjast af náttúrunnar eyðingu og vefjabroti. Konan þekkti hvurt bein úr Agústi og svipbrigðin lika. Þau stóöu góöa stund yfir bein- unum og séra Jón horföi meir á konuna og á landlækni en beinin. Hann hafði lika þekkt beinin Ur sóknarbarni slnu strax. Þetta var Agúst Jónsson, berhenti, — lifandi kominn. Kvittar fyrir fanga Bæjarfógetinn fór sér I engu óöslega. Hann lét flytja sér Þórð Böövarsson i krúmslútnings- jámum vestan af Snæfellsnesi, aö fengnu leyfi dómsmálaskrifstof- unnar og stjórnarráðsins og sömuleiöis kallaði hann fyrir vitnin upp á Skaga. Elias talaöi hann ekkert viö, enda var hann vis I tugthúsinu viö vatn og brauö. Hann var aðeins leiddur fyrir aukaréttinn og honum lesinn úrskuröur um gæsluvaröhaldið. Hann eiöfesti nú ekkjuna og séra Jón prest, sem þekkt höföu Agúst i beinunum hjá réttarlækn- inum. Honum var farið aö liöa vel I mannshvarfsmálinu. Hann kunni tökin á lögreglumálum. Hann sat á þingi um þetta leyti og þá gengu öll mál hægara I embættinu. Þótt hann væri aö vlsu meiri uppboðsréttarmaður I embætti slnu en lögregla, gekk rannsóknin vel. Uppboðsréttarmálin voru erfiöari og flóknari en opinberu málin, þar eö þau fjölluðu um peninga, en þau opinberu aöeins um æru. Hagur hans haföi nú vænkast til muna. Hann haföi beinin og hann skyldi einnig hafa moröingja fyrir landiö lika, þegar þaö hentaöi honum. Hann svaf betur á þingiriu. Þeir komu og rifu Þórð Böövarsson upp af jörö sinni og fé margir saman. Hreppstjórinn las handtökuna yfir þeim hjónum og börnunum og svO var Þórður settur upp á hest og teymt undir honum austur melinn. Hreppstjórinn sinnti ekki fyrir- mælum aö sunnan um járn á fangann, enda engin bein ástæöa til þess. Ef einhvern hefði þurft að setja I járn, var það konan, sem lét þá hafa það óþvegið, þessa eymingja, sem væru aö eltast viö fólk, sem vildi fá aö vera i friöi með fé sitt og nýrnköst. Þóröi var sýnilega mjög brugöiö. Fanginn var svo látinn ganga eins og brunafata úr hendi eins hreppstjórans til annars og var honum býttaö á hreppamörkun og kvittun höfö fyrir. Feröin suður tók heila viku. Þaö var snjólétt, en alhvit jörö og hrossin voru eins og gufukatlar og stóð reykur Ur nösunum. Það hvein i gufunni. Þeir þögðu og þegar kom austar, fækkaði hreppstjórinn I handtökusveitinni. Tittlingar skutust eins og eldglampar um himin. Þaö dimmdi fljótt. Þóröi leiö illa. Hann vissi ekki hvaö hann hafði til saka unniö og saklausum mönnum stendur stuggur af réttarhaldi, hugsaöi hreppstjór- inn meb sér. Það yröi reynt aö koma á hann sök. Þóröur á hinn bóginn hugsaði minnst um réttarhaldið. Hann hugsaöi um konuna og féö. Hann haföi heyjað litið og skoriö fé sitt mikið um haustið, og þáö varð þvi að standa yfir fénu sem mest og nota beitina. Heyforöinn var rýr, þar eð hann hafbi eytt sumrinu mest i nýrnaveikinni fyrir sunnan. Svo var heyið þar að auki rýrt og hrakið. Kýrin át kynstur var geld mestan hluta vetrar. FÖT EFTIR EIGINN SMEKK Auk þess að hafa eitt mesta úrval karlmannafal'a sem til er hérlend- is í einni búð, þá bjóðum við yður einnig föt eftir máli. Þér getið valið úr yfir 100 efnistegundum og fjölda mis- munandi sniða. Sérsnið og mátun aðeins óverulegt aukagjald. lUUma KJÖRGARÐI 15. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.