Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 6
m við kannski sök VIKAN ræðir við ÐE LÓNLÍ BLtJ BOJS um óliklegustu mál. Myndir og texti: Þorsteinn Eggertsson. Síðan rokkæðið hófst, fyrir 20 árum eða svo, hefur ýmislegt gengiö á f heimi dægurlagatón- listarinnar. Nöfn eins og Elvis Presley, Chuck Berry, Beach Boys, Barbra Streisand, K.K. sextett- inn, Beatles, Rolling Stones, Bob Dylan, Hljómar, Led Zeppelin, Aretha Franklin, Slade og Ðe Lónli Blú Bojs hafa öll haft meiri og minni áhrif — a.m.k. hér á landi. Fleiri tonnum af bleksvertu hefur verið eytt i að tala um þetta fólk, svo ég læt mér nægja að skrifa aðeins um þá siðastnefndu að sinni: ÐE LÓNLt BLÚ BOJS. bað hvilir mikil leynd yfir þeirri þljómsveit, enda eru með- limir hennar litt hrifnir af blaða- mönnum og ljósmyndurum og vilja lifa lifinu útaf fyrir sig og án nokkurrar afskiptasemi. bað vakti þvi óskipta athygli og fögn- uð aðdáenda, þegar nýjasta plata BLO BÖJS kom á márkaðinn fyrir skömmu, að á plötuumslag- inu voru nú loksins birt opinber- lega nöfn þeirra félaga. Margir vilja þó vita eitthvað meira um strákana i LÓNLt BLO en nöfnin ein. Hvað gera þeir i fri- stundum sinum? Hvernig eru þeir inn við beinið? Já — og hvað ætl- ast þeir eiginlega fyrir?? bessum spurningum og fleiri ætla ég að svara hér á eftir, en þaö segi ég satt — aldrei hef ég lent i öðru eins stappi við aö „krækja mér i viðtal”. DULARFULL ÖKUFERÐ Eftir að hafa þvælst um allan bæinn, frá einni skrifstofu til ann- arrar (til að sækja um „viðtals- leyfi” hjá auglýsingastjóra, um- boðsmanni og ööru fólki, sem vinnur fyrir hljómsveitina), fékk ég loksins jákvætt svar, en þó gegn þvi að taka engarljósmynd- ir af þeim og ljóstra ekki upp heimilisfangi þeirra. Ég varö aö fallast á skilyrðin, en til frekara öryggis var bundiö fyrir augu min og mér siðan ekið eitthvað út fyrir borgina, heim til Valdimars Ingimarssonar, eins af gitarleikurum ÐLBB. bar varö ég að biða hátt á ann- an Klukkutima eftir þeim Páli M. Kjartanssyni og Sörla Jóns, en þeir Njáll Ófeigsson og Gunn- laugur Ormsson voru báöir erlendis og gátu ekki komið. Reyndar er einn kvenmaður aukameðlimur I ÐLBB, en hún tók ekki i mál aö ræða við blaöa- mann, enda sagöist hún vera meðlimur I Ðí ÓNLI GRÍN GöRL, svo ég ákvað að láta hana biða betri tima. JEASTMAN OG WESTMAN. begar ég hafði setið nær klukkutima i biðstofunni fyrir framan ibúðina og þegið kók og prinspóló af Valdimari (sem ekkert vildi við mig tala fyrr en hinir tveir kæmu), kom Páll. Hann er sá ljóshærði I hljóm- sveitinni, mjög viöfeldinn og al- þýðlegur, á að giska 23 ára og sá eini af þeim, sem er kvæntur. Ég byrjaði strax að skjóta á hann spurningum. — Varð það ekki mikið áfall fyrir aðdáendur ykkar, þcgar þú gekkst að eiga konuna þina? PÁLL: Ja, ég veit það ekki. En það hefði orðið áfall fyrir mig, ef ég hefði sleppt henni. Hún er dótt- ir bresks auðkýfings, sem heitir Mr. Westman og á verksmiðjur úti um alla Afriku og Bretlands- eyjar. — Og hvernig kynntistu henni? PÁLL: Svona persónulegum spurningum svara ég ekki. En hún heitir Linda og er gullfalleg, enda gulls igildi, þar sem hún er ofboðslega rik. Að vfsu féllst hún ekki á að taka upp eftirnafn mitt, sem henni þykir full erfitt að bera fram, en þá kom ég þvi svo fyrir að ég hef enskt nafn á öllum ensk- um pappirum. — Hvað heitirðu á ensku? PALL: Paul McCartney. Að visu er mér stundum ruglað saman við annan vel stæðan náunga með sama nafni — aðallega vegna þess að við erum báðir giftir stúlkum, sem heita Linda og eru frá rikum fjölskyldum. — Getur það ekki komið sér illa fyrir þig? PÁLL: Ég hef ekkert pælt i þvi. Enda eru fjölskyldurnar mjög ólikar. önnur heitir Eastman og hin Westman. Hérna, ég skal sýna þér brúðkaupsmyndina af okkur. Við skulum sjá, þetta eru mamma hennar og pabbi, hún, ég, mamma, Sigga frænka og Simon á dekkjaverkstæðinu... Æ, hvernig læt ég annars. bú þekkir ekkert af þessu fólki, en ég bauð minum nánustu i brúðkaupið, og athöfnin fór fram i litlu þorpi, sem heitir Walton. — Hmmm... bað væri gaman að geta virt þessa mynd betur fyrir sér i ró og næöi. Má ég fá hana lánaöa? PÁLL: Ekkert sjálfsagðara. bú skilar henni bara fljótlega aftur (Ég hugsaði mér gott til glóðar- innar, þegar ég stakk myndinni i skjalatöskuna mina og fór út i aðra sálma). Frá brúðkaupi Pa.o iV\. Kjartanssonar og Lindu Westman. Frá vinstri (fremsta röð); Frú West- man. Linda, Páll og móðir hans. Fyrir aftan Lindu: Mr. Westman. Fyrir aftart móður Páls: Sigga frænka (Páls) og Símon á dekkja- verkstæðinu. Því miður fengust engar nánari skýr- ingar á myndinni. Frá hljómleikunum í Lond- on, fyrir nokkrum vikum, þar sem DE LÓNLÍ BLÚ BOJS „fengu áð taka í" (reyndar aðeins Gunn- laugur og Njáll). Þarna eru þeir í sviðsljósinu. 6 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.