Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 18
dag. Viö gætum hist fljótlega eftir þaö. Hjárta Jean tók kipp, og hendur hennar titruöu. Ætlaöi hann ekki aö eyöa jólafriinu meö vinkonu sinni? — ÞU ætlar kannski aö fara eitt- hvaö I jólafriinu? spuröi hann, til aö rjiifa þögnina. — Nei. — Hvernig væri að hittast á „Carlo” á laugardagskvöld? Þaö var svo skelfing tómlegt á „Carlo” nú, þégar stúdentanir voru farnir i jólafrí. Bernard pantaöi tvo bjóra. — Ég býst við þvi, aö annaö hvort okkar veröi að fara fram á skilnaö, sagði hann. Jean kinkaði kolli. Siðan var löng þögn. Þau fitluöu viö bjór- glösin. — Hvað segir £ú um þetta? spuröi hann loks. — Ég vil ekki lögsækja þig. Bernard horföi rólega á hana. Jean dró andann djúpt. — Ef þú vilt kvænast strax aftur get ég... — Nei, ég ætla ekki aö kvænast aftur. Þau horföu hvort á annaö, þög- ul og döpur á svip. — 1 guöanna bænum komum okkurhéðanút, sagöi Bernard loks Þau skildu bll Jean eftir og óku I bll Bernards heim I litlu Ibúöina hans. Jean litaöist um, meðan Bemard náöi I bjór og tvö glös. Þaö voru ósköp aö sjá húsgögnin. X Hann kom með bjórinn og kveikti á niöurbrunnu kerti, sem var á sófaboröinu. Jean fór aö gruna sitt af hverju. — Viltu sjá alla Ibúöina? — Allt I lagi. — Komdu meö kertiö. — Hvers vegna? Er ekkert raf- magn? Bernard gretti sig. — Ég skal koma meö það, sagöi Jean. Hún stóö I miöju svefnherberg- inu, þar sem vart komst meira fyrir en lltið rúm og kommóöa. Hún reyndi hvaö hún gat aö vera alvarleg á svip. — Þetta er ágætt, sagði hún. Svo fóru þau bæði að hlæja. Þau elskuðust, full gleði og glettni og nutu þess, hve vel þau þekktu hvort annað. — Ég var næstum búin aö gleyma þvl, hve þú ert yndisleg, sagöi Bernard. — Þú llka. A sumum sviöum er kunnugleikinn þyngri á metunum en nýjungagirnin, sagði Jean og andvarpaði. — En nú held ég, að ég ætti að fara, þvi heima blða mln tvö börn. Bernard tók fastar um hönd hennar. — Þaö búa hjón i íbúöinni viö hliöina 4, sagöi hann. — Þau eiga lltiö barn. Stundum grætur þaö um miðjar nætur. Þá öskra þau: „Þegiöu litli ormurinn þin'n ’ ’. Bemard svelgdist á. Jean lá grafkyrr. — Bjórarnir biða okkar enn, sagöi hann og stóö upp. X Jean klæddi sig og fór fram I stofuna. — Ég hélt, aö þú ætlaðir I burtu ýfir hátiöarnar, sagöi hún. — Nei, ég verö hér. Jean kinkaöi kolli. — Myndiröu vilja reyna aftur, Jean? —- Æ, ég veit þaö ekki Bernard. — Ég skil vel, aö þér finnist þaö kannski ekki árenríilegt eftir allt, sem gerst hefur. — Þaöer ekki þaö. Þaö er bara, aö ég er ekki viss, hvort mig lang- ar til aö vera eiginkona nokkurs framar. Slst manns eins og þln, sem mér þykir svona vænt um. — Þetta er ákaflega órökrétt. Mér finnst það ekki. Þegar þú giftir þig, er alls konar nýjum störfum dembt yfir þig: Elda- mennsku, þvottum, tiltektum, bamagæslu... Þú verður ekki annaö en vinnukona, sem veröur aðvinna störf, sem hver sem er gæti gert. Þú missir einstaklings- einkenni þln, og svo missirðu kannski eiginmanninn lika. — Er þaö? En hvað með aö vera eiginmaöur? Þú veröur ekki ann- aö en vél, sem þarf aö framleiöa peninga og slá blettinn. Og sæta stelpan, sem einu sinni hreifst af öllu, sem þú gerðir, hefur nú ekki áhuga á öðru, en hvernig lit gluggatjöld hún eigi aö hafa I stofunni, sem þú ert aö þræla til aö hún geti fengið. Og börn, börn, böm. Hún talar sýknt og heilagt um börn. Þú ert kannski hálfnað- ur aö segja henni söguþráðinn I nýrri sögu, sem þú heldur, aö eigi eftir að hafa varanlegt bók- menntalegt gildi, og þá stoppar hún þig til aö segja : Nikulás piss- aöi I kopp i dag. Finnst þér þaö ekki stórkostlegt? — Nei, min kæra, faröu ekki aö segja mér frá hinu hræöilega hlutskipti eigin- kvenna. Jean stóö upp. — Hvar settiröu kápuna mina. Ég verö að fara aö fara. — En þetta er satt, er það ekki? — Jú, jú. Þetta er allt saman satt. Einu sinni gátum við veriö fullkomlega sammála. Hjóna- band er dauðadæmt. Og hvaö þá? Hún yppti öxlum. — Hvað þá? Ég sakna þln. — En hvaö með litlu, sætu upp- örvandi vinkonuna þlna? — Gerðu það nú fyrir mig aö... — Fyrirgefðu. En — nú verö ég aö fara. Bernard tók um axlir hennar. — Ég er að reyna aö segja þér dálltið. Mér geðjaöist vel aö henni. Þaö voru ekki bara kyn- töfrar. Ég var ástfanginn af henni. Sársaukinn, sem skein út úr andliti Bernards fékk Jean til aö vorkenna þeim öllum; henni sjálfri, Bernard og stúlkunni. — En þaö hefði aldrei gengiö, hélt Bernard áfram. — Aumingja þú. Tvisvar óhepp- inn I ástum. Hún var guðsfegin aö fá þarna eitthvaö til að ergja sig yfir. — Geturöu ekki þagaö I meira en tvær sekúndur? Ég er aö reyna aö segja þér dálítiö. Þau störöu hvort á annað yfir sófaboröiö. Slöan sagöi Bernard, rólegri röddu: — Ég ætla aö segja þér svolltiö og reyndu nú aö opna ekki munn- inn, fyrr en ég er búin. Astæöan fyrir þvl, aö þetta heföi aldrei ,,MAYFLOWER/7 bómullargarn ,,HJARTAGARN'' ullargarn og dralon gerfigarn i fjölda lita er fyrir liggjandi í flestum verslunum landsins, sem versla með handprjónagarn. Einka-umboðsmenn: - -3tainaoot lt.<f. Tryggvagötu 4, Reykjavík. Sími 27755 (4 línur) gengiö, er sú, aö ég elska þig — svo innilega. Ég hugsa um þig. Ég hef áhyggjur af þér. Ég stend mig aö þvl aö hugsa: Jean heföi þótt gaman aö þessu — Jean heföi hlegiö aö þessu. Mér er svo annt um þig. Og börnin. Ég get ekki bara farið, gengiö út. Ég er búinn aö gera mér grein fyrir þvi. — Æ, faröu ekki aö gráta. Geröu þaö fyrir mig aö gráta ekki. Fari þaö bölvaö, Jean, en þú ert félagi minn —aöminnsta kosti vil ég, aö þú sért þaö — og þú og börnin er- uö fjölskylda min, og ég vil vera hjá ykkur. Ég vil koma heim aft- Hún sat örmagna, varnarlaus og horföi út I bláinn. — En þetta gæti allt endurtekið sig, og ég má ekki til þess hugsa, hvlslaöi hún. — Ég ekki heldur. En þab eru hættur á hverju horni I þessu llfi, ekki satt? En á maður annars úr- kosta en aö reyna aö sneiða hjá þeim? Ég vil ekki missa þig. Ekki fyrir fullt og allt. Jean gat ekki stillt sig um aö fara aö hlæja: —■ Aðeins I stuttan tlma, viö og viö? — Allt I lagi, allt I lagi. — Mig langar til aö halda áfram I skólanum og ljúka náminu þar. — Gott og vel. — Ég er manneskja, sem stend fyrir mlnu, og þvi ætla ég aö halda áfram. Ég ætla aldrei aftur aö vera „bara húsmóðir”. - Flnt. — Og ég vil ekki missa þig aft- ur, Bernard. — Það er þaö, sem ég óttast svo. Bemard rétti fram höndina. — Geföu mér hönd þína. Viö skulum reyna aftur. — Má ég þá vera manneskja — einstaklingur? — Við skulum reyna. Þau tókust I hendur. — Farðu og hringdu I bamapl- una og gáöu, hvort hún getur ekki verið hjá krökkunum I nótt. Þú verður hér. En barnapian gat ekki veriö á- fram, svo Jean varö ab fara. — Nú höfum viö ekki nema einn bíl. Svona er aö láta þessar skyndilegu, villtu ástriöur ráöa. A ég að koma meö þér? spuröi Bemard. — Þakka þér fyrir, en ég vil heldur fara ein. Bernard kinkaöi kolli. — Heyröu annars. Þú getur farið i minum bll, og ég kem og sæki hann á morgun... Nei, annars, þaö get ég ekki, þvi þá hef ég eng- an bll. Þú getur komið hingaö og viö fariö saman og náö I þinn bil og... — Og þá hefst hringavitleysan á ný, sagöi Jean hlæjandi. — Þaö er satt. Kannski er best, aö ég hringi bara á bll fyrir þig. Jean fann, hvernig brosiö dofn- iöi á andliti hennar. — Heyröu elskan. Þú tekur bll- inn minn, og svo hringi ég I þig á morgun, og þá ákveðum viö, hvaö gera skal. Þau föömuöust innilega. Jean ók heim i næturregninu. Ljósin úr húsunum voru hlýlegri en venjulega. Vegirnir voru gler- hálir. 18 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.