Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 16

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 16
Smásaga eftir Eve Ott. Hún óx upp, trúlofaðist og giftist. Þetta var ósköp venjuleg framvinda mála. Og nú virtist skilnaður vera næstur á dag- skrá... Jean Allan var sannkallaöur klifurköttur. Hún gat klifraö eins hátt og hvaöa strákur sem var. Hún var meö háriö i óreglulegum tlkarspenum, og á hnjánum voru alltaf plástrar. Hún var dreymin, skrifaöi sögur og lék fótbolta meö strákunum. Hún hafði miklar mætur á hundinum sínum. Stund- um fannst henni, aö sér þætti vænna um hundinn en foreldra slna, og þá fékk hún magapínu af sektartilfinningu. Hún vildi aldrei fara i kjól og ekki láta greiða sér. Hún mátti ekki vera að svoleiðis vitleysu. Llfiö var éins og litrlk kvikmynd, oghún var stjarnan. Hún var ger- samlega óviðráðanleg lltil stúlka — en foreldrar hennar gáfust ekki upp. ^>eim þótti of vænt um hana til þess. Þegar hún var þrettán ára, varð á henni breyting. Hún fékk fyrstu tiðirnar, fyrsta brjósta- haldarann, fyrstu háhæluðu skóna og fyrstu lélegu einkunn- imar I skólanum. Þetta gerðist allt á einu ári. Foreldrar hennar voru I sjöunda himni. Dóttur þeirra hafði lærst, að fullnægingu llfsins er að finna i „aukahlut- verkunum”. Enginn af kunningjum hennar I nágrenninu virtist nógu góöur til að vera mótleikari hennar I lífs- kvikmyndinni, og þvi ákvaö hún aö fara I listaskóla I háskólabæ. Hún lagði stund á málaralist, leirkeragerð og daður. Þetta var á sjötta áratugnum, og þá var kynllf viðurkennt, ef maður var alvarlega ástfanginn. Jean varð fljótt ástfangin — mjög ástfangin. Bernard Kent var ákafur, al- varlega þenkjandi, en svolitið ruddalegur ungur rithöfundur. Jean dáði hann frá þeirra fyrstu kynnum. Þau elskuöust i lánsbll- um og Uti I skógi. Þau voru líka miklir vinir. Bernard, sem var fremur óvenjulegur I framkomu og skoðunum og átti öráðna fram- tið fyrir sér, var ekki alveg sá tengdasonur, sem foreldrar Jean höfðu vonast eftir. Þegar þeir spurðu Jean, hvað hún sæi við þennan undarlega, unga mann, svaraði hUn, án þess að hika: — Hann er eins og ég væri, ef ég væri karlmaður. Brúðkaupið var haldið I júnl. Allt gekk samkvæmt venjulegri áætlun. Jean hætti i skólanum og fór að vinna á skrifstofu. Hún svaraði I síma, brosti og var sannkölluö skrifstofuprýði. Hún fór að heiman klukkan átta á morgnana og var komin heim 11- búöina þeirra klukkan 6. Bemard lauk doktorsprófi. Hann fékk kennslustöðu við há- >kóla. Kenndi byrjendum enskar bókmenntir. Bækur slnar fékk hann endursendar frá útgefend- um. Hann varö fúll og þunglyndur og fór að fá sér glas á hverju kvöldi. Jean varð ófrisk. í fyrsta skipti, sem Bernard sá Jean gefa litlu dóttur þeirra brjóst, vöknaði honum um augu af viðkvæmni. Þegar Jean sá svipinn á manni slnum og fann, hvernig barniö saug, fannst henni hUn vera að drukkna I eintómri velliðan. Ast þeirra var fullkomin. Susan litla grét nær stöðugt fyrstu þrjá mánuði æfi sinnar. Bemard fór að fá bækur sínar útgefnar. Hann fékk launahækk- un og stöðuhækkun. Jean langaði til að eignast hús. Stórt, gamalt hús. Bernard tók Ibúðakaupalán til tuttugu ára. Hann keypti stóran bil, bílhlass af húsgögnum, sláttuvél, og margra mánaða þunglyndi kom yfir hann. Jean fór á fæðingadeildina til að fæða annað bam þeirra. Dag- inn, sem hún kom heim, sat hún I stóra, viktorlanska hægindastóln- um og gaf Nikulási litla. Susan sat á gólfinu, i gangveginum, og saug þumaifingurinn. Bernard virti fjölskylduna fyrir sér gegn- um reykský. — Ef þessi gargar I þrjá mánuði flyt ég héðan! sagði hann. Jean talaði varla við hann i þrjár vikur. HUn var sár, ein- mana og reið. Bernard var sár, einmana og fullur sektar. Húsiö var rakt, og áta var I viðnum. Grasið á flötinni og börn- in uxu ótrúlega hratt. Jean fór með bömin I langar gönguferöir og beið þolinmóð, með loppnar hendurnar á kerruhaldinu, með- an Susan gekk kringum hvert ein- asta tré, sem varð á vegi þeirra. Bernard kvartaði við Jean yfir leikföngum barnanna I heim- keyrslunni, þríhjólum I ganginum og hávaöa, þegar hann ætlaöi að reyna að vinna I skrifstofunni sinni. Jean kvartaði við Bernard um að hann gæti notiö frelsis og fé- lagsskapar, meðan hún sæti bundin heima og að hann eyddi ekki nægilega miklum tlma með bömunum. A hverju sumri, I sumarleyfinu óku þau í bílnum upp til North- cumberlands eöa niður til Corn- wall til að heimsækja foreldra annars hvors. A lqiöinni byltust bömin I baksætinu, þar til þau urðu bílveik, og stundum bilaði bíllinn. Jean var farin aö fá sérstakar töflur við mlgrene. Ferðir Bernards á langar bók- menntaráöstefnur urðu æ tlðari. Þau keyptu nýjan bil. Susan, sem orðin var átta ára, stóð sig vel I barnaskólanum, og reiðiköst hennar voru nú oröin fá- tlöari. Nikulás, sem var orðinn fjög- urra ára, var harðánægður i leik- skólanum, og hann var ekki eins slæmur af astma og áður. Bernard, 37 ára, hélt starfi sinu og hári! Jean, 32 ára, hélt sjálfri sér og heimilinu vel útlltandi. Allt gekk samkvæmt venju. Þetta var elskuleg og ákaflega venjuleg fjölskylda. En þá... 1 fyrrasumar kom Bernard heim af langri ráðstefnu meö ferðatöskuna fulla af óhreinum fötum og þær fréttir,að hann væri orðinn ástfanginn af annarri. Hann hafði hitt hana á ráðstefn- unni. Honum hafði ekki verið framhjáhald I hug — það hafði bara gerst einhvern veginn. — Ég elska hana, sagði hann blátt áfram. Meðan Jean hlustaði steini lost- in litaðist hún um I stofunni, sem haföi að geyma bænateppið, sem hún haföi keypt á uppboði, mynd- irnarhennar og viktoríanska stól- inn, sem hún haföi alltaf setið i, þegar hún gaf börnunum. Bernard vildi fá skilnaö. Jean hljóp upp stigann I gamla húsinu — stigann, sem hafði ný- lega verið teppalagður. An þess að kveikja ljós háttaði hún, fór I gulrauða náttkjólinn og skreið upp I hjónarúmið. Löngu seinna kom Bernard og lagöist viðhliðina á henni. Hann 16 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.