Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 33

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 33
Warren Beatty maöurinn, sem ekki lætur binda sig Sagt er, að hann sé hrokafullur og sér- góður og hann eigi afnauðvelt með að kasta frá sér vinkonum sínum og hann á auðvelt með að eignast þær. En fagrar konur flykkjast að honum eigi að siður. En lltil likindi eru á þvi, að nokkurri þeirra takist að festa hann endanlega I neti sinu. Warren Beatty hlýtur að vera hrífandi, að minnsta kosti ef hlið- sjón er höfð af öllum þeim glæsi- legu konum, sem hann hefur átt vingott við — Natalie Wood, Les- lie Caron, Joan Collins og ótal fleirum. Einu sinni var þaö staö- hæft i blaöi i Hollywood, aö hann pæti unnið forsetakosningarnar i Bandarikjunum á atkvæðum kvennanna, sem hann hefur elsk- að. En þaö skritna er, að Warren Beatty er langt frá þvi aö vera að- laöandi. Hann hefur allt of þykkar varir og honum viröist standa hjartanlega á sama um, hvað um hann er sagt og hugsað. Hann hef- ur verið sagður drambsamur og ókurteis, eigingjarn og frekur, en sjálfur segir hann: ,,Ég er bara innhverfur og svolitiö óstyrkur leikari, sem hefur þó töluverða hæfileika”. Hann er ekki traustvekjandi elskhugi, en eitthvað i fari hans laðar konur að honum, og sumar þeirra endast ótrUlega lengi i sambúð við hann. Eins og Julie Christie. Þau bjuggu saman i sjö ár. Að visu skildu þau um tima við og við, en sjö ár urðu þaö samt. Þegar Julie var ekki viölát- in, kynntist Warren Beatty allná- iö fjölda kvenna, og allar þykja þær hinar lögulegustu. Meðal þeirra voru Liv Ullmann, Mar- jorie Wallace fyrrum alheimsfeg- uröardrottning og Carrie Fisher, dóttir Debbie Reynolds. Kviða eða óöryggi er aldrei að sjá á Warren Beatty. Þegar hann var aö byrja leikferil sinn, bjó hann i ódýrum leiguherbergjum I New York. „Ég tók aldrei upp úr töskunum. Ég vissi, aö ég myndi flytja strax aftur”. Hann reykir ekki, drekkur ekki og neytir engra örvandi lyfja. Hann gerir heldur ekkert til þess að halda vel vöxnum likama sin- um iformi.Hanneroröinn 38ára, en hefur engar áhyggjur af aldr- inum. 1 meira en tiu ár bjó Warren Beatty i tveimur ótrúlega litlum herbergjum i Beverly Wiltshire Hotel I Beverly Hills. Tvisvar sinnum hefur hann flutt I ein- býlishús, I fyrra sinnið með Leslie Caron og hið siöara með Julie Christie. En hann sleppti aldrei hótelherbergjunum. Hann ferðast mikiö og ræöir löngum viöskiptamál i sima. Hann hefur engar áhyggjur af leiklistarferli sinum. Hann vinnur aöeins, þegar hann langar til þess. Nýjasta kvikmyndin, sem hann lék i, heitir Fortune. ,,Ég náöi árangri of snemma”, segir hann. „Mig langaöi til þess að hafa gaman af lifinu, og ég hafði eins mikla peninga og ég komst yfir aö eyöa og fjöldann allan af fallegum stúlkum”. Það er ótrúlegt en satt, aö hann er bróðir Shirley MacLaine. Ekk- ert i fari Warrens Beatty svipar til hjartagæsku MacLaine. Hún segist enn muna, hve mikið hann var fyrir að fá að vera út af fyrir sig sem barn. Hann hefur aldrei sýnt minnsta áhuga á þvi að auglýsa sjálfan sig opinberlega og hafnar öllum per- sónulegum viðtölum við blaöa- menn. Vinkonur hans á undan- förnum árum hljóta að vera hon- um þakklátar fyrir þetta. Hann hefur aldrei sagt neitt um þær op- inberlega. Afstaða hans til hjónabands er eindregin: „Hvers vegna i ósköp- unum ætti ég að kvænast, þegar ég yrði skilinn eftir tvö eða þrjú ár?” Konur virðast kunna vel að meta lifsskoöun hans. Vivien Leigh, sem lék á móti honum i The Roman Spring of Mrs. Stone, segir: „Hann er svo viökvæmur, að kveikja mætti á kyndli með viðkvæmni hans”. Faye Dunaway sagði: „Hann er svo drengjalegur, að ógerning- ur er að standast hann”. Goldie Hawn, sem lék á móti honum i Shampoo, segir: „Þó aö hann sé hálfgeröur glaumgosi á yfirborðinu, er stutt i ihaldssem: ina i honum. Sú hliö á honum er einmitt manngeröin, sem konur langar til að eiga ævilangt”. Hann virtist hafa hitt jafnokk sinn i Julie Christie. Hún er jafn sjálfstæö eins og hann og kann jafnilla viö alla ábyrgö og stöðug- leika og hann. „Ég trúi ekki á hjónabandið”, segir hún. „Karl- menn vilja enga ábyrgð bera og ekki ég heldur”. „Við kunnum einfaldlega af- skaplega vel hvort viö annað”, segir Beatty. En Warren Beatty þarf áreiö- anlega ekki aö kviöa þvi aö verða einmana. Hann er rikur, frægur og hrifandi. Hann dáir konur. Og hann kann að gera þær hamingju- samar — aö minnsta kosti um stundarsakir. Goldie Hawn fékk slæmt kvef, meöan þau voru aö leika I Sham- poo, og hún átti ekki orð til þess að lýsa umhyggjusémi. hans. Hann haföi brákast á ökla, en hann lét það ekki á sig fá og staul- aðist um allt til þess aö snúast i kringum hana. En hann þreytist fljótt á konun- um, eöa þær á honum. Þó er eitt vist, að margar dreymir um að verða hans um aldur og ævi. 15. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.