Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 12
Ertu að byggja? mm. Þarftu að bæta? GRENSÁSVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 DQsturinn Bara um helgar Elsku Póstur! Ég þakka þér og þinum fyrir allt gamalt og gott. Þannig er mál með vexti, að ég er ofsalega hrifin af strák, en hann vill aldrei hitta mig, nema um helgar (weekend sex) og kemur þá ekki nema stundum út. Hvað á ég að gera? Ég er svo hrifin af honum. Ég held, að hann sé voöa litið hrifinn af mér. Ég veit, aö hanh er ekki með neinni annarri stelpu. Geföu mér góð ráö, elsku Póstur, en ekki þau að segja honum upp. Hvernig passa sporðdrekinn og bogmaðurinn saman? En stein- geitinog ljónið? En Steingeitin og vatnsberinn? Hvernig er skriftin, og hvaö helduröu, að ég sé göm- ul? Meðfyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Denna Hugsaöu um sjálfsvirðingu þfna, manneskja, og láttu strák- inn sigla sinn sjó. Samband ykkar er gjörsamlega vonlaust eins og þú lýsir þvi. Þegar spurt er um, hvcrnig stjörnumerki eiga saman, er betra að láta kynið fylgja með. Sporðdreki (stúlka) og bogmaöur (piltur) eiga t.d. ekki eins vel saman eins og ef sporðdrekinn er piltur og bog- maðurinn stúlka. Steingeit (stúlka) og ljón (piltur) geta heldur ekki verið eins örugg með framtiðina eins og ljónsstúlka og steingeitarpiltur. Steingeit og vatnsberi eiga ekkert fjarska iila saman, en ekkert fjarska vel hcldur, hvernig svo sem kynferði er háttað. Skriftin er iagleg, og ég get mér þess til, að þú sért 16 ára. Alveg í öngum Elsku Póstur minn! Ég cjr i alveg voðalegum vand- ræðum. Ekki ætlast ég nú til þess, að þú farir að leysa úr þeim, en mér finnst það léttir að geta sagt einhverjum frá þessum vandræð- um, og þú ert sá eini, sem ég þori að segja þetta. Þannig er mál með vexti, að fyrir nokkru var ég með strák og náttúrlega ekkert athugavert við það. Það entist reyndar ekki lengi, en tæpum mánuði seinna fékk ég að vita, að ég gengi með barn. Ég er auövitað alveg i öng- um minum, þvi nú er þessi strák- ur meö bestu vinkonu minni. Þau eru mjög hamingjusöm, og hún á lika von á barni. Viö höfum verið vinkonur i mörg ár, og það hefur aldrei slest upp á vinskapinn, og ég vildi sfst af öllu missa svona góða vinkonu. Ég hef ekki sagt neinum frá vandræöum minum — ekki einu sinni stráknum. Jæja, vinur, ég vona, að þú haldir ekki, að ég sé einhver laus- lætisdrós. Svo vil ég þakka Vik- unni allt það góða, en gleyma hinu, sem betur má fara. Hvaö lestu úr skriftinni? Hvað heldurðu að ég sé gömul? Ein i obla vanda. Mér dettur ekki i hug, að þú sért lauslætisdrós. Skriftin bendir til þess, aö þú sért hjartagóö og skynsöm stúlka, og ég giska á, að þú sért 17 ára. En mikiö ári voruö þið óheppin að láta þennan laus- lega kunningsskap bera ávöxt, ekki sist þar sem pilturinn viröist nú bundinn þinni bestu vinkonu. Ég er náttúrlega dauðfeginn, aö þú skulir ekki ætla mér aö leysa vandamál þitt, en mér virðist þó einsýnt, að þú getir ekki leynt faöerninu. Er ekki einfaldast og best aö láta sannleikann strax uppi og treysta þvi aö vinátta ykkar stúlknanna sé það góö, að hún standist slika raun? Saga Bítlanna Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott og von.a, að þér liði vel. Mig langar til þess aö fá svör við örfáum spurningum hjá þér. 1. I hvaða tölublaöi kom Saga Bitlanna? 2. Hvenær er George Harrison fæddur, og er hann giftur eða trú- lofaður? 3. Á hann krakka? Jæja, Póstur góöur, ég vona innilega, að ég fái svör við þess- um spurningum, þvi að ég er ofsalega hrifin af honum George Harrison. Finnst þér hann ekki æöislega yndislegur? Bæ, bæ. Aödáandi. 1. Arið 1968 birtist Saga Bitl- anna eftir Hunter Davies sem framhaldssaga I 37.—47. tbl. Ariö 1971 birtist ennfremur greina- flokkur, sern þú kynnir aö hafa áhuga á. Nefndist hann John Lennon segir frá og birtist i 15. —18. tbl.. 2. Ég vcit ekki hvenær hann er fæddur, en hann var aö minnsta kosti einu sinni trúlofaöur eöa giftur Patty Boyd, en ekki þori ég aö hengja mig upp á, aö hann sé þaö enn. Þaö gerist nú svo margt i þessum bransa, og fræga fólkið viröist skipta um maka eins og yfirhafnir. 3. Sérfræöingur minn I þessum málum heldur, aö hann eigi engin börn. Mér finnst hann hreint ekkert æöislega yndislegur af þeirri ein- földu ástæöu, aö ég þekki ekki manninn. Fallhlífarstökk Kæri Póstur! Þetta er I fyrsta skipti, sem ég skrifa þér. Vonandi svararöu mér vel og greinilega, þvi ég þarf endilega að fá svör við þessu. 1. Er hægt að komast upp úr öðrum bekk i fjóröa bekk? 12 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.