Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 33

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 33
svipurinn i gráu augunum var óræöur. Maxine lagði meira i snyrtingu sina en venjulega, þegar hún ætl- aði ein I gönguferð. En það var svo heitt, að hún var búin að taka af sér hattinn, löngu áður en hún náði ásnum, þar sem steinsúlan gnæfði við himin. Alan Russel leit á hana. Hann hallaði sérupp að súlunni og svip- urinn var fjarrænn. — Þér komuð þá, sagði hann á ensku. Maxine fann, aðhún roðnaði, en hún var ákveðin, þegar hún sagöi: — Ég skil reyndar ekki, hvers vegna þér hafið boðað mig hingað. Við sjáumst daglega, og það eru sannarlega betri sæti inni i dagstofunni eða á skrifstof- unni.... — Ég er hræddur um, að hall- arveggirnir hafi eyru, sagði hann þurrlega. — Og ég þarf að tala við yður, án þess að nokkur heyri.... Hún var þreytt af göngunni, og hitinn var kæfandi. Hún settist i þurrt grasið. — Þér minnið mig á sumar- gyðju. Hann kraup á kné við hlið hennar og leit alvarlega á hana. Maxine sá nú, að andlit hans var magrara en það hafði verið þegar hún sá hann fyrst. — Lif yðar er sannarlega ekki dans á rósum, en samt verðið þér fegurri með hverjum degi, þótt augnaráðið beri vott um áhyggj- urnar. Eins og ósjálfrátt greip hann hönd hennar, meðan hann talaði, og þegar hún reyndi að draga hana til sfn, hélt hann enn fastar. — Ég vildi óska, að ég gæti hjálpaö yður, sagði hann. — Er það. Russel hrökk við yfir háðs- hreimnum i rödd hennar. — Já, svaraði hann. — En nú get ég aðeins gefið yður gott ráð: Fariö. sem fljótast i burtu frá þessari ævintýrahöll yðar, ef þér hafið áhuga á að bjarga lifi yðar. Ef þér verðið kyrr hér á Arlac, þá gæti það kostað yður lifið. — Ég fékk nafnlaust bréf, sem var eitthvað i þessa veru, rétt eftir að ég kom til Arlac, sagði hún þurrlega. — Komið með mér i burtu, Maxine, sagði hann ákafur. — Þér eruð i lifshættu hér. — Já, ég veit það, Alan. Rödd hennar var nú róleg. — Það getur verið, að ég viti of mikið, eins og vesalingurinn hún stjúpmóðir mln. En ég ætla ekki að fara frá Arlac. Ég vil heldur deyja hér á þessum örlagaþrungna stað. Hvers vegna eruð þér með áhyggjur af mér? Hann brosti, bitru brosi. — Þér eruð bæði greind og at- hugul, Maxine. En samt skiljið þér ekki neitt.... Ég er fátækur og einskis megnugur, en ég býð yður það sem ég á, — ást mina og hjarta. — Ast yðar! Það var eins og Maxine hrækti út úr sér orðunum. En samt fann hún, að hjartaslög hennar urðu örari, þegar hún heyrði orð hans. — Ast yðar veitt- uð þér ekkju föður mins, og hún tók hana sennilega meö sér i gröf- ina.... Magra andlitið varð náfölt. — Er það þetta, sem þér haldiö, Maxine Bertran? Hann beið ekki eftir svari. — Hvernig fer fyrir Arlac, skiptir mig ekki lengur nokkru máli, og það sama er að segja um verkefni mitt, sem ég hefi næstum lokið. Ég mun ekki framar lita augum þessa höll — né yöur.... Verið þér sælar, kæra hallarfrú, og megi hamingjan vera með yður,þegar sannleikur- inn kemur i ljós. Hann stóð upp og gekk i bunu, án þess að líta við. Maxine sat eft- ir sem lömuð. Hún gat ékki einu sinni litið upp i nokkrar minútur. Hún sat þarna, þar til sólin var farin að lækka á lofti, án þess að fella tár. Þegar Maxine að lokum gekk heim á leið, þá fannst henni sem þessi höll væri ekki heimili hennar, heldur ógurleg byrði, sem hún var alls ekki fær um að axla. Gaston Rondelle hafði komið til miðdegisverðar, og hann ljómaði upp, þegar hún kom inn i borðsal- inn. — Eulalia, sagði Maxine við konuna, sem þjónaði þeim til borðs. — Þér getið tekið saman dót herra Russels og gert hreint herbergið. Hann er farinn héöan fyrir fullt og allt. Þessi orð hennar komu af stað óteljandi spurningum. Aðeins Eustace Clermont var þögull. — Hvers vegna fór hann, vina min? spurði Annette. — Hann var alltaf svo leyndardómsfullur. Hann leit nú ekki sem verst út, svona af englendingi að vera, — já, hann var nokkuð myndarleg- ur.Enhannhafðiekkifágun til að bera, eins og Paul. — Þetta er ósköp einfalt mál, sagði Maxine, — ég óskaði ekki eftir nærveru hans lengur. — Það fækkar stöðugt fólkinu hérna, sagði Hubert þungbú- inn. Hann kom inn i þessu. — En vandamálunum fjölgar, ungfrú. Hlustiö nú.... Maxine stóð upp frá borðinu. Ömur af háværum röddum barst inn. — Maxine, sagði Gaston. — Láttu mig tala við þá. — Nei, sagði Maxine ákveðin og hristi höfuðið. — Það sem skeður hér á Arlac, verður að vera á minni ábyrgð. Afsakiö mig, þið skuluð bara halda áfram að borða. Og hún rétti úr sér og gekk með bryta sinum fram i forsalinn, rjóð i kinnum og ákveðin á svip. Þungu hurðirnar voru uþp á gátt. I stað þess að horfa út i blek- svart myrkrið var Maxine nú blinduð af óteljandi blysum, og i flöktandi bjarma þeirra mátti greina andlitin á þorpsbúum Arlac. Þeir voru sannarlega ekki frýnilegir, og reiðilegar raddirn- ar minntu helst á urr i grimmum hundum. Það sló þögn á hópinn, þegar Maxine kom fram á tröppurnar. — Ég hélt, að þið hefðuð ákveð- ið að heimsækja mig ekki. Rödd hennar var köld og ákveðin. AAEST SELDA SAUAAAVÉLÁ ÍSLANDI 16 sporgerðir. — Saumar allan vanalegan saum, teygjusaum, overlock og skrautsaum, þræðir, faldar, gerir hnappagöt og festir tölur. Hin fullkomna sjálfvirka saumavél FULLKOMINN ISLENZKUR LEIÐARVÍSIR Fæst með afborgunum.Sendum gegn póstkröfu. KYNNIÐ YÐUR HIÐ ÓTRULEGA HAGSTÆÐA VERÐ. Margra óratuga reynsla tryggir góða þjónustu. FALKINN Suðurlandsbrout 8 Reykjavík ■ Simi 8-46-70 Útsölustaðir viða um land 18. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.