Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 38

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 38
r BITLA SHOW í NEW YORK I Beacon Theatre i New York for fyrir stuttu af staö furðulegur söngleikur. Hann hefur að geyma tónlist eftir John Lennon og Paul McCartney og hefur hlotið nafniö „Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band on the ROad”, eftir Sgt. Peppers L.P. plötu Bitlanna fyrr- verandi. Söngleikurinn hefur að geyma efni af samnefndri plötu The Beatles, auk margra laga af Abbey Road. Einnig er þar að finna lög, sem komu út á litlum plötum, eins og Strawberry Fields. Aðalatriöið er leikið af Ted nokkrum Neeley, og ber hann heitið Billy Shears, samanber Billy Shears á LP plötunni Sgt. Peppers. Söguþráðurinn er nánast enginn, en atburðarrásin ræðst af innihaldi laganna. Þetta er mest til komið af tilveru John Lennons I New York, en hann viröist vera orðinn uppiskroppa með hugmyndir, hvað snertir samningu laga og texta. Nægir i þvi tilviki að minna á nýútkomna plötu hans, þar sem hann tinir til gömul lög og útfærir i eigin stll. Þetta söngleikjaframtak Johns I New York hefur hlotið misjafna dóma og þykir, sem John haidi dauðahaldi i gamla frægð, og um leiö túlkar almenningur það sem svo, að hann sem kompónisti sé þurrausinn. Á frumsýningu þessa söngleikjar i New York voru frá- tekin átta sæti fyrir meðlimi The Beatles fyrrverandi og eigin- kvenna þeirra. Aöeins tvö þeirra voru notuð; sæti Johns og Yoko Ono, sem mætti þarna sem eigin- kona Johns. En hann hefur þegar fengið sér nýja vinkonu, May Pang að nafni, og var þvi grunnt á þvi góða milli þeirra hjónakorna Johns og Yoko, enda sátu þau með fjögurra sæta millibili á áðurnefndri frumsýningu. En það voru þarna önnur stórmenni, eins og Alice Cooper, Johnny og Edgar Winter, Neil Sedaka og Any Warhol. En það nægði örugglega ekki til að bæta fyrir fjarveru þeirra Ringo, George og Paul. Mikiö hefur verið rætt um endurreisn The Beatles. Af hegö- un þeirra fjórmenninga á undan- fömum árum má eitt vera ljóst. John Lennon er likíega eini maö- urinn, sem heföi eitthvað á sliku að græða. Á meöan svo er, hafa hinir þrir enga ástæðu fyrir endurreisn hljómsveitarinnar. Og það má John einnig vita, að hann færir ekki þá fjórmenninga nær hvor öðrum með söngleikja- framtaki sem þessu. Trióið LABELLE mun vera eitt það athyglisverðasta, sem komið hefur fram á sjónarsviðið það, sem af er þessu ári. Labelle eru þær Patti Labelle, Nona Hendryx og Fairer Dash. Má vera, að þær minni marga á The Surpremes, svona að sjá þær, en um leið og tónlistin fær að njóta sin, kemur hið gagnstæða I ljós. Labelle eru á allt annarri breiddargráðu. Soul- tónlistin er þeirra aðalsmerki. En meö framkomu sinni og klæðnaði hefur þeim ekki siður tekist að vekja á sér athygli. Klæönaöurinn tilheyrir greinilega framtiðinni, ef svo mætti að oröi komast. Þær eru allar mjög ólikar i útliti og klæöaburði, en tónlistina og eggj- andiframkomu eiga þær sameig- inlega. Þær eru nú álitnar það athyglisverðasta á sviði soultón- listar. Eins og gefur að skilja, eiga karlmenn harla litinn sjens að vekja þá eftirtekt, sem þessar þrjár vekja, þó þær gefi ekki frá sér eitt hljóð. Labelle hóf hljómleikaferðalag um Evrópu og England með hljómleikum i Haag í Hollandi I byrjun mars. Vöktu þær óskipta hrifningu áheyrenda eins og vænta mátti. Þann 9. mars s.l. voru þær i London og vöktu ekki siður athygli þar. Platan þeirra, Nightbirds, selst mjög vel I Evrópu, svo ekki sé talað um Bandaríkin, sem er þeirra heima- land. Hérlendís hefur piatan ver- ið á boðstólum um nokkurn tima, og hefur Labélle meira að segja orðiö þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að skemmta i einum Uglu- þætti. Patti Labelle, sem er stofnandi triósins, var eitt sinn með trió að nafni Bluebejls. Þá kom hún m.a. til Lundúna og söng þar við undir- leik hljómsveitar að nafni Bluesology. Það var árið 1966. 1 þeirri hljómsveit lék enginn ann- ar en Elton John, sem nú hefur hlotið frægð og frama. Og þess veröur eflaust ekki langt aö biöa, að Labelle hljóti þá frægð og þann frama, sem Elton John þefur hlotiö. 38 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.