Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 39
„Ég er nokkurs konar eftirlif- andi skipbrotsmaður”, segir Alex Harvey i nýlegu viðtali. „Ég hef orðið vitni að þvi, að margir af fé- lögum minum og jafnöldrúm hafa dottið upp fyrir á undanförnum árum. Hvers vegna ég er einn eft- ir, veit ég satt að segja ekki. Ég hef aldrei getað skilgreint hug- takið „aö slá i gegn”. Ég veit varla, hvaö það þýðir. Ég er hamingjusamur eins og er, og lik- lega hef ég alltaf verið það. En hvort það, að vera hamingjusöm stjarna, merkir að endalokin séu nærri, veit ég ekki. Ég hef þekkt margar stjörnur i poppheim- inum, og ég held mér sé óhætt að segja, að engin þeirra hafi verið hamingjusöm.” Það er ekki að ástæðulausu, að Alex Harvey segir þetta. Hann er nú 38 ára gamall og bú- inn að vera i poppinu siðan 1958. Hann hefur haft gnótt ára til þess aö spá I framtiðina, læra að bera kennsl á lifsþægindin og lært að forðast þaö er gæti orðið honum fjötur um fót. A þessum árum hefur hann búið sig undir það, sem nú virðist alltaf hafa beðið hans handan við næsta horn, vin- sældir. Nú er hann fremsti maður i mjög vinsælli hljómsveit, sem ber hans nafn: The Sensational Alex Harvey Band. Nú er hann tilbúinn að taka á móti, eftir aö hafa gefið i öll þesSi ár. Harvey hóf feril sinn i Glasgow, þar sem hann stofnaði fyrstu hljómsveitina sina, the Big Soul Band. Fyrirmyndir hans i þá daga voru þeir Hank Williams, Gene Autry, Muddy Eaters, Bill Broonzy og Jelly Roll Morton, ef einhver skildi kannast við þessi nöfn. En hljómsveitin hlaut litlar vinsældir i heimalandi sinu, og þvi héldu þeir til býskalands. Þá höföu The Beatles fyrir stuttu gengið þar á land. Vera Alex Harvey i Þýskalandi var honum mikilvæg. Klúbbspilamennska þar var langur og strangur skóli, nákvæmlega eins og fyrirBItlana Alex segir svo frá: „Vera enskra beathljómsveita i Þýskalandi var þeim öllum mikil reynsla. Hún breytti hreinlega öllu. Þar urðum viö að leika svo lengi I einu, að i restina voru aðeins aðalatriðin eftir. Allur tónlistarflutningur var skorinn niöur i fjölbreytni eins og hægt var. Söngvarinn gat t.d. aldrei sungið nema litinn hluta timans. Þýsku unglingarnir fundu þetta lika, svo þeir sungu bara með i staðinn”. En förin til Þýskalands var Harvey einnig reynsla af öðru tagi. Hljómsveitin hafði ekki einu sinni komið til London, þegar þeir fóru til meginlandsins. bað kom lika á daginn, aö þaö var ekkert að gerast i London i samanburði við Þýskaland. Allt I einu átti hann þess kost að sjá toppnúmer þeirra ára á sviöi. Ray Charles, Fats Domino, Bo Diddley, Chuck Berry og fl. Fyrir hálfgerða sveitastráka, sem höfðu stofnaö með sér hljómsveit og fyrir til- viljun komist til Þýskalands, var svona nokkuö alveg út úr heimin- um. Listamenn sem þessir komu ALEX HARVEY ekki til Englands á þessum árum. Þýskaland eftirstriösáranna var yfirfullt af bandariskum her- mönnum, og þar lá hundurinn grafinn. Allt var gert til þess aö stytta þeim stundir. Þó þeir væru i Þýskalandi 13 árum eftir striðslok, áttu þeir þess kost aö hlýöa á fremstu listamenn sinnar þjóðar, hvar sem þeir komu. Glymskrattarnir voru yfirfullir af bandariskri tónlist, og allir klúbbar og herbækistöðvar gátu af og til boðið upp á hljómleika með áðurnefndum þjóðhetjum þeirra bandarikjamanna. Og staöreyndin varð sú, að i Þýska- landi gleyptu bretar i sig banda- riska tónlist, sneru slðan til baka til Englands og upphófu bresku poppbyltinguna. En það voru aðr- ir á undan Alex Harvey, m.a. Bftlarnir, og þegar hann kom til baka til Englands, gekk hvorki né rak með hljómsveitina The Big Soul Band, og hún leystist upp skömmu siðar. Eftir það fór Alex til baka til Skotlands, en var kall- aður þaðan aftur seinna af út- gáfu- og fjölmiðlunarfyrirtæki i London, sem ætlaði sér að gera úr honum einhvers konar Tom Jones. Sú tilraun mistókst gjör- samlega. Eftir það fékk hann vinnu sem gitarleikari i Hair, sem þá var verið að setja á svið I London. Þar var hann svo I fimm ár. Þá byrjaði hann að semja lög og gældi af og til við þá hugmynd að stofna nýja hljómsveit. En af þvi varð nú aldrei. Þá fékk Alex nýja hugmynd. Hann hóf leit að hljómsveit, sem þegar var starfandi, hljómsveit, sem hann gæti hafið samstarf með. Þá kemur hljómsveitin Teargas inn i myndina. Hljómsveitin hafði að baki tvö albúm, en litlar vinsæld- ir. Þeir voru alveg eftir höfði Alex, og samningar tókust. 1 dag blandast engum hugur um, að samstarf þeirra hefur orð- ið báðum aðilum til góðs. Hljóm- sveitin leikur skemmtilega rokk- tónlist, eins og flestir munu eflaust bera vitni um, sem hlust- að hafa á plötur þeirra félaga. Og nú þegar Soul tónlistin er að taka yfir allt, kemur Alex Harvey með púra rokk og gengur bara vel. En hvers vegna? Það er best að leyfa meistaranum sjálfum að eiga hér siðustu orðin. „Ég held, að flestir hafi mis- skilið eitthvað i sambandi við rokkið, þegar það kom. Það hafði enginn orö á þvi, hvort gítarinn væri rétt stilltur eða hversu text- amir væru leiðinlegir. Rokkiö var alveg eins og jass, fjögurra stafa orð. Þetta er allt sama súpan. En hvaö sem þvi líöur, þá verður alltaf aö vera dálltill húmor i þessu öllu. Stundum þegar ég lit til baka á árin, sem allir voru i leðurjökkum og þar fram eftir götunum, get ég ekki annað gert en að hlæja að þessu öllu saman. Þetta kemur oft yfir i búningsher- berginu minu, áður en ég fer á sviðið. Ég get ekki annað gert en að hlæja, þegar ég fer i gamla góða leðurjakkann minn og....” Já, það má vist segja, að Alex Harvey, nú 38 ára gamall og ung- lingastjarna, eigi rétt á þvi að hlæja siðast. 15. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.