Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 29
WALIÐ allar rifur. Þaö var ljósið, sem lokkaöi þau út úr fylgsnum sinum. Þaö var augljóst, aö enginn haföi komiö inn I þessa holu, siöan vatnið hvarf úr sikinu. Maxine haföi á tilfinningunni, aö hún væri alls ekki ein þarna, heldur væri þarna fullt af nafn- lausum afturgöngum. Kertaljósiö kastaöi undar- legum skuggum á veggina. A einum staö sá Maxine nokkuö breiöa rifu, sennilega var hún tveggja sentimetra breiö. Hún stakk fingrinum inn i rifuna. Hjarta hennar tók kipp. Einn steinninn var laus. Hún leit I kringum sig eftir einhverju verk- færi til að ná steininum úr veggnum, en þegar hún fann ekkert, þá renndi hún sér aftur niöur i sikiö. Tungliö skein glatt, og þaö var næstum bjart i sikinu. An þess aö hiröa um þaö, að hún rispaði sig á höndunum, braut hún grein af einum runnanum og tók hana meö sér inn i holuna i veggnum. Hún stakk endanum á greininni inn i rifuna og reyndi að hreyfa steininn. Eitthvað lét undan, stór steinn féll niöur.. Holan fylltist af ryki og skorkvikindum. Maxine sat þarna i hnipri, og henni varö ljóst, aö þarna haföi hún fundiö hinn horfna klaustur- fjársjóö. Hún stóð á öndinni af spennu og óljósum ótta. Litiö skrin stóö þarna i holu, sem kom i ljós á veggnum. Maxine dáöist aö fagurri lögun skrinsins, en henni varö stráx ljóst, aö þaö var svo litiö, aö þaö gat ekki haft mikiö aö geyma. En þaö var engum vafa bundiö, aö þetta var fjársjóöurinn, sem Bertranfjölskyldan haföi leitað aö, mann fram af manni i meira en fimm hundruö ár. A lokinu var kross.og þar stóö á latinu, grafiö á lokiö: „Hér hvilir hinn heilagi fjársjóður St. Agnes klaustursins.” Maxine tók skriniö fram meö skjálfandi höndum og setti þaö I kjöltu sér. Lokiö sat fast, en samt tókst henni aö opna þaö. Og aö lokum hvildu augu Maxine Bertran á fjársjóönum.... Á gulnuðu silki hvildi litil höfuökúpa og hárlokkur. Þetta var reyndar dýrmætur fjár sjóöur, en hann haföi ekki gildi fyrir neinn, nema hinar frómu nunnur. Þetta, sem iskrininu var, voru sennilega jarðneskar leyfar einhvers pislarvotts, sem fyrir löngu hafði látiö llfiö fyrir trú sina. Klaustursysturnar höfðu varöveitt þetta eins og það væru eöalsteinar og gull. Augu Maxine fylltust af tárum, þegar hún hugsaöi til karmelita- systranna, sem höfðu lagt lif sitt aö veði til að koma þessum heilaga hlut á óhultan stað, og henni varö ekki siður hugsaö til grimmdar og græögi forfeðra sinna, sem hlutu ekki annað aö launum en bölvun yfir allri ættinni. En innst i hugskoti hennar skaut upp vonbrigðum, nú vissi hún með vissu, að þessi f jár- sjóöur yrði alls ekki til þess, að hún gæti reist við óðal forfeöra sinna. — Það var þá vegna þessarar vesælu höfuðkúpu, aö faöir minn lét lifið, hvislaði Maxine. — Nú er þaö mitt hlutskipti að ákveða, hvar þessar likamsleifar eiga að hvila. Hún hélt skríninu fast upp að sér, meðan hún kom huröinni aftur á réttan stað. Ljósið slokkn- aöi, þegar hún skreið út úr holunni. An þess að hiröa um blóðrisa hendur sinar, dró hún jámhurðina fyrir. Greinar runn- anna lögðust yfir, og þar sáust ekki nein ummerki, ekkert sem benti til þess, að hinn eftirsótti fjársjóður væri nú loksins fundinn. Maxine klifraði upp úr sikinu. Þegar hún hafði fullvissað sig um, aö enginn væri nálægur, flýtti hún sér yfir hallargarðinn að kap- ellunni. Tunglskinið lýsti inn um boga- lagaöa gluggana og varpaði silfurlitum geislum sinum á graf- hvelfinguna. Maxine sá, að þar voru margir lausir steinar, og henni varö ljóst, að gráðugar hendur höfðu veriö þarna aö verki og leitaö aö fjársjóðnum i graf- hvelfingu Bertranfjölskyldunnar. Hún lagöi litla kistilinn á bak viö stein, rétt hjá þeim staö, sem beinum karmelitanunnanna haföi veriö komið fyrir. Þegar Maxine aö lokum kom inn i herbergi sitt, lagöist hún örþreytt ofan á rúmiö og reyndi ekki til aö halda aftur af tárunum. Hún tók varla eftir þvi, aö ljósi kjóllinn hennar var bæði rifinn og óhreinn. Háriö haföi lika losnaö og hékk niður eftir bakinu á henni. Hendurnar voru rispaöar og neglurnar brotnar, og á enninu var hún meö stóran svartan blett. Hún stóö upp eftir svolitla stund og fór aö bursta á sér háriö. Hún fór úr kjólnum, vaföi honum saman og stakk honum I skot á klæöaskápnum. Ef hún færi aö láta gera við hann og hreinsa, myndi þjónustustúlkurnar fara aö gruna eitthvaö, og þær myndu stinga saman nefjum. Maxine ætlaöi ekki aö láta nokkurn mann vita, aö I nótt hafði sjálf hallar- frúin á Arlac fundiö fjársjóðinn. Dauöinn hélt aftur innreiö sina i „höll hinna silfurlitu kvenna” eitt mollulegt siödegiö, þegar Maxine var úti með Roland. Hún reyndi aö fara eins oft og hún gat meö drenginn burt frá höllinni. Stundum tóku þau meö sér brauö og ost, svo þau þyrftu ekki aö fara heim, fyrr en um háttatima Ro- lands. Blanche Bertran varð æ taugaveiklaðri og köstin, sem hún fékk, geröu drenginn hræddan. Maxine reyndi að komast aö þvi, hvaö þaö var, sem kvaldi hina ungu stjúpmóöur hennar, en Blance sló öllum spurningum upp I glens, þegar hún reyndi aö tala viö hana.I alvöru. Maxine haföi vonaö, aö Annette, sem þó var eldri kona, gæti gert eitthvaö fyrir Blanche, eitthvaö til aö hugga hina ungu ekkju, en Annette hugsaöi ekki um neitt, nema sjálfa sig og Paul son sinn. Hún lá yfirleitt alla daga á hvildarbekk, maulaði konfekt og kvartaöi undan hitanum. Hún svalaöi sér meö þvi aö veifa I sifellu stórum blævæng, og sonur hennar sat venjulega hjá henni og las upphátt einhvern ástar- reyfara. Stundum hvarflaöi þaö aö Maxine, hve lengi þessir ætt- ingjar ætluðu aö dvelja þarna. Henni fannst stundum, aö hún gæti varla haldiö þaö út öllu lengur Þau komu fram gagnvart henni, eins og þaö væri hún, sem 18. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.