Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 32
— Elskhugi hennar. Hann sagöi þetta með fyrirlitningu. — Frá þvl Guy bauö honum út meö okkur aö borða I Paris, var mér Ijóst, aö það voru skelfileg mistök. Blanche gat ekki haft af honum augun... — Þú átt þá við Alan Russel? spuröi Maxine, dauðskelkuð. Eustace Clermont kinkaði kolli. — Ég er viss um, að þetta „leyni- lega verkefni” hans hefur alltaf verið átylla ein. Hann vildi um fram allt fá Guy til að bjóða sér til Arlac, svo hann gæti i næði leitað aö hinum týnda fjársjóði. Það var alveg furðulegt, hve mikið vald hann hafði yfir föður þinum. Guy leyfði engum að segja styggðar- yrði við eða um Alan Russel, og Blanche dró ekki úr þessu dálæti. Hún var kurteis viö Russel, en lét samt á sé heyra, að henni væri ekki mikið um hann. En það gerði hún að sjálfsögðu til að villa sýn. Þegar Russel komst að þvi, að hún var ekki lengur móðir erf- ingjans að Arlac, hætti hann að veita henni athygli. Þú hefur sennilega tekið eftir þvi, Maxine; það höfum við hin gert. Upp á siö- kastið hefur hann varla haft af þér augun. Blanche var afbrýði- sömog hefnigjörn og þess vegna reyndi hún eflaustað fá hanntilaö myröa þig. En honum hefur sennilega fundist heppilegra að losna við hana, þvi að i gær skipaöi hún honum að hafa sig á brott héöan og kom meö ýmsar hótanir. Russel gat átt á hættu, aö hún leysti frá skjóðunni. Maxine var svo hneyksluð. að hún kom ekki strax upp nokkru oröi, en svo sagöi hún ákveðin: — Ég skal þá sannarlega koma honum i burtu. Það skal ekki veröa neitt hneyksli i þetta sinn. Þeir látnu skulu fá að hvila i friði. Russel skal ekki vera eina nótt i viðbót undir minu þaki! —- Ö, Maxine, sagði Eustace Clermont með áhyggjusvip. Farðu varlega, Maxine. Ef hann grunar eitthvað, þá er lif þitt i hættu. — Eg hef að visu ekki neinar sannanir fyrir þvi að elskhugi frænku þinnar hafi verið Alan Russel, sagði Maxine hikandi. — Ég veit, að þú mættir honum á ganginum.en herbergið hans er á sama gangi. Þar sem faðir minn treysti honum svona vel, verð ég aö gefa honum tækifæri til að verja sig og sanna sakleysi sitt... Annars verð ég að fá sannanir fyrir þvi, að hann sé sekur. Hann laut eldrauöu höfði sinu. — Já, það ert þú, sem ert hallar- frúin, og orð þin eru lög, Maxine. En vina min, ég bið þig um að fara varlega. Mundu það, að lif þitt er I hættu, hver sem sá djöfull er, sem hefur orsakað allar þessar hörmungar hér á Arlac.... Lát Blanche breytti ekki dag- legum venjum i „höll silfurlitu kvennanna”. Lifið gekk sinn vana- gang. Aðeins ein þjónustustúlkan sagði upp starfi og fór. Þeir, sem eftir voru, minntust ekki einu sinni á lát frúarinnar. Jafnvel Eulalía minntist ekki neitt á bölvun og afturgöngur... Maxine hafði það á tilfinn- ingunni, að allir i höllinni biðu eftir einhverjum afdrifarikum atburöi. Meðan á þessari bið stóð, varð hitinn æ meiri. Grasið varö gult og skrælnað, og grænt laufiö á trjánum visnaði á greinunum, og óttinn við skógarbruna greip um sig hjá þorpsbúum. — Það skellur bráðum á óveður, ungfrú, sagði Hubert við Maxine einn daginn. — Hefur það einhver áhrif á búið? Macine horfði þreytulega á hann og leit upp úr verðlistum yfir landbúnaöarverkfæri, sem voru svo dýr, að það var ekki á hennar færi aö kaupa þau, þó aö mikil þörf væri fyrir þau. — Já, ef það verður reglulega hvasst, sagði hann. Upp á siðkastið var Hubert farinn að sýna henni virðingar- vott. Nú mátti greina meö- aumkun I rödd hans, og hann dáðist að baráttuþreki hennar, þótt hann vissi, aö þetta var allt til einskis. — Veðurguðirnir ógna okkur þá llka, stundi hún. — Vesalings Arlac, áttu aidrei að fá að vera i friöi? — Það er bölvunin, sagði hann snöggt. — Ég er búin að segja, að ég vil ekki heyra slfkt þvaöur! sagði hún, og það mátti heyra, að hún var ergileg. Maxine sat við skrifborðið með hönd undir kinn. Hún haföi nú fengið eitt vandamálið ennþá, sem henni fannst þörf á að athuga vel. Kjóllinn, sem hún hafði verið i, þegar hún skreiö niður I hallar- sikiö, var horfinn. Hún var viss um, að hún hafði stungiö honum i dimmt skot i klæðaskápnum.... Einn morguninn, nokkru eftir lát Blanche, fann Maxine skrifuð skilaboð á skrifborðinu sinu: „Mér þætti vænt um, ef þér vilduð hitta mig við steinásinn klukkan þrjú i dag. Kusscl. Hún starði á bréfsnepilinn og furðaði sig á þvi, hvers vegna hann vildi hitta hana utan dyra i stað þess að tala við hana inni. Var þetta gildra? Var hann að iokka hana á hála braut, til að ljúka ætlunarverki sinu, sem honum hafði ekki tekist fram að þessu? Maxine sá hann hvergi innan dyra, en þaö var ekkert óvenju- legt, Alan Russel var yfirleitt á rölti utan dyra frá morgni til kvölds. Hann er aö sjálfsögðu ekki hættulegur, nema hann sé morð- inginn, sagði hún við sjálfa sig. En ég get ekki fengið mig til að trúa þvi. Svipur Alans Russel benti ekki til, að hann væri glæpa- maður.... Maxine fannst hann hafa elst siðan Blanche dó. Hann hafði allt- af verið fámáll, en nú var það Maxine ein, sem tók eftir þvi, að hann sagði varla orð. Við mat- borðið var eins og hann væri að rannsaka fólkið, sem þar sat, og 32 VIKAN 1.8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.