Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 12
Ertu að byggja? LvtódKf.:fr ~V7a ►W.•* • A ■ r • Viltu breyta? <7 Þarftu að bæta? Iitskvcr GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 Dósturinn Rauðhærð í vandræðum Kæri Póstur! Ég er litil og feit meö eldrautt hár, vatnsblá útstæö augu og út- standandi eyru. Ég er i vandræö- um meö aö ná mér I strák. Hvaö á ég aö gera til þess? Hvernig fara ljóú (stelpa) og fiskur (strákur) saman? Hvernig er skriftin, og hvaö lestu úr henni? Hvaö held- uröu, aö ég sé gömul? Hvernig er stafsetningin? Ég vona, aö þetta lendi ekki i ruslinu, Rauöka. Ja tarna, ekki er nú lýsingin fögur, og sé hún rétt, þá er kann- ski ekki aö undra, þótt þú sért i dálitium vandræöum ' meö . aö krækja i gæja. En skriftin bendir nú eindregiö til þess, aö þú sért kát og fjörug stelpa, og þaö er hægt aö komast langt á góöu skapi og skemmtilegri fram- komú. Strákarnir gangast nefni- lega ekki eingöngu fyrir útlitinu, þótt margir viröist halda þaö. Sérstakiega læra þeir aö meta ýmislegt annaö, þegar þeir þroskast aö visku og vexti. Þú getur reynt aö fá aðstoð viö aö klæöa þig þannig, aö þú viröist svolitið hærri og grennri, auk þess sem þú skalt reyna aö haida i viö þig i mat, þaö er aidrei hollt aö hlaða á sig fitu, burtséö frá út- litinu, og svo geturöu reynt aö láta þitt eldrauöa hár hylja út- stæöu eyrun, en augun er vfst ó- mögulegt aö feia. Læröu bara aö mála þig rétt i kringum augun — bara ekki of mikiö i öllum bæn- um. Og vertu svo bara þú sjálf, kát og llfsglöö stúlka, hann skýt- ur einhvern tima upp kollinum, sá rétti. Bréfiö er villulaust, og ég giska á, aö þú sért 15 ára. Ljón og fiskur eiga bara vel saman. Valiant siöspíllandi þvæla Rvk. i apríl 1975! Kæri Póstur! Ég er einn af þinum tryggu og allt að þvi trúföstu lesendum, og nú er mér oröið mál. Ég hef þagað i hátt á annað ár. í hátt á annað ár hef ég umborið þennan Valiant ykkar — Prince Valiant in the days of king Arthur — eins og stendur i hverri einustu Viku. Það eitt út af fyrir sig væri nú nóg. Haldið þið, aö öll þjóöin kunni ensku? Vitið þið ekki, aö það er búið að loka kanasjónvarp- inu? Ég persónulega tel þetta in the days of king Arthur beinlinis móðgun við islensku þjóðina. Og til að bæta gráu ofan á svart er by Hal Foster hnýtt I rassgatiö á öllu saman. Ef ég næði I þennan hel- vltis Foster, skyldi ég kyrkja hann i greip minni, önnur eins endemis þvæla og hefur oltið upp úr manninum. Og ekki er nóg meö aö þessi Valiant sé þvæla og sögu- fölsun, heldur er þetta beinlinis siöspillandi þvæla. Börn eru blátt áfram hvött til þess að ráðast hvert á annað, helst ganga hvert af öðru dauðu. Þar á ofan er þeim talin trú um, að menn skiptist i góða menn og vonda — víkinga og barbara. Já, já, vikingar eru hetjur og þær heldur betur dreng- lundaðar. Þeir vinna h'vert af- reksverkið á fætur öðru i honum Valiant ykkar og hans Hala Fost- ers. Þvi miöur vita ekki allir Is- lenskir unglingar, að afreksverk vikinganna voru fyrst og fremst fólgin i fólskulegum barnamorö- um og nauðgunum. Þess er held- ur hvergi getið i honum Valiant ykkar. Hinn dyggðum prýddi Orn prins er yfir sig ástfanginn af hinni engilfriðu pissidúkku Lydiu. En að hann reyni á nokkurn hátt að komast yfir hana, nei það dett- ur hvorki honum Foster né ykkur i hug. Honum stendur ekki einu sinni, blessuðum drengnum. Eða þá hin aðalpissidúkkan, hún Al- eta, móöir Arnar. Sú ber ekki brókarsóttina utan á sér. Þó hefur hún alið Valiant nokkur stykki af litlum Valiöntum og pinulitlum Aletupissidúkkum. En samskipti þeirra Valjants benda þó ekki til ,ýkja mikillar frjósemi. Satt að sega er ég handviss um, að eng- um lifandi manni dettur annað i hug en Aleta sé bæði náttúrulaus og ófrjó —. svo mikið helvitis ógeð er hún. Auðvitað gæti ég skrifað margt fleira um ydirdrepshetjuskapinn i þeim Valiant og Erni og smápiku- hátt Aletu og Lydiu, en ég læt þetta nægja að sinni. Með kærri kveðju og von um, að þessi viðbjóður hverfi hið allra fyrsta úr Vikunni. Svona kjaftæði á hvergi heima, nema á rusla- haugunum og i hausunum á ein- hverjum ameriskum fávitum eins og honum Hala Foster. Bless, bless, Sagnfræðingur. Ef hann Valiant okkar fer svona ofboöslega i taugarnar á þér, þvi I ósköpunum lestu hann þá svona gaumgæfilega? Þvi þaö er þó grcinilegt af skrifum þlnum, aö þú hefur stúderað hann vel og lengi. Þú vilt reyndar halda þvi fram, aö þessi myndasaga sé siö- spillandi fyrir börn, og kann þaö aö skýra þennan meinlega áhuga þinn. En sjálfur vilaröu ekki fyrir þér að brúka silkt oröbragö i bréfi þínu, að blessuöum prinsinum okkar dytti aldrei I hug aö bera sér slikt i munn. flugsaöu þér, ef hann rausaði i sifellu um ,,pissi- dúkkur”, „brókarsótt” og „smá- plkuhátt”, kallaöi fólk öllum ill- um nöfnum, eins og „helvitis ó- geö” og „fávita”. Þaö væri þokkalegt, ef viö yröum aö hafa þaö á samviskunni, aö lesendur Vikunnar tileinkuöu sér almennt slikan talsmáta af lestri um- ræddrar myndasögu. Og hvaö hefuröu ekki fyrir börnum og unglingum (sem eru tryggir les- endur Póstsins), þegar þú segir: „Ef ég næöi i þennan helvltis Foster, skyldi ég kyrkja hann I 12 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.