Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 22
 Harðviðarsalan sf. Grensásvegi 5, Reykjavík sími 85005 & 85006. Sænskt harðplast. Ný áferö, nýr blær, sænsk vara í sérflokki, sterkasta eldhúsharöplastiö- og fallegasta. Canon Ef þér kaupið Canon- vasavél, þá er ekki tjaldað til einnar nætur. Sendum í póstkröfu Einkaumboð, varahlutir, ábyrgð og þjónusta. Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, simi 85277. Hann heföi átt aö segja konunni aö skera kúna. Auövitaö kveiö hann réttar- haldinu fyrir sunnan. Hann haföi þegiö brennivln af þessum berhenta bónda sem var á fyllerli meö peningakoffort og haföi uppi kjaft. Hann haföi sagt þeim fyrir sunnan allt sem hann vissi, nema þaö, aö þeir Elías höföu ekki skiliö viö bóndann á Laugavegi, heldur niöur viö fiskhúsiö hjá Edinborg, en þaö var öllu verra. Auövitaö heföi hann átt aö greina rétt frá öllu, en hann haföi satt aö segja ekki þoraö aö viöur- kenna þaö, aö hafa komiö nálægt höfninni meö manni, sen haföi horfiö meö fé á sér og peninga- koffort undir hendinni, og var þar aö auki á fyllerli. En hann haföi samt engan drepiö. Hreppstjórarnir tóku vel á móti Þóröi á hreppamörkunum. Þetta var upplyfting fyrir þá, aö selflytja hættulegan fanga yfir hreppinn I fásinninu. Fanginn kom eins og inriankast I hversdagsmolluna hjá þeim, sem vaka yfir fé slnu í viösjár- veröri árstlö. Þeir tóku fanganum eins og tignum gesti og báö.u hann aö fá sér I staupinu og fá sér i nefiö og húsfreyjur drógu af honum plögg og báru fyrir hann skyr og hangiket. En smám saman, fet fyrir fet, hrepp fyrir hrepp, færöist Þóröur bóndi nær örlögum slnum og dómara. Þaö skvolpaöi I honum af fylli, þvi melting veröur vond, þegar mikil óvissa er um fé manns, konu og börn. Fyrir sunnan beiö tugthúsiö kalt og kofótt og steinarnir þögöu. Þaö byrjaöi aö rigna. Þaö uröu engin skýjarof I sálinni meöan Þóröur mjakaöist yfir landiö. Iskalt regniö lamdi fjöllin I andlitiö og sjórinn var spansgrænu grænn og djúpur eins og opin augu. Fuglar flugu upp sér til hita og skulfu á fluginu. Þeir mjökuöust milli bæja eins og dimmir skuggar. Fæturnir báru Þórö yfir landiö án tilfinninga, hann bara gekk og gekk, klifraöi upp svell og óö 3rn- ar I geirvörtur og hroöinn I lung- unum rann út um nasir og munn. Hann kveiö nú engu. Fyrir sunnan sat bæjarfógetinn og reiö netiö. Þaö átti ekki aö veröa nein skyndiklauf á þvl fati. Rannsóknin beindist nú aöallega aö forsögu málsins og hann geröi flókna hluti einfalda og einfalda hluti torskilda, sem var sú lögfræöi er hæst reis I landinu. Hann bjó málin ekki einasta fyrir næsta dómsstig, sem 'var yfirdómur heldur einnig fyrir áfrýjunarréttinn I Kaupmanna- höfn, hæstarétt. Landsyfirréttardómarar lásu greinar i blööum um allan fjandann og höföu dæmt svona mál löngu fyrirfr., en hæstarétt ardómarar I Danm. lásu ekki blaöagreinar um nein mál á lslandi og væru þvl óundirbúnir, þegar málskot heföu lent þangaö, en morömál fóru samkvæmt lögum alla leiö upp, eins og sálimar I þeim sem myrtir voru. Hæstiréttur tók málabúnaöinn talsvert fram yfir lögreglufram- göngu og bæjarfógetinn var þvi ekki vanur aö mál hans væru endursend I undirrétt, þar eö þau væru of einföld i sniöum. Auk rannsóknar mannhvarfs- málsins, varö bæjarfógetinn að sinna ýmsu timafreku. Hann varö aö koma reglu á málið, koma beinunum fyrir og láta grafa þau. Hann haföi meö umfangs- miklum fyrirspurnum um sýslu- mannakerfiö komist aö raun um, aö engin mannshvörf höföu orðiö, aö eigi væri llklegt aö einhver sýslumaöur geröi síöar kröfu einmitt I þessi bein. Lét hann nú séra Jón prest og konuna fá beinin til að grafa þau I vlgöri mold. Nú var llkiö kistulagt og dregiö á sleöa austur I Slagfálka. Þaö var fjölmenni viö útförina. 22 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.