Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 29
)ÐA LIÐ til hennar, varö málaða andlitið reiðilegt. En Maxine sá ekki Alan Russel, sem stóð i skjóli viö litlu kapelluna. Hann hafði verið vitni aö þessu atviki. Maxine var svo æst, eftir þetta áhlaup Pauls, að hún gat ekki hugsað sér aö fara inn og hitta allt fólkið. Þótt hún væri alls ekki klædd til að fara á hestbak, stökk hún á bak og þeysti af stað yfir gróðursnauða akrana. Þegar hún kom heim, nokkrum klukkutim- um siðar, mætti hún Hubert I dyr- unum. — Þau eru sest að miðdegis- verði, ungfrú. Rondelle er hérna m. og hann óskar eftir að gista hér i nótt. Hann ségist eiga eitthvað vantalað við yður um eitthvað viðskiptalegs eðlis... — Ég er of þreytt til að borða, sagði hún. Henni fannst þaö al- gerlega óbærileg tilhugsun, að ræða viö þetta fólk um allt og ekk- ert. — En vel á minnst, Hubert... ég hefi verið að hugsa um nokkuö. Getið þér ekki útvegaö mér annan varðhund? Hann brosti svolltiö bitru brosi. — Þaö er alltaf hægt að eitra fyrir annan hund, ungfrú. Hún vissi, aö hann hafði á réttu að standa. Það var sem sagt ekki hægt að vernda hallarfrúna á Ar- lac. Hún varð að treysta á sjálfa sig... Roland svaf vært, þegar hún kom inn i herbergið hans. Hann rumskaði, þegar hún kom inn og skyndilega gat Maxine ekki stillt sig um aö taka þennan litla bróð- ur sinn i faðm sér og þrýsta hon- um að sér. — Guði sé lof að engum hefur tekist að gera honum illt.... ekki ennþá aö minnsta kosti. Hún svaf yfir sig og það var oröiö nokkuð áliðið, þegar Maxine kom niöur næsta morgun. Hún var þreytt og syfjuð, eins og hún hefði verið andvaka. Maxine sá fljótlega að bróðir hennar var hvergi sjáanlegur. Venjulega yfirgnæfði glaðleg rödd hans kurrið i dúfunum. Hún spuröi Blanche, sem sat og fitlaði við vasaklútinn sinn, hvort hún vissi hvar hann væri. — Nei, hvernig ætti ég að vita það? svaraöi stjúpmóðir hennar kæruleysislega og yppti öxlum. — Roland er yfirleitt með þér.... Maxine flýtti sér áfram og Ann- ette tók að sér pilsin, eins og móðguðhæna. Augu hennar skutu gneistum af reiði og hneykslun. Maxine hafði svo miklar áhyggj- ur af Roland, að hún tók ekkert eftir reiðilegu augnaráöi hennar. Þegar Gaston reyndi að ná tali af henni, sagði hún: — Seinna, vinur minn. Ég verð að leita að drengn- um. Þaö hefur svo margt skeö hér á Arlac, aö ég er ekki hrifin af þvi, að hann sé einn á ferð um höllina. Vitið þér hvar hann getur verið? Rondelle hristi höfuðið. Alan Russel hafði heyrt spurn- inguna og sagöi: — Ég þóttist sjá stráhattinn hans efst I Celeste- tuminum, rétt áðan. En hann veit vonandi, að þaö er ekki óhætt aö fara þangað upp.... Maxine flýtti sér áfram, án þess að svara. Hún hljóp eftir göngunum að stiganum, sem lá upp i Celesteturninn og hjartað barðist hratt I brjósti hennar af ótta. Þessi turn var hrörlegastur. Allar rúður voru brotnar og vafn- ingsviðurinn haföi náð rótfestu I sprungunum I múrnum. Maxine hafði aldrei farið upp i þennan turn. Hubert hafði sagt henni, að einn góðan veðurdag myndi hann hrynja, ef ekki yrði gert við hann og henni var ljóst, að hann hafði á réttu að standa, svo ömurlegt sem það var. Það höfðu verið sett bráðabirgða styrktartré á verstu stöðunum I stiganum, en þaö var hvergi nærri nóg. Roland vissi vel, aö hann mátti ekki fara þarna upp, en hann var bæði forvitinn og gáskafullur, eins og kettlingur. Maxine fann aö eitt þrepið gaf eftir undan fótum hennar. Hún greip um handriðið, frá sér af ótta, þegar hún heyrði skruðn- inginn af grjóthruninu fyrir aftan sig. Hún gat ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað hefði komið fyrir Roland og hún kallaöi hátt: — Roland! Roland! En hún fékk ekkert svar, annað en bergmáliö af sinni eigin rödd og þögnin, sem 17. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.